Prentarinn - 01.10.1984, Qupperneq 19

Prentarinn - 01.10.1984, Qupperneq 19
Á þessu ári eru 400 ár síðan Guð- brandur Þorláksson biskup á Hólum gaf út og lét prenta og binda þá miklu og stóru biblíu sem við hann er kennd. Þetta voru mikil tímamót í sögu ís- lenskrar bókagerðar. Guðbrandur hafði m. a. sjö prentara í þjónustu sinni og hann fékk prentmyndir frá útlöndum og talið er að hann hafi skorið eina mynd og eitthvað af bóka- hnútum sem notaðir voru í biblíuna. Þó íslendingar hafi löngum bundið inn handrit áður en prentlistin kom til sög- unnar, má segja að með tilkomu Guð- brandsbiblíu hafi bókbandið öðlast nýjan sess með því að Guðbrandur fékk hingað erlendan mann til að kenna ný vinnubrögð og stofnaði hann þá fyrstu bókbandsvinnustofuna. Þess vegna telja bókbindarar Jón Arn- grímsson, sem lærði iðnina af Jurin frá Hamborg, fyrsta iðnlærða bókbindar- ann á íslandi. Lithoprentsútgáfan 1956-57 Tímamót verða í sögu íslenskrar bókagerðar þegar Lithoprent gefur út Guðbrandsbiblíu á árunum 1956—57. Lítið er til í prentuðu máli þar sem segir frá þessari útgáfu, utan formáli í biblíunni sjálfri eftir Magnús Má Lár- usson prófessor, sem hafði yfirumsjón með verkinu og grein sem hann ritaði í Bókbindarann 1959. Það var því leitað til nokkurra manna sem störfuðu að þessari útgáfu á sínum tíma. Fyrst var talað við Magnús Vigfús- son, eiganda Offsetmynda s. f., en hann var verkstjóri í Lithoprenti þegar biblían kom út. — Einar Þorgrímsson byrjaði á þessu verki í gamla Lithoprenti á Nönnugötu 16 um 1945. Síðan var haldið áfram að vinna við það á Laugavegi 116. Biblían var svo endan- lega prentuð 1956, þegar fyrirtækið var komið á Lindargötu 48. Á þessu sést að undirbúningurinn tók langan tíma. — Prentunin gekk annars mjög vel, sagði Magnús. Prentvélin „Roland Parva“, sem biblían var prentuð í, er enn notuð í Formprent á Hverfisgötu 78. Við filmuvinnuna unnu m. a. Kristinn Sigurjónsson og Gunnar Pét- ursson, en auk þeirra margar stúlkur og nemar við að redúsera. Kristinn Sigurjónsson offsetljós- myndari vinnur nú í Prentsmiðjunni Odda h. f. — Ljósmyndunin var mikil vinna, sagði Kristinn. Hver blaðsíða var ljós- mynduð útaf fyrir sig. Það var smíðað- ur sérstakur útbúnaður fyrir þetta verk til að geta ljósmyndað eftir bundnu eintaki og var það gert til þess að halda bókinni þétt að glerinu á mynda- vélinni. 2—3 menn unnu samtímis við þetta. Það er rétt að skjóta því hér inn, að það var Einar Þorgrímsson sem mest vann að því fyrr á árum að fá offset- prentun viðurkennda sem löggilta iðn- grein. Það var árið 1943. Kristinn Sig- urjónsson er handhafi fyrsta sveins- bréfsins sem gefið er út í iðninni hér á landi (1947). Porgrímur Einarsson offsetprentari í Leiftri, sonur Einars, vann í Litho- prenti á þessum tíma. Hann er hand- hafi sveinsbréfs nr. 2. — Þetta var geysilegt starf, sagði Þorgrímur, að taka myndirnar og sér- staklega að lagfæra það sem ekki náð- ist með myndavélinni (redúsera). Á sumar myndir varð jafnvel að teikna inná svo stafirnir kæmu vel út. Þor- grímur sagði, að frú Anna, föðursystir sín, sem átti í Lithoprenti á þessum árum hafi sýnt útgáfunni mikinn áhuga. Biblían var svo prentuð í tíð Jakobs Hafstein þegar hann var for- stjóri, en Einar Þorgrímsson dó árið 1950. En hvað með bókbandið? Það var Bókfell h. f. sem sá um bandið undir verkstjórn Aðalsteins Sigurðssonar, sem lést 1969. Guðmundur Pórhallsson, einn af núverandi eigendum og verkstjóri í Bókfelli var spurður hvort þetta hefði ekki verið mikið átak hjá fyrirtækinu á þessum tíma. — Bókfell var vel í stakk búið til þess að taka á móti svona stóru verki. Við höfðum stórt húsnæði og aðstæður voru góðar miðað við önnur bók- bandsverkstæði. Þetta var samt mikið PRENTARINN 4.4.'84 19

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.