Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 5
Ari Jónsson og Þuríður Sigurðardóttir í dúett á 100 ára ajinœli bókagerðarmanna 1997. að spila því það er allt inní tölv- unni og þetta er allt miklu þægi- legra þannig að ég geymi bara trommusettið heima í skúr og hef varla snert það s.l. þrjú, fjögur ár.“ Var Roof Tops fyrsta hljóm- sveitin sem þú varst í? „Roof Tops var fyrsta svona alvöruhljómsveitin mín. Ég byrj- aði austur á fjörðum í hljómsveit sem hét Omar en þar á undan var ég með pabba mínum og við spil- uðum í veislum. Ætli ég hafi ekki verið um fermingu þá. En síðan er það 1968 að Roof Tops verður til.“ Þú ert nú ekki eini prentarinn úr Roof Tops. „Nei, nei, Gunnar Guðjónsson var þarna líka, ég held að hann sé í Grafík núna.“ Þið gerið þama fjögurra laga plötu. „Já, það er rétt og á þeirri plötu er m.a. lagið Söknuður sem varð mjög vinsælt og ég er að syngja enn þann dag í dag og á eflaust eftir að fylgja mér meðan ég er í þessu. Við vorum um tvítugt þeg- ar þetta var og þetta var mjög gaman. Það var mikil samkeppni á þessum tíma. Þá vom helstu hljómsveitirnar Hljómar, Flowers og svo við í Roof Tops. Þegar það voru tónleikar í t.d. Laugardals- höllinni eða Austurbæjarbíói þá var þetta oftast röðin.“ Hvenær hættir svo Roof Tops? „Endanlega hættir Roof Tops í kringum '77 eða '78. Ég hætti að vísu í Roof Tops '73 en það ár var ég í Trúbroti og það var eina árið sem ég var atvinnumaður í tónlistinni, en það varð aldrei nema þetta eina ár vegna þess að þetta var síðasta árið sem Trúbrot starfaði. Trúbrot var þá sextett og það var erfitt að reka svona stóra hljómsveit en eftir það geng ég aftur inní Roof Tops og við ger- um þá stóra plötu en allt í allt gerðum við þessa ljögurra laga plötu og tvær tveggja laga plötur. Onnur þeirra kom eiginlega aldrei almennilega út, þ.e.a.s. hún var þrykkt í plast en aldrei gert neitt kóver á hana svo hún var bara seld í svona hvítu innra umslagi og hún eiginlega datt svona upp fyrir, ef svo má segja; og svo þessa stóru plötu.“ En þú hefur svo gert eitthvað af plötum? „Ég hef sungið inná allar plöt- urnar sem Geirmundur hefur gef- ið út og svo núna síðast gerði ég svona nokkurs konar sóló- plötu með lögum eftir sænsku Víkingana og Kristján Hreins- son gerði texta fyrir mig. Þetta var allt tekið upp hérna heima og allt alíslenskt að öðru leyti en að lögin em sænsk.“ Hvemig finnst þér tónlistin sem er í gangi í dag? „Hún er í heildina svona svolítið litlaus, það er lítið nýtt að gerast. Það er verið að kafa aftur í fortíðina og verið að taka stefnur sem voru í gangi á bítlatímanum. Þetta er svona hringur sem er í gangi og gerist lítið nýtt. Nú gengur þetta allt út á myndbönd og útlit og tónlistin virðist vera stundum að manni finnst aukaatriði og þetta hálfgerð verksmiðjuframleiðsla. Ég er þá aðallega að tala um erlenda artista. Það eru auðvitað innan um söngvarar og spilarar sem eru að gera ágæta hluti en í heildina er þetta ósköp Iitlaust." Hvernig tónlist hlustar þú aðal- lega á? „Ég hlusta nú á alla tónlist og það sem ég er að spila í dag er bara þetta gamla góða rokk og ról og þau lög sem eru vinsælust hverju sinni og það er það sem maður hlustar á. Annars er ég alæta á tónlist og er ekki að binda mig við einhverja ákveðna stefnu." Og þú ætlar væntanlega að halda áfram í músíkinni? „Já, á meðan nóg er að gera og ég hef gaman af þessu þá held ég áfram. Urn leið og maður er far- inn að spila með hangandi haus þá er eins gott að pakka saman. En eins og ég segi, ég hef mjög gaman af þessu og þegar maður gefur sig allan í þetta fær maður allt slfkt margfalt til baka.“ PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.