Prentarinn - 01.10.1984, Síða 21
Guðbrandsbiblía bundin af
Ársæli Árnasyni.
iIBSPl Jef/■*'<! [jIBB 1
safns, var haft sem fyrirmynd að bók-
bandinu. Var teiknað eftir því bókar-
mynstri og eru bókarspjöld þessarar
útgáfu prýdd því. Bókarskraut á
spjöldum og hornum og tvær bókar-
spennur eru á þessari útgáfu, allt gert í
líkingu við það sem er á eintaki Há-
skólabókasafns.
Biblían er prentuð í Kassagerð
Reykjavíkur h. f. Setningu formála
annaðist Prentsmiðjan Oddi h. f.
Auki h. f. teiknaði bókband og bókar-
skraut. Bókfell h. f. hefur annast bók-
band. Einar Esrason hefur haft um-
sjón með gerð bókarskrauts og annast
gerð þess á bókina.
í útgáfustjórn eru Sigurbjörn Ein-
arsson biskup, sem ritar inngang að
verkinu, séra Eiríkur J. Eiríksson,
Hermann Þorsteinsson framkvæmda-
stjóri Biblíufélagsins, Dr. Jónas Krist-
jánsson og Ólafur Pálmason mag.art.,
sem hafði umsjón með útgáfunni.
Þessi ljósprentun Guðbrandsbiblíu
er gefin út af Lögbergi, bókaforlagi og
gerð í samvinnu við Hið íslenska
biblíufélag, Kirkjuráð og Stofnun
Árna Magnússonar á íslandi.
Sv. Jóh.
Starfsfólk Lithoprents 1956. Fremsta röð frá
vinstri: Gunnar Pétursson, Anna Þorgrímsdóttir,
Herbert Heck, Jakob Hafstein, Magnús Vigfús-
son, Þórir Hallgrímsson. Miðröð frá vinstri: Þórð-
ur Jónsson, Jón Þ. Ólafsson, ValdimarGuðjóns-
son, MagnúsTh. Magnússon, Jónas Benedikts-
son. Aftasta röð frá vinstri: Iver Knutsen, Sig-
ríður Vigfúsdóttir, Elsa Run,
Þorgrímur Einarsson.