Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Blaðsíða 26
26 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 24. apríl 2013
húsnæði í boði
Tvær góðar skrifstofur á besta
horninu í Hafnarfirði (Bæjarhrauni)
Þær leigjast saman eða í sitthvoru
lagi. Skrifstofur með aðgang að mót
tökuritara/símasvörun, hentar vel
einyrkjum sem þurfa að hafa að ila til
að sinna símasvörun, mót töku gagna
og léttum skrifstofu störfum. Áhuga
samir sendið póst á 3skref@3skref.is
eða hringið í síma 849 6800.
húsnæði óskast
Reglusamur einstaklingur óskar
eftir 2 herb. íbúð, helst sem næst
Dalshrauni/Reykjavíkurvegi
(langtímaleiga). Skilvísum greiðsl
um heitið, hægt að útvega með
mæli og bankaábyrgð.
Uppl. í síma 695 2272.
Hjón á fimmtugsaldri reglusöm,
snyrtileg og skilvís vantar
leiguíbúð, 2ja herbergja íbúð eða
stúdíóíbúð í Hafnarfirði sem fyrst.
Hafið samband í síma 849 5327
Roman og Dorota
bílavarahlutir
Drifloka óskast í Hyundai Starex
Handvirk drifloka óskast
í Hyundai Starex árg. 2000.
Uppl. í s. 896 4613
barnagæsla
Auglýsi eftir morgunhressri
„ömmu“ til aðstoðar á heimili með
börnum á öðru og fjórða ári.
Hlutastarf nokkrum sinnum í viku.
Upplýsingar í síma 695 0015.
þjónusta
Kaupi bilaðar gamlar þvottavélar
og þurrkara. Uppl. í s. 772 2049.
Tölvuviðgerðir alla daga, kem á
staðinn, hægstætt verð.
Sími 664 1622 587 7291.
Tölvuaðstoð og viðgerðir
Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun.
Apple* & Windows. Kem í
heimahús. Sími 849 6827
hjalp@gudnason.is
Bílaþrif. Kem og sæki.
Alþrif, þvottur, bón og vélarþvottur.
Úrvals efni. Hagstætt verð.
Uppl. í s. 845 2100.
Búslóðaflutningar, píanóflutningar,
allur almennir flutningar. Extra
stór bíll. Matti s. 692 7078.
smáauglýsingar
aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s
s ím i 5 6 5 3 0 6 6
A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a .
V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . m a x 1 5 0
s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r.
Tapað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT
R e k s t r a r a ð i l a r :
F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r !
www.fjardarposturinn.is
– bæjarblað Hafnfirðinga!
Þjóðlífsmyndir í Bæjarbíói
Í aprílmánuði eru á dagskrá myndirnar
Íslandsmynd SÍS og Stepping Stone
between the Old and the Words.
Sýningar eru þriðjudaga kl. 20 og
laugardaga kl. 16.
Lækjarálfar
Lækjarálfar, Listsýning á vegum List
án landamæra verður í garðinum í
athvarfinu Læk 24. apríl - 3. maí.
Sýning á málverkum verður á sama
tíma í listsköpunarherbergi Lækjar.
Bæjarbúar eru velkomnir að koma og
sjá sýninguna og kynna sér starfsemi
Lækjar um leið.
Hollvinir Hellisgerðis
Aðalfundur Hollvinasamtaka Hellis
gerðis verður haldinn á sumardaginn
fyrsta kl. 14 í Hellisgerði. Venjuleg
aðalfundarstörf. Steinar Björgvinsson
ræktunarstjóri hjá Gróðrarstöðinni Þöll
verður með sýnifræðslu um gróður
setningu á fræjum og fræðir um mis
munandi ræktunaraðferðir.
Að loknum aðalfundi er öllum fundar
gestum boðið á opnun sýningar í
Hafnarborg sem heitir „Hellisgerði
blóma og skemmtigarður“.
Sendið stuttar tilkynningar á
ritstjorn@fjardarposturinn.is
menning & mannlíf
Loftnet - netsjónvarp
Viðgerðir og uppsetning á loftnetum,
diskum, síma- og tölvulögnum,
ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og
heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi!
