Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 24. apríl 2013 Í orðræðu um kvótakerfið hefur útgerðarmönnum oft verið lýst sem sérhagsmunaseggjum og samtök þeirra stundum kennd við mafíu. Ástæðan væntanlega umsvif þeirra í samfélaginu og ítök. Sjálfur tel ég út ­ gerð armenn hvorki betri né verri en aðra menn, en þeir sitja vissu lega á atvinnurétti sem malar gull. Skoð­ um málið aðeins nánar. Landsmenn hljóta að fagna þegar eitthvað gefur af sér í þjóðar­ búið. Ekki veitir nú af. Hinsvegar má spyrja af hverju þessi atvinnuréttur, að fá að veiða fisk, sé einum til úthlutunar en öðrum ekki. Mynd um við sætta okkur við slíkt fyrirkomulag í öðrum út ­ boðum á vegum ríkisins? Fyndist okkur það ekki skrítið ef opin­ berri jarðvegsvinnu væri sjálf­ krafa úthlutað til sömu verktaka ár eftir ár? Fiskimiðin gáfu af sér 40 millj­ arða í hreinan arð 2011 og af þessu fengu útgerðarmenn 38 milljarða en þjóðin tvo. Hlutfallið er 5/95, eiganda auðlindarinnar, þ.e. þjóðinni, í óhag. Útgerðin segir auðlindagjald ekki mega vera hærra. Í Noregi er þetta hlutfall 50/50. Íslenzkir útgerðar­ menn eru hinsvegar ósmeykir að rukka aðra sjómenn um auð­ linda gjald í hlutfallinu 20/80, sjálfum sér í vil. Svo búa þeir til loft bólu­ hagkerfi í samvinnu við bankastofnanir og nota til þess veiði­ réttinn. Er þá ekki gert ráð fyrr úthlutun veiði­ réttarins til eins árs í senn eins og stendur í lögum um stjórn fisk­ veiða heldur slá þeir einfaldlega eign sinni á veiðiréttinn. Sumir halda því fram að ofangreint fyrir komu lag sé svo hag kvæmt að ekki borgi sig að breyta því. En hvern ig er hægt að sann reyna slíkt þegar aðrir kom­ ast aldrei að? Lýðræðisvaktin vill stöðva þetta einokunaraðgengi og stjórn ar skrárverja þjóðareign auð linda sem og nýtingu þeirra. Þannig getum við tryggt að allir sitji við sama borð. Höfundur er læknir og frambjóðandi Lýðræðis­ vaktar innar í SV­jördæmi. Öll við sama borð Lýður Árnason Í janúar 2008 keypti ungt par, Barbara Rut Bergþórsdóttir og Einar Þór Steinarsson góða kjallaraíbúð að Fögrukinn 5. Íbúðin var gerð upp, allt rifið út og íbúðin varð hin glæsilegasta. Hvergi bar á raka eða voru ummerki um raka og unga parið flutti inn. Ekki hægt að ganga þurrum fótum í íbúðinni Sama vetur og endurnýjun íbúðarinnar fór fram var unnið að jarðvegsskiptum og endur­ nýjun á öllum lögnum í Fögru­ kinn og fljótlega eftir að flutt var inn fór að bera á raka­ skemmd um í litlum millivegg inn í miðju húsi. Hann ágerðist svo víðar í íbúðinni og brátt fór svo að ekki var hægt að ganga um þurrum fótum. Íbúðin var orðin óíbúðarhæf og unga parið flutti út. Tryggingarfélag og pípu­ lagningarmenn yfirfóru lagnir sem allar reyndust í lagi. Í byrjun júlí 2011 var grafið upp ofan við húsið og við hliðar þess og vönduð drenlögn lögð en allt kom fyrir ekki. Vatnslind hafði myndast undir húsinu. Starfsmenn bæjarins höfðu verið kallaðir til því neðan­ jarðarvatnsrásir eru þekktar í hverfinu og líkur voru leiddar að því að gatnaframkvæmdirnar hefðu breytt vatnsstraumi svo hann færi beint að húsinu. Í febrúar 2012 er leitað ásjár hjá bæjarstjóra og í mars