Prentarinn - 01.10.1984, Síða 17

Prentarinn - 01.10.1984, Síða 17
íiínum/ ödmatttgum/ Obmtóltgttm ©ubc/ góbut ogöpnc/ og (jfiíogum QínDfl/@a fifi cr eiít ©uö j pttftinQu/z }?reflur f fimnðu/pm l;inö fa mfl fíe £of i S)prö/ SQeiöur i pflcfflrgiBtö/pm 2íflÖfr flUöfl/1 flö eii^fu/2ímrn og stendur í engu að baki því allra bezta, sem birtist á sama tíma í þeim löndum, sem prentlistin hafði þá lagt undir sig. Sýnir hún í hvívetna alúð biskups og um- hyggju í smáu og stóru, og hversu hjartfólgið þetta verk hefir verið honum. Biblían er í arkarbroti (folio), fremur litlu þó, og pappírinn einkar-vandaður. „Spáss- íur“ hafa verið stórar á bókinni í önd- verðu, og utan við meginmálið eru hvar- vetna athugagreinir (marginalar), sem benda til þess hvað í sjálfum línunum standi. Línumælir er einnig á síðunum, niðri við kjölinn. Eru það upphafsstafirnir A, B, C o. s. frv., með fárra lína millibili, talið frá kapítulaskiftum. Meginmálið er með stóru letri, gotnesku, skýru og fallega dregnu, sýnilega nýju og hreinu, en utan- málsgreinarnar með nokkuð smærra letri. Blaðsíðutöl eru hvergi, en blaðatal er með rómverskum tölum efst á hverri síðu í hægri hendi. Byrjar það með hverjum höfuðkafla bókarinnar, en heldur ekki áfram alla bókina frá upphafi til enda. Arkir eru merktar með bókstöfum, hver höfuðkafli fyrir sig, og hver síða er merkt með tilvísunarorði (custos), efsta orði næstu síðu á eftir. Þótt bókin sé í arkar- broti, eru 8 blöð lögð saman í örk (16 síður). Virðist fyrirkomulagið alt lagað eft- ir skinnbókunum gömlu. Bókinni er skift í þrjá höfuðkafla, og er sérstakt titilblað fyrir hverjum þeirra. Þessir höfuðtitlar eru í skrautlegri mynda-umgerð. Eru þar sett- ar saman ýmsar biblíumyndir, ofnar í rósir og flúr af mikilli list. En þótt þessi blöð séu þrjú í bókinni, er myndamótið alls staðar eitt og hið sama, notað hvað eftir annað, en ný orð sett innan í umgerðina. Fyrst eru höfuðorðin innan í umgerðinni prentuð með rauðum lit, eftir það með svörtum. Myndirnar í umgerðinni koma prýðilega út, þótt þær séu smágerðar, og eru hvorki á þeim klessur né skrámur. Sama er að segja um meginmálið. Renni maður augunum fljótlega yfir síðurnar, verður letrið sem jafn skuggi, alls staðar jafn- dökkur. Það er vel gert, og þarf mikla vandvirkni til að ná slíkum árangri, þar sem prentað er í handpressu og svertan borin á stílinn með höndunum. Bókin er prýdd fjölda af rósastöfum og bókahnútum. Eru rósastafir allstórir í byrj- un hvers kapítula, en aðrir, miklu stærri og prýðilegri, í byrjun hverrar bókar. Við endi hverrar bókar er bókahnútur, sé rúm fyrir hann á síðunni. Rósastafirnir eru mestu snildarverk. Er sagt í gömlum heim- ildum að Guðbrandur biskup hafi skorið suma þeirra út sjálfur. Einkum er þar all- víða stafurinn „Þ“ sem mönnum finst mik- ið til um og talinn er vera eftir Guðbrand. (Mynd af þeim staf er prentuð í síðasta kafla af „Islandica" Halldórs Hermanns- sonar). Líkur eru til, að fleiri rósastafir séu þar eftir hann og einnig sumir bókahnút- arnir, því að hvergi kváðu þeir finnast í öðrum bókum. Myndir eru margar innan um meginmál- ið, og er haft eftir Harboe biskupi, sem ýtarlegast hefir ritað um þetta efni (Kurze Nachr. v. d. Islánd. Bibil-Hist.