Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 6
Kolbrún Bergþórsdóttir blabamaður Eftir fimm ára starf sem kennari var ég búin að fá slíka ótrú á skólakerfinu að ég ákvað að taka mér eitthvað gagnlegra fyrir hendur en að troða staðreyndum inn í hugmyndarík böm og gelda þannig hugsun þeirra. Eg vildi verða blaðamaður á litlu blaði. Mér fannst liggja í augum uppi að því smærra sem blaðið væri því meira frjálsræði hefði ég í störf- um og ég vildi verða frjáls eftir að hafa verið þjónn stirðnaðs menntakerfis. Alþýðublaðið var minnsta dagblað landsins og þar sem ég var vel kunnug ritstjóra þess, Hrafni Jökulssyni, bað ég hann um vinnu. Hann mælti með umsókn minni við formann Al- þýðublaðsins, Jón Baldvin, sem gaf eftirfarandi svar: „Kolbrún kann vitaskuld ekkert í blaða- mennsku en hún er náttúrlega að- dáandi okkar beggja og í flokkn- um svo við ráðum hana.“ Þetta voru fyrstu kynni mín af fyrirgreiðslupólitík krata og reyndar þau einu því á þessum tíma hafði Davíð Oddsson neitað að endurnýja stjórnarsamstarf við kratana svo þeir höfðu ekki sama svigrúm og áður til að hygla vin- um sínum. Eg átti góðan tíma á Alþýðublaðinu þar sem ég var lengi vel eina konan á ritstjórn- inni og vegna kynferðis var ég sá eini af fjórum starfsmönnum sem bar engan titil annan en „blaða- maður“. Með mér unnu „rit- stjóri", „ritstjórnarfulltrúi” og „fréttastjóri“. Ritstjórinn var yfir- maður okkar allra en hinir tveir höfðu einungis stjórn á sjálfum sér. Eg var þama til að hlæja að bröndurunum þeirra, taka hugljúf viðtöl við Jón Baldvin og vera undirborguð. Eg vann semsagt fórnfúst starf. Alþýðublaðið var flokksblað og þingmenn Alþýðuflokksins flettu blaðinu áfjáðir í leit að myndum af sjálfum sér