vísar bæjarlögmaður á Sjóvá, trygg­ ingarfélag bæjarins. Ítrekað er sent á bæjarstjóra og eftir bæjarstjóraskipti berst svar og þau látin setja sig í formleg samskipti við Sjóvá sem þau gera og í október berst úr skurð­ ur frá Sjóvá sem neitar ábyrgð og segir verkið unnið í samræmi við lög og almenn viðmið og bærinn hafi ekki fallist á að jarðvatn sem gæti hafa færst til við framkvæmdina væri meginorsök tjónsins. Í nóvember er fundað með lögfræðingum bæjarins og óskir um úrbætur ítrekaðar og óskað eftir að fá íbúð á vegum bæjarins eða að fá fasteignagjöld felld niður. Ekki var tekið vel í það en fallist á að óháður mats­ maður verði fenginn á kostnað bæjar ins til að meta ástandið. Kraf ist var undir skriftar íbúa til staðfestingar á að matið myndi ekki fela í sér skaðabótaskyldu bæjarins. Vatnsstreymi vegna gatnaframkvæmda Í minnisblaði frá verk­ fræðistofunni Mannviti í lok mars 2013 þar sem kemur m.a. fram að vatn mælist í holum sem grafnar hafa verið innan­ dyra frá 33 til 51 cm frá gólf­ yfirborði. Endurteknar mæl­ ingar sýndu engar breyt ingar. Líklegasta skýringin á breyt­ ingu á vatnsstreymi undir hús­ inu sé sú að við gatna fram­ kvæmdir hafi burðarefni sem hafi verið í götunni verið það þétt að vatn hafi runnið eftir götunni en eftir framkvæmdir renni það óhindrað í gegnum götuna og inn á lóðina. Er sagt að steypa eins og notuð hafi verið í gólfið árið 1952 geti verið allt að 1 ár að þorna! Farið í mál! Eftir að hafa fengið þetta minnisblað frá verkfræði stof­ unni óskuðu ungu hjónin eftir úrlausnum frá Hafnar fjarðar bæ en 10. apríl sl. benti lög mað ur bæjarins þeim á að fara í mál við bæinn. Finnst þeim viðbrögðin sem þau hafa fengið hafa verið harka­ leg, ekkert sé reynt að leið beina þeim og aðstoða, held ur þau hvött út í dýr málaferli. Fordæmi séu fyrir að bærinn hafi tekið þátt í kostnaði vegna leka í húsnæði að Hverfisgötu 28 og því þykir þeim undarlegt að bærinn viðurkenni ekki að tjónið sé komið til vegna gatna­ framkvæmdanna og eðlilegt sé að bærinn taki þátt í kostnaði vegna tjónsins. Unga fólkið býður enn lausna og vonast enn eftir jákvæðu útspili frá bæjaryfirvöldum. Með vatnselg undir húsinu Óíbúðarhæf kjallaraíbúð eftir að gatan var endurnýjuð Íbúðin glæsileg eftir endurgerð – en þá birtist rakinn. Barbara Rut er ósátt við aðkomu bæjaryfirvalda. Í öllum holunum er vatn – 33­51 cm frá yfirborði. Þau keyptu sér kjallaraíbúð í góðu húsi í rótgrónu góðu hverfi. Brunndæla er búin að dæla gríðarlegu magni en vatnið stígur alltaf á ný. Kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta! Nú er vetrarstarfi félagsins að ljúka og því mun hið árlega lokakvöld verða haldið miðvikudaginn 24. apríl. Gestur kvöldsins verður Gunnar Helgason leikari og veiðimaður. Auðvitað verður svo happadrættið á sínum stað. Allir velkomnir og félagar takið endilega með ykkur gesti. Fræðslu og skemmtinefnd Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar www.svh.is • Flatahrauni 29 Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Net tekið um borð við Óseyrarbryggju.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.