Prentarinn - 01.03.1987, Blaðsíða 15

Prentarinn - 01.03.1987, Blaðsíða 15
til endurskoðunar. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort slíkt endurmat fæst, en ef ekki hlýtur það að setja sitt mark á kom- andi kjarasamninga. Fráfarandi ríkisstjórn hælir sér fyrir að hafa náð árangri í baráttunni við verð- bólguna. Óneitanlega hefur hún lækkað á undanförnum mánuðum, þó það verði tæplega þakkað ríkisstjórninni, lækkun- in hefur nefnilega verið öll á kostnað verkafólks. Lækkun verðbólgu með þeirri aðferð einni að leggja álögur á verkafólk og rýra kjör þess getur aldrei verið varanleg lausn í baráttunni við verðbólguna, orsakir hennar liggja ann- ars staðar, og verkafólk rís upp gegn ranglætinu fyrr eða síðar. Hér eins og annarsstaðar er það hið efnahagslega jafnrétti í þjóðfélaginu sem getur haldið verðbólgunni í skefjum. Á meðan hinir ríku verða ríkari og ójöfnuður eykst dag frá degi mun ekki verða ráðið við verð- bólguna, hún mun slíta af sér böndin fyrr en varir. Efnahagslegt jafnrétti og sjálf- stæði alls fólks í landinu er grundvallar- forsenda fyrir stöðugleika í efnahags- málum. Öllu skiptir að verkalýðshreyf- ingin geri sér grein fyrir þessu og þori að berjast fyrir þjóðfélagi jafnréttis og sam- stöðu. Eins og mál eru í dag er verkalýðs- hreyfingin því miður ekki fær um að tak- ast á við þennan vanda. Hún beinir sjón- um sínum í allar áttir og heldur að hún eigi vini í forustu allra stjórnmálaflokka, jafnvel þó þeir opinberlega berjist gegn hagsmunum verkafólks. Meðan þessi blinda ræður ríkjum mun verkalýðs- hreyfingin engin lönd vinna, hún mun í besta falli geta hirt molana af borðum atvinnurekenda. Þetta er ömurleg stað- reynd. Verkafólk verður að rísa upp, vinnuþrælkun verður að linna, dag- vinnutekjur verða að nægja til fram- færslu. Verkafólk verður sjálft að takast á við vandann, útilokað er að treysta ör- fáum einstaklingum, í mörgum tilvikum samviskulausum framagosum, fyrir hagsmunum sínum. Verkafólk getur ein- ungis sjálft endurreist styrk samtaka SJÚKRASJÖÐUR BÖKAGERBARMANNA. EFNAHAGSREIKNINGUR 31.12.1986. Skýring 1986 EIGNIR : Veltufjármunir : Alþýóubankinn, sparisjóósbók 370371 ..................... 1.273.376 Inneign hjá FBM ......................................... 1.121.424 Skuldabréfalán til sjóósfélaga ............................ 674.184 Gjaldfallnar og næsta árs afborganir af veróbréfaeign ................................. 7 2.741.247 Veltufjármunir .............. 5.810.231 Fastafjármunir : Langtimakröfur : Alþýóubankinn, verótr. reikn., bundinn ........ 0 Alþýóubankinn, verótr. reikn., bundinn, 20144 3 1.781.868 Skbr. Byggingarsjóós rikisins (nv. 62.206) ... 3 2.135.800 Verótryggó spariskírteini rikissjóós (nv. 10.000) ................................. 3,9 856.553 Handhafaskuldabréf meó lánskjaravisitölu (nv. 550.000) ................................ 3,7 3.626.028 8.400.249 1985 1.814.053 2.328.047 294.899 835.898 5.272.897 2.920.697 1.440.056 2.193.453 647.997 3.310.898 10.513.101 Gjaldfallnar og næsta árs afborganir af veróbréfaeign ......................... 7 (2.741.247) (835.898) Varanlegir rekstrarfjármunir : Fasteignir ....................................12,13,14 11.041.939 1.602.652 Fastafjármunir .. 16 .700 .941 11 .279 .855 EIGNIR ALLS 22. .511. .172 16 .552. .752 EIGIÐ FÉ : Hrein eign 1.1.1986 16. .552. .752 Endurmat fasteigna 1. .457. ,210 Reiknuó gjöld v/verólagsbreytinga .. 1. .449. ,543 Tekjuafgangur ársins 3. .051. ,667 22. .511. ,172 1.6552. ,752 EIGIÐ FÉ ALLS . . . 22. ,511. 172 16. .552. 752 PRENTARINN 3.7.'87 15

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.