Loftnetstaekni.is
sími 894 2460
Á síðari hluta kjörtímabilsins
voru málefni upplýsingasam
félagsins og þar með netsins
færð undir innanríkis
ráðuneytið. Þar á bæ
höfum við stýrt stefnu
mótun á þessu sviði.
Að þeirri vinnu hafa
kom ið öll ráðuneyti og
síðast en ekki síst Sam
band íslenskra sveitar
félaga sem sýnt hafa
málaflokknum mikinn
og lifandi áhuga.
Nú er þessi vinna
farin að skila merkjan legum
árangri. Á meðal verkefna sem
ráðist hefur verið í er þróun
rafrænnar auðkenningar, svo
kallaðs Íslyk ils – nafn skír teinis á
netinu sem þróaður
var af Þjóðskrá Íslands
og tekinn form lega í
notkun 12. apríl síðast
liðinn. Einnig hef ur
ver ið unnið að eflingu
rafræns lýð ræðis í
sveitarfélögum og hafa
þegar verið samþykktar
breytingar á sveitar
stjórn arlögum sem
undirbúa jarð veg inn
fyrir raf rænar íbúakosningar og
undir skriftasafnanir á Ísland.is.
Með þessum verkefnum er lagð
ur grunn ur að margvíslegri raf
rænni þjónustu sem getur stuðst
við og nýtt auð kenningar þjónu
stuna Íslykill á Ísland.is.
Staða Íslands í málaflokknum
er sú að almenningur er tilbúinn
til að nýta sér þá opinberu þjón
ustu sem í boði er á netinu, góðir
fjarskiptainnviðir eru fyrir hendi,
almenningur á nauð synleg tæki
og er tengd ur við netið. Það sem
á vantar er að opin berir aðilar
nýti bet ur þau tækifæri sem fel
ast í þessari stöðu. Þau tækifæri
felast í því að koma á aukinni
sjálf virkni og sjálfs af greiðslu á
netinu og auka þannig skilvirkni
opinberrar þjónustu. Þau felast
einnig í vannýttum mögu leik um
sem þessi staða fel ur í sér til að
styrkja lýðræðið, kalla eftir og
taka tillit til skoðana og ábend
inga almennings.
Að öllu þessu hefur verið ötul
lega unnið. Fjöldi funda og ráð
stefna sem innanríkis ráðu neytið
hefur staðið að um opna gagn
sæja stjórnsýslu á netinu, íbúa
kosn ingar og önnur form á beinu
lýðræði, sýnir að netið og lýð ræð
ið hefur verið sett á dag skrá með
afgerandi hætti og að árang urinn
er þegar farinn að koma í ljós.
Höfundur er
innanríkisráðherra.
Netið og lýðræðið
Ögmundur
Jónasson
Hádegistónleikar
Í HAFNARFJARÐARKIRKJU
ÞRIÐJUDAGINN 30. APRÍL KL. 12.15-12.45
Douglas Brotchie
leikur á bæði orgel kirkjunnar.
Efnisskrá:
Cavazzoni: Hymnus „Ave maris stella“
Cima: Due canzoni
Frescobaldi: Toccata septima
Langlais: Ave Maria, Ave maris stella
Lefébure-Wély: Sortie í Es dúr.
Kaffi sopi eftir tónleika.
Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis.
©
1
30
4
H
ön
nu
na
rh
ús
ið
e
hf
.
Haukar í úrslitin
FH missti naumlega af lestinni
Haukar tryggðu sér keppnis
rétt í úrslitum um Íslands meist
ara titilinn í handbolta er þeir
sigruðu ÍR í þriðja leiknum í röð
eftir vont tap í fyrsta leiknum.
FHingar sigruðu hins vegar
stórt í fyrsta leik og töpuðu svo
næstu þremur. Síðasti leikurinn
var æsispennandi og Framarar
skoruðu sigurmarkið tveimur
sekúndum fyrir leiksloka. Hafn
firðingar fá því ekki drauma
leikinn, úrslitaleik milli Hauka
og FH.
Haukar mæta Fram í úrslitum
og verður fyrsti leikurinn að
Ásvöllum mánudaginn 29. apríl
og hefst hann kl. 20
Áhangendur Hauka hafa haft ærna ástæðu til að fagna.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Opið í IKEA
Opið á
sumardaginn fyrsta
kl. 11-22
Sumarvörurnar komnar!