-Dan. Bib- lioth. Tomus VIII, p. 58), að þær séu 23. Mörg af mótunum af þessum myndum hef- ir biskup fengið frá Hamborg, en sum hefir hann skorið út sjálfur. Verður það sannað tvímælalaust um sumar myndirnar, því að upphafsstafir hans eru á þeim (G. T. [horl]). En hversu margar af myndunum eru hans verk, er nú ekki unt að ákveða með vissu, því að sumar eru ómerktar, sem þó eru miklar líkur til að séu eftir hann. Guðbrands-biblía er merkilegt verk í bókmentum íslands. Hún veitir yfir landið heilu flóði af nýju, þróttmiklu máli og auðgar tunguna af orðum, meira en nokk- ur önnur bók hefir gert. Hún skapar biblíu- málið, sem við njótum að miklu leyti enn, og með því alt málið á guðsorðabókunum um þær aldir, sem síðan eru liðnar, og allir kennimenn fram á okkar daga hafa dregið úr merg og megin. En ekki er hún minna virði fyrir prentlistina. Allar þessar aldir hefir hún ljómað sem fyrirmyndarverk og sýnt bæði okkur sjálfum og öllum heimin- um, hvað hægt var að gera á íslandi á síðari hluta 16. aldar. Og enn hefir ekki verið farið fram úr henni þrátt fyrir allar framfarir prentlistarinnar og stöðugt batn- andi áhöld. Vel getur verið, að hún hafi verið ríkinu - og þó einkum íslandi - dýr, en of dýr hefir hún ekki verið, því að ofborguð verður hún aldrei. Guðbrands-biblía er lang-algengasta bókin, sem nú er til frá 16. öld. Hvert eintak af henni hefir þjóðin verndað með stakri lotningu, sem nálgast tilbeiðslu. Víða var hún hlekkjuð við prédikunarstóla höfuðkirknanna, og mátti engin hafa hönd á henni nema presturinn. Mörg eintök hafa fyrst verið tekin úr kirkjunum á okkar dögum. Lengi hefir prentsmiðjan á Hólum búið að skrúði því, sem var á Guðbrands-biblíu, og enn eru til leifar af því hér í forngripa- safninu, t. d. nr. 444, sem er mótið af myndinni framan við Rómverjabréfið og biskup hefir skorið sjálfur, þótt nú sé fangamark hans brotið af myndinni, — nr. 454, sem er eikarplatan undan titilblaðinu, með gati í miðju fyrir letrið; þessi mynd hefir því verið skorin í málm, og sjást enn þá í plötunni eirnaglar, sem málmplatan hefir verið fest með, — og nr. 475, bóka- hnútur, sem er í öllum biblíunum og mörg- um bókum öðrum, skorinn út í tré. — Rósabókstafirnir hinir minni þekkjast í nær öllum Hólabókum og Skálholtsbókum fram undir lok 18. aldar, en hinir meiri rósastafir held ég séu fágætir annars staðar en í sjálfri biblíunni, því þeir voru of stórir fyrir bækur í venjulegu broti. Næsta biblían, sem prentuð var hér á landi, var Þorláks-biblía, sem prentuð var á Hólum árið 1644 — réttum 60 árum eftir að Guðbrands-biblía var prentuð — og kennd er við Þorlák biskup Skúlason, dótt- urson Guðbrands biskups og næsta eft- irmann hans á biskupsstóli. Þorlákur bisk- up varð, eins og afi hans áður, að fá kon- unglegt leyfi og konunglegan fjárstyrk til að koma út biblíunni, en nú fylgdi því sú kvöð, að hann varð að endurskoða alla þýðingu afa síns og samræma hana við biblíu þá, sem þá var fyrir skömmu komin út í Danmörku og kend var við Kristján konung 4. En Guðbrandur mun hafa þýtt eftir þýðingu Lúters og líklega haft hlið- sjón af latnesku útgáfunni (Vulgata). Þykir Þorlákur biskup fremur hafa skemmt bibl- íuþýðinguna en bætt hana. Biblía þessi líkist svo mjög biblíu Guð- brands, að jafnvel talsvert bókfróðum mönnum verður það stundum á að villast á þeim. Hún er í sama broti (arkarbroti) og allur ytri frágangur mjög svipaður. Prent- unin stendur ekki hinni fyrri mikið að baki, en skrúðið er minna. Hinir miklu upphafsstafir eru þar fágætari, og flestar eða allar myndirnar eru horfnar úr lesmál- inu. Utanmálsgreinarnar eru nú fleiri og þéttari, sums staðar nærri því saman hang- PRENTARINN 4.4.'84 17

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.