Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Blaðsíða 24
24 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 24. apríl 2013
Gleðilegt sumar kæru bæjarbúar!
Dalshrauni 11 S. 555-2215 Hafnfirska
fréttablaðið
www.fjardarposturinn.is
Reykjavíkurvegi 64 • www.hlif.is
Dalshrauni 24 • www.steinmark.is
Strandgötu 11 • www.vg.is
Lækjargötu 34a • www.stodtaekni.is
www.hraunbuar.is • 565 0900
Útilífsskóli Hraunbúa
Hraunvallaskóli tók um
miðjan apríl í fyrsta sinn þátt í
Íslandsmóti barnaskólasveita í
skólaskák og lenti í 3. sæti með
23 vinninga. Fyrir skólann
kepptu þeir Brynjar Bjarkason,
Helgi Svanberg Jónsson,
Burkni Björnsson og Þorsteinn
Emil Jónsson. Brynjar, Helgi
og Burkni eru allir fæddir árið
2001 en Þorsteinn Emil árið
2004.
Þetta var glæsilegur árangur
hjá strákunum í móti með næst
mestu þátttöku frá upphafi, en
alls tóku 45 lið þátt. Enda
spurðu menn Hvaðan komu
þessir? Verð launin sem þeir
hlutu fyrir utan bronsið var frír
aðgangur á Árna messu sem
fram fór í Stykkishólmi viku
eftir mótið.
Í 3. sæti á Íslandsmóti í skólaskák
Hraunvallaskóli með eina af bestu barnaskólasveitum í skák
Brynjar Bjarkason, Helgi Svanberg Jónsson, Burkni Björnsson og
Þorsteinn Emil Jónsson
Ég hef verið spurður að því af
hverju ég styðji DÖGUN eitt af
þessum nýju framboðum,
ástæðan er sú að ég hef fylgst
með þessu fólki sem nú hefur
safnast saman og myndað þetta
pólitíska afl DÖGUN
sem er í raun ekki nýtt
afl. Þarna hafa samein
ast eldhugar úr ýmsum
áttum sem öll hafa það
eina markmið að gera
Ísland að betri stað að
búa á fyrir okkur sem
höfum farið höllum
fæti undir stjórn
pólitískra afla sem
hugsa mest um innri
burð ar viði en minna um hags
muni okkar sem búum landið.
Ég virði það að þau sem standa
að DÖGUN hafa af mikilli
óeigingirni staðið vaktina eftir
„hrun“ fyrir þá sem minna meiga
sín, þau hafa staðið að mót mæla
fundum, safnað undir skrift um
gegn samþykki á Icesave, barist
gegn kvótakerfinu og birt
greinagerðir og rök gegn því
óréttlæti sem fólk hefur orðið
fyrir af aðgerðum eða aðgerðar
leysi stjórnvalda, þetta er fólkið
sem á málefnalegan hátt hefur
staðið vaktina fyrir okkur sem
viljum búa á Íslandi og halda því
í byggð fyrir afkomendur okkar.
Nú hefur fólkið á bak
við DÖGUN unnið
saman í meira en ár og
sett saman stefnuskrá
sem tekur á þeim mál
efnum sem mér hugn
ast og hefur lausnir að
málum sem varða mína
hags muni og þeirra
sem vilja Íslandi og
Íslend ing um ásættan
lega fram tíð, þetta er
hópur sem hefur bakgrunn og
reynslu til að sitja á þingi og
vinna þjóðinni til heilla, ef þeim
er akkur í því að nýta mína krafta
og að fá nafn ið mitt á framboðs
lista þá er það vel kom ið, ég met
mikils það sem vel er gert og
þegar það er gert af einlægni.
Þegar stórt er spurt er LÝÐ
RÆÐI svarið.
Höfundur er í 8. sæti á lista
Dögunar.
Af hverju DÖGUN?
Ægir
Björgvinsson
Á tónleikum Þrastanna í
Víðistaðakirkju á sunnudaginn
voru landalögin leikin, ein kenn
is lög hinna ýmsu sveita og nutu
tónleikagestir einstakrar leið
sagnar Gísla Einarssonar sem
kom fram í nýrri lopapeysu eftir
hvert lag og voru þau ekki fá.
Þegar Gísli ætlaði að geysast
með kórinn í enn einn afkimann
risu Lionsmenn á fætur og
stöðvuðu allar söngáætlanir.
Birtust þeir með hinn forláta
Gaflara sem sat á trjábúti úr
Hellisgerði en hann er einkenni
Gaflara Hafnarfjarðar sem
Lionsmenn útnefna á hverju ári.
Í tilefni 101 árs sögu kórsins
útnefndu þeir Karlakórinn Þresti
sem Gaflara ársins 2013 og geta
því kórfélagar, hafn firskir sem
aðrir og fæddir í heimahúsi í
Hafnarfirði sem annars staðar
kallað sig Gaflara í heilt ár.
Annars var kirkjan þéttsetin
og hlýddu menn hugfangnir á
lög landans og ekki síst frá
sagnir og góðlátlegt grín Gísla
Einarssonar sem fékk tónleika
gesti oftar en ekki til að detta í
góðlátlegan hlátur.
Gaflari ársins eru Þrestir
Lionsklúbbur Hafnarfjarðar útnefndi Karlakórinn Þresti
Björgúlfur Þorsteinsson, formaður Lionsklúbbs Hafnarfjarðar, Jón Trausti Harðarson, formaður
Þrasta og Gissur Júní Kristjánsson frá Lionsklúbbnum.
Lopaklæddur Gísli með „söng
mönnum í mörgæsabúningum“.
Ein af mörgum lopapeysunum.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Sjö íþróttamenn frá Firði,
íþróttafélagi fatlaðra í Hafnar
firði, urðu Íslandsmeistarar um
helgina á Íslandsmóti Íþrótta
sambands fatlaðra í sundi sem
haldið var í Laugardalslaug um
helg ina.
Að auki setti boð sundssveit
kvenna nýtt Íslandsmet í 4x100
metra fjórsundi. Sveitina skip
uðu þær Kristín Ágústa Jóns
dóttir, Þóra María Fransdóttir,
Aníta Ósk Hrafnsdóttir og
Kolbrún Alda Stefánsdóttir.
Þrír sundmenn frá Firði
undir búa sig nú af kappi fyrir
opna breska sundmeistaramótið
sem fer fram 25.27. apríl í
Sheffield á Englandi. En þang
að fara þau Aníta Ósk Hrafns
dóttir, Kolbrún Alda Stefáns
dóttir og Hjörtur Ingvarsson.
Íslandsmet og sjö
Íslandsmeistarar
Hjörtur Ingvarsson er á leið til Englands að keppa.