Prentarinn - 01.10.1984, Page 10

Prentarinn - 01.10.1984, Page 10
Coö Anadeð Sun ea Circulation: 1,081,050 Daily/ 1,340,743 Sunday Sunday, Jifly 11 1982 CCt/496 pages/Copyright 1982 Storborgin. . . ✓ 15. tölublaði Prentarans 1983 birtist grein undir fyrirsögninni „Amerika — Amer- ika“. I greininni er fjallað um ástand mála á blaðinu Star-News. Að þessu sinni skreppum við í heimsókn til Los Angeles Times og Cripple Creek Gold Rush. Þessar greinar frá Ameriku eru byggðar á grein- um sem birtst hafa í Graffiti, blaði Utopia verkefnisins, blaði nr. 3. Stórborgin Los Angeles er á tveimur hæðum. Á efri hæð- inni ferðast maður með bíl. Þaðan er gott útsýni yfir neðri hæðina. Loftið er heitt og þurrt. Hin mikla loftmengun borgarinnar rífur í hálsinn. „Framþróun og velsæld" verð- ur ekki metin af andrúmsloft- inu, miklu fremur í dýrum byggingum fyrirtækja, grjóti, járni, gleri, sem hvarvetna blasir við. Sagt er að það séu átta milj- ónir bíla á ferðinni samtímis á daginn í borginni. Þeir verða að hafa staði til að lenda á. Fyrir því er séð, við hverja ný- byggingu er skylt að byggja bílastæði. Borgin býður uppá nægt rými fyrir bíla, fyrir það h'ður manneskjan, hennar svig- rúm er takmarkað. Los Ange- les er stórt ferlíki en er félags- lega eyðimörk. „There’s a lotta money in Los Angeles“. Víst er að þar eru nokkrir sem eiga mikið af peningum. Þar er gefið út stærsta dagblað USA, Los Angeles Times. Blaðið er prentað í 1,2 milj- ónum eintaka. Dags daglega er síðufjöldinn um 150, en fer stundum uppí 600 síður á sunnudögum. Þessi mikli síðu- fjöldi stafar meðal annars af því að í USA er annað lagt til grundvallar hvað snertir sam- ræmið á milli auglýsinga og les- máls. Auglýsingar eru um 60% af efni blaðsins á móti 40% af lesmáli. Þegar móttöku á aug- lýsingum hefur verið hætt í sunnudagsblaðið er lesmálið þanið uppí sitt hlutfall. Við blaðið starfa um 3000 manns. Þar af starfa um 1800 á ritstjórn og 250 í setjarasal. Blaðið er ríkt og hefur fjárfest á yfirvegaðan hátt í nýjum tækjum. Ný tæki og kerfi hafa verið prófuð uns hið rétta hef- ur fundist. f samanburði við ástandið í USA virðist blaðið gera nokk- uð vel við sitt starfsfólk. Sam- hliða innleiðingu á nýrri tækni hefur fyrirtækið sett á fót sitt eigið endurmenntunarkerfi, þar sem fólk fær fræðilega og verklega kennslu. „Starfsfólkið hefur mögu- leika á endurmenntun ef það sýnir áhuga og kunnáttu“. Sagði hr. Will Locke, en hann leiddi gesti um fyrirtækið: „Hérna í tölvudeildinni höfum við gamlan setjara, við verðum að hafa nokkra slíka á hinum - Anddyri. nýju starfssviðum“, hélt Will Locke áfram. Meðal amerískra blaða hefur Los Angeles Times það orð á sér að fjalla betur og meir um verkalýðsmál en önnur blöð. En það sem blaðið sýnir þannig útávið á ekki við í afstöðu þess til síns eigin starfsfólks. Við Los Angeles Times fær enginn að starfa sem er félags- bundinn í verkalýðsfélagi. Það hefur ekki verið leyft frá því í byrjun aldarinnar, en þá áttu sér stað hörð átök á milli verkafólks og atvinnurekenda. Hin þolanlega framkoma blaðsins við starfsfólk sitt að öðru leyti, er ein aðferð blaðs- ins til að halda verkalýðs- hreyfingunni fyrir utan. Stað- reynd er hins vegar að fjöl- margir starfsmanna blaðsins eru leynilegir félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar. Þeir vita sem er að ef verkalýðs- hreyfingin heldur ekki styrk sínum mun fyrirtækið breyta framkomu sinni gagnvart starfsfólkinu til hins verra. - Hér eru auglýsingarnar brotnar um. 10 PRENTARINN 4.4. 84

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.