Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 18
Magnús Einar Sigurðsson Markverð tilraun sænskra bnkagerðarmanna til styrktar samtökunum Hver er staða verkalýðshreyfingarinnar í dag og hvert stefnir? Þessi spurning kemur oftar og oftar upp á borðib vegna þess að aðild að verkalýðsfélögum hefur minnkað og margir vilja meina að styrkur hreyfingar- innar í samningum og til að hafa pólitísk áhrif í samfé- lögunum hafi dalað. Staðreynd er að í fjölmörgum löndum fer félagsfólki í verkalýðsfélögum fækkandi og auðvitað hefur það sín áhrif á styrk hreyfingarinnar gagnvart atvinnurekendum og út á við. í raun má segja að Norðurlöndin séu með algera sérstöðu hvað varðar mikla aðild verkafólks að verkalýðsfélögum, en einnig þar velja fleiri og fleiri að standa fyrir utan. Einstaklingshyggjan ríður húsum hvarvetna, ekki bara í verkalýðsfélögum, sama er upp á teningnum hvað varð- ar þætti í samfélaginu þar sem hingað til hefur verið sjálfgefið að sjónarmið samhjálpar og samvinnu réðu ríkjum. í því sambandi má benda á heilsugæslu og menntunarmál, sem í síauknum mæli verða forréttindi þeirra sem „eiga" aur. Aldurhnignar starfsabferðir Það sem veldur þessu er ugg- laust margþætt og því erfitt að gefa eitt svar þar um, en margir vilja þó meina að starfshættir verkalýðshreyfingarinnar séu ekki í samræmi við þá þróun og breyt- ingar sem átt hafa sér stað í sam- félaginu. Hreyfingin býr enn við það skipulagsform, í stórum drátt- um, sem lagt var til grundvallar í upphafi, fyrir meira en hundrað árum. Þetta skipulagsform er í eðli sínu íhaldssamt og er þrándur í götu fyrir opnu og lýðræðislegu starfi. Það sýnir sig m.a. í því hversu þaulsætnir menn eru í for- ustusveit hreyfingarinnar, eins og t.d. harmsagan frá síðasta þingi ASÍ staðfestir. Breytingum verður að mæta Svo lengi sem hreyfingin ber ekki gæfu til að laga sig að breyttum aðstæðum er hún ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk og allra síst ungt fólk sem hefur haslað sér völl í nýjum og óhefðbundn- um starfsgreinum, starfsgreinum þar sem fólk verður ekki sjálf- krafa félagsfólk í verkalýðsfélagi og atvinnurekandinn stendur oft utan við samtök atvinnurekenda. Hvað varðar okkur bókagerðar- menn er um að ræða starfsgreinar sem að hluta til leysa af hólmi hina hefðbundnu upplýsingamiðl- un. Starfsgreinar sem tengjast þeim fjölmiðlunarmöguleika sem felst í alnetinu og tengdum þátt- um. Nýir möguleikar í prentun, stafræn prentun (digital) gerir jafnframt öðrum hópum kleift að prenta í auknum mæli, prent- smiðjan glatar einokunarstöðu sinni á þessu sviði og bókbandið sem verndað handverk heyrir þegar sögunni til. Hitt er svo ljóst að það unga fólk sem er í þessum störfum og hefur „valið“ að standa utan við verkalýðshreyfinguna lendir fyrr eða síðar í vandræðum, réttindi þess eru nánast engin og atvinnu- rekandinn hefur það bókstaflega í hendi sér hvemig málum er skip- að, staðan verður nánast sú sama og fyrir daga hreyfingarinnar. Lögmál frumskógarins í stað jafnréttis og bræðralags. Betur má ef duga skal Hefur þá hreyfingin gert nóg til að hjálpa þessu fólki, upplýsa það um stöðuna og sýna því fram á að hag þess sé betur borgið í sam- starfi við annað verkafólk í verkalýðsfélagi? Þessu verður að svara neitandi jafnvel þó margt hafi verið gert. Og þarna komum við aftur að skipulagsformi hreyf- ingarinnar og vinnubrögðum, sem 18 ■PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.