Prentarinn - 01.10.1984, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.10.1984, Blaðsíða 4
Meðan verkfall bókagerðarmanna stóð yfir, og síðar, hefur um- rœða um verkfallið einkum beinst að tímasetningu þess. Hafa sumir félagsmanna litið svo á að of snemma hafi verið á stað farið, hinn 10. september. Einstaka maður hefur kallað það slys. Verður þá að líta svo á að þeir telji, að sami árangur hefði náðst á skemmri tíma, þótt engin rök verði fœrð fyrir því. Þegar litið er á deiluna í heild verð- ur niðurstaðan ekki metin án þess að líta á hina ýmsu þætti í samhengi. Árum saman þurftum við bókagerð- armenn að sæta því, í hinum stóru samflotum, að ekki væri við okkur talað um sérmál okkar fyrr en lokið var að ganga frá samningum stóru fé- laganna. Þá vorum við gjarnan skildir eftir án aðstoðar og áttum þann kost einan að þrauka einangraðir í baráttu við atvinnurekendur, ríkisvald og for- ustu heildarsamtakanna, sem hafði lít- inn sem engan skilning á því að okkur var það lífsnauðsyn að ná samningum sem væru í samræmi við hraðfleygari tæknibreytingar í vinnubrögðum bóka- gerðarmanna en í nokkurri annarri iðngrein. í samningum okkar valt ekki aðeins á kaupi, heldur atvinnu til frambúðar, aðbúnaði, sem hæfði hinni nýju tækni og vörnum gegn mengun, sem stafaði af notkun eiturefna og tækja, sem valdið geta heilsutjóni. Stóru samflotin Það var hins vegar orðin venja í stóru samflotunum að samningaþrefið stæði mánuðum saman frá því samn- ingar runnu út og gæfi þannig atvinnu- rekendum ómældar fjárfúlgur í óbreyttu kaupi, í stað þess sem þeir hefðu orðið að greiða eftir nýjum samningum, sem gerðir væru á réttum tíma. Þannig léku atvinnurekendur sér áður og enn, að samtökum verkafólks, eftir svikalögmálum gróðahyggjunnar. „Skattaleiðin“ Sama var uppi á teningnum nú: For- ystumenn heildarsamtakanna blökuðu ekki auga þótt uppsagnarfrestur samn- inga liði, heldur hófu þeir maraþon- fundi um þokukenndar hugmyndir at- vinnurekenda og ríkisvalds, sem fékk skírnarheitið „skattaleiðin" og hafnaði í endalausu þófi, eins og til var stofn- að. Eftir því sem næst varð komist átti niðurstaða viðræðna að vera í því fólg- in, að launafólk héldi áfram að greiða niður verðbólguna; atvinnurekendur þyrftu sem allra minnst að greiða í hækkuðum launum, engin verðstöðv- un og engin vísitala á kaup, en ríkis- valdið lækkaði hinsvegar skatta um 1400 milljónir, sem það síðan tæki til baka í neyslusköttum á nauðþurftir fólks, líka þeirra, sem engar skatta- lækkanir gátu fengið vegna þess að tekjur voru of lágar til þess að vera skattskyldar. Það var því einskis að vænta fyrir það fólk, sem beið eftir launabótum sem árangri af löngu mál- æði um útreikninga „skattaleiðar“. 6 vikna deila bókagerðarmanna markar tímamót. Hér var einfaldlega brotið í blað með því að taka mark á eigin gjörðum, hefja samninga sem næst verkfallsfresti og hefja verkfall sem svar við algerri þögn atvinnurek- enda, eftir að hafa aflað allra löglegra heimilda hjá félagsmönnum og fengið svo til einróma samþykki. Önnur verkalýðsfélög héldu hins vegar áfram að velta vöngum og hlusta á víl og verkjastunur atvinnurekenda auk hótana ríkisvaldsins og glópasvör. Áratuga hefð var brotin af bóka- gerðamönnum. Þeir knúðu prent- smiðjueigendur til þess að taka mark á orðum sínum og gerðum meðan FIP engdist í greip Vinnuveitendasam- bandsins og fyrirtækin urðu að þola tugmilljóna króna tap af verkfallinu. Að loknu rúmlega 5 vikna verkfalli sáu prentsmiðjueigendur loks hvert harka og hótanir Vinnuveitendasam- bandsins var að leiða þá. “Hinn ottarlegi leyndar- dómur“ Á því er heldur enginn vafi að þessi aðgerð var bókagerðarmönnum nauð- synleg til að sanna sjálfstæða samn- ingsstöðu sína gagnvart Félagi prent- iðnaðarins og það var einnig nauðsyn- legt skref þegar á það er litið að BSRB 4 PRENTARINN 4,4.'84

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.