Prentarinn - 01.10.1984, Qupperneq 18
þm S5t6(m tserf »at enoat>
a ^iclum t ^tallta ball af Sonc 3oné ©t)nc/
f/aií »j.Saa 3unij,2ífio£)enum.2$£) í3CX3Ciuj
andi alla síðuna ofan í gegn. Ný titilmynd
hefir verið fengin undir prentun þessarar
biblíu, lík hinni fyrri, en þó ekki eins. Er
hún sýnilega af þýzkum uppruna, því að
myndirnar, sem þar eru settar saman, virð-
ast hafa verið algengar í þýzkum guðsorða-
bókum á fyrstu öld Lúterstrúarinnar, og
ýmsar þeirra eru alkunnar úr Hólabókun-
um og Skálholtsbókunum frá 17. öld. Orð-
ið „Biblía" hefir einnig verið skorið út að
nýju þannig, að það væri mátulegt í auða
rúmið innan í myndaumgerðinni. Er það
nokkuð veglegra en á Guðbrands-biblíu og
prentað með rauðu eins og þar. Band er
látið vefja sig um aðalmyndina neðst á
titilsíðunni; hefir þar verið autt rúm í
myndamótinu til að setja letur í, og standa
í bandinu þessi orð með upphafsstöfum:
„Þessi er minn elskulegi sonur, í hverjum
mér vel. ..." Meira hefir ekki komist
fyrir. Sama stendur einnig í titilmynd Guð-
brands-biblíu, en drættirnir eru þar alt aðr-
ir. Líklega eru báðar titilmyndirnar
keyptar frá útlöndum (Þýzkalandi) og hafa
áður verið notaðar. Hafa þá orðin í bönd-
unum verið á öðru máli og þurft minna
rúm en íslenzku orðin.
Þótt Þorláks-biblía standi nokkuð að
baki Guðbrands-biblíu, er hún prýðisfal-
legt verk og Hólaprentsmiðju til hins
mesta sóma. Prentarinn, sem þá var á Hól-
um, hét Halldór Ásmundsson, og hefir
hann sett nafn sitt á síðasta blað biblíunnar
ásamt dagsetningu, þegar verkinu var lok-
ið, 14. júní 1644.
Síðasta biblían, sem prentuð var á Hól-
um, var Steins-biblía. Hún kom út árið
1728, og er kend við Stein biskup Jónsson.
Hún er eins og hinar fyrri biblíur orðin til
fyrir konunglegt leyfi og konunglegar náð-
argjafir. Skyldi leggja til hennar einn ríkis-
dal frá hverri kirkju á landinu, en biskupar
báðir og stiftamtmaður skyldu í samein-
ingu ákveða, við hvaða verði hún skyldi
seljast. Þessi konunglegu leyfisbréf prýða
fremstu síður hennar.
Þessi biblía stendur hinum fyrri langt að
baki að öllum ytra frágangi. Hún er prent-
uð í arkarbroti, eins og þær, en brotið þó
talsvert minna. Titilmyndirnar frá báðum
fyrri biblíunum eru nú notaðar til skiftis
(titilblöðin eru 4), en prentunin á þeim
hefir tekist miklu lakar en áður. Þær eru
gráskjöldóttar og myndirnar koma illa út.
Rósaletrið frá Þorláks-biblíu hefir verið
notað innan í umgerðina, en nú er það
ekki prentað með rauðu, heldur svörtu.
Allar myndir Guðbrands biskups eru nú
horfnar úr lesmálinu og allir hinir miklu
fögru rósastafir, en bókahnútarnir gömlu
eru notaðir enn og hinir minni rósastafir.
Letrið er annað en var á hinum biblíunum.
