Prentarinn - 01.03.1987, Qupperneq 7

Prentarinn - 01.03.1987, Qupperneq 7
bandi skiptir ekki máli þó um hlutastarf sé að ræða, fólki ber að sækja um inn- göngu í félagið. Félagsfundir Á liðnu starfsári voru haldnir fjórir formlegir félagsfundir og voru þeir þokkalega sóttir ef miðað er við fundar- sókn almennt. Hins vegar er ljóst að sé miðað við félagafjölda er mætingin alltof lítil ekki síst í ljósi þess að það sem fjallað er um á þessum fundum snertir hags- muni hvers einasta félagsmanns. Við hljótum því að hvetja félagsmenn til að breyta hugsunarhætti sínum og taka þátt í þeim ákvörðunum sem eru teknar og snerta þá alla. Gerðar voru tilraunir með svokölluð „opið hús“-kvöld og var meðal annars fjallað um kvennaathvarf og virknina í verkalýðshreyfingunni. Pótt þátttaka hafi ekki verið mikil er ástæða til þess að halda þessari starfsemi áfram, ekki síst í Ijósi bættrar aðstöðu í félagsheimilinu. Vinnustaðafundir Haldnir hafa verið nokkrir vinnustaða- fundir á starfsárinu og þá fyrst og fremst fyrir tilstilli og óskir frá viðkomandi vinnustöðum. Það er mat stjórnarinnar að vinnustaðirnir notfæri sér þó alltof lít- ið réttinn til að efna til vinnustaðafunda tvisvar á ári eins og samningar kveða á um. í ljósi þessa mun stjórnin efna til fundarherferðar á vinnustöðum á kom- andi mánuðum. Ætlunin er að heim- sækja landsbyggðina nú í maí og efna síð- an til vinnustaðafunda á höfuðborgar- svæðinu strax að loknum sumarleyfum. Gildi vinnustaðafunda er augljóst, á þeim gefst mönnum betra tækifæri en á félagsfundum til þess að ræða öll mál, en félagsfundir eru frekar einskorðaðir við ákveðin mál auk þess sem þeir eru þyngri í vöfum og því ekki öllum gefið að vilja tala þar. Fræöslustarf í mars 1987 var efnt til námskeiðs fyrir trúnaðarmenn og var það haldið í Ölfus- 3 1. DESEMBER 1986. Skuldir og eigið fé Skýring 1986 1985 Skammtímaskuldir : Lánardrottnar 419 1.195 Skuld við Sjúkrasjóð 1.121.424 2.328.047 Skuld vió Fræðslusjóð 520.427 0 Næsta árs afborganir af langtímalánum . . . 16 1.638.741 1.428.650 Skammtímaskuldir 3.281.011 3.757.892 Langtimalán : 3 Alþýðubankinn 2.447.862 3.555.787 Atvinnuleysistryggingarsjóður 26.667 30.000 Stofnlánadeild landbúnaðarins 23.771 24.133 2.498.300 3.609.920 Næsta árs afborganir af langtimalánum (1.638.741) (1.428.650) Langtímalán 859.559 2.181.270 Skuldir alls 4.140.570 5.939.162 Eigið fé : Höfuðstólsreikningar : Styrktar-og tryggingarsjóður . . . 17 23.246.209 17.477.943 Orlofssjóður . . . 17 9.383.721 8.139.023 . . . 17 (516.853) (858.534) Eigið fé 32.113.077 24.758.432 SKULDIROG EIGIÐ FÉ ALLS .. 36.253.647 30.697.594 PRENTARINN 3.7.'87 7

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.