Það er slitið og allvíða kramið og klest, og
það, sem lakast er, — það er svo óhreint,
að það riðlast í línunum og fellur ekki
saman: — stílarnir orðnir vanskapaðir af
harðnaðri svertu, sem ekki hefir náðst af
þeim. Það lýtir líka áferðina, að innan um
meginmálsletrið eru smáleturslínur mjög
víða. Eru það tilvitnanir í aðra biblíustaði,
sem nefna sama efni, og koma þessar smá-
leturs-línur að nokkru leyti í staðinn fyrir
utanmáls-greinarnar í eldri biblíunum, en
þær eru engar í Steins-biblíu. Hún er öll
sett tvídálkuð; það voru hinar eldri ekki
nema á stöku stöðum. Þrátt fyrir þetta
verður ekki annað sagt en að Steins-biblía
sé fremur sómasamlegt verk að ytra frá-
gangi, þegar aðrar bækur frá fyrri hluta 18.
aldar eru teknar til samanburðar.1'
Þetta var þriðja og síðasta Hóla-biblían,
og meira en 100 ár á eftir var engin biblía
prentuð hér á landi. Munaðarleysingja-
stofnunin í Kaupmannahöfn (Vaisenhúsið)
fékk konunglegt einkaleyfi til að prenta
íslenzkar biblíur. Gaf það út tvær biblíur á
íslenzku, þá fyrri 1747, sem alment er köll-
uð „Vaisenhús-biblían". Er hún í minna
broti en hinar fyrri biblíur, þétt sett í tveim
dálkum og skrautlaus. Hin síðari kom út
1813. Er hún í enn þá minna broti og ver til
fara að öllu leyti. Hún er endurprentun
hinnar fyrri, en sá ljóður er á prentun
hennar, að í fyrirsögn Harmaljóðanna hef-
ir slæðst inn afleit prentvilla, og er hún
endurtekin uppi yfir öllum síðunum. Þar
stendur: „Harmagrútur Jeremíæ". Fékk
biblían nafn sitt af þessu og var alment
köllum „grútar-biblían“. Þótti það eiga
við, því að hún þótti „grútarlega" til fara
að öllu leyti. Þetta er langlakasta biblíu-
útgáfan, sem komið hefir út á íslenzku.
Það var þessi biblía, sem Henderson hinn
enski kom með og útbýtti ókeypis hér á
landi að tilhlutun Brezka biblíufélagsins
árin 1814-15. Henderson var góður gest-
ur, þótt biblían væri léleg.
Næst var prentuð biblía í Viðey árið
1841 og síðan í Reykjavík hjá Einari
heitnum Þórðarsyni árið 1859, mjög snotur
útgáfa í breiðu 4‘° og vel prentuð. Mikið af
þeirri biblíu hafði Sveinbjörn heitinn Egils-
son þýtt úr frummálunum, og er þar ekki
að efa málfegurðina. Næst kom Oxford-
biblían árið 1866, sem Brezka biblíufélagið
kostaði, en Eiríkur sál. Magnússon vann
að þýðingu á. Þá „heiðna-biblían" svo
nefnda, sem prentuð var í Gutenberg árið
1908 og gerð upptœk; þykir hún nú mesti
kjörgripur. Og loks kom ný útgáfa af sömu
biblíunni árið 1912 og vasa-útgáfa (presta-
biblían) árið 1914. Þar við situr, þegar
þetta er skrifað.
Hér er nú farið fljótt yfir sögu, eins og
allir sjá, og væri gaman að rannsaka þetta
efni miklu ýtarlegar, ef tími ynnist til. Auk
þessara biblíu-útgáfna hafa komið út marg-
ar útgáfur af nýja testamentinu sérstak-
lega, hin fyrsta 1540 (Odds Gottskálks-
sonar). Enn fremur hefir komið út fjöldi af
biblíu-útdráttum, biblíu-kjörnum og
biblíu-sögum af ýmsu tagi, og væri langt
mál að telja það alt upp, hvað þá meira.
Biblíurnar eru ætíð góð sýnishorn bóka-
gerðar og prentlistar, því að oftast er frem-
ur til þeirra vandað. Það er því fróðlegt að
bera saman elztu og yngstu biblíuna, sem
prentaðar hafa verið hér á landi, og sjá
hvað ræktarseminni við þessa helgu bók
hefir farið — aftur, að því er ráða má af
ytra frágangi.
Ritað í janúar 1918. G. M.
1) Að vísu er getið eldri þýðinga á Orðskvið-
unum, Sýraksbók og einhverju af Spámanna-
bókunum, en enginn veit, hvort biskup hefir
notað þœr.
1) Nokkrum árum síðar, um 1742—44, komu
þcer bcekur út, sem ég hefi séð verst prentaðar hér
á landi.
18
PRENTARINN 4.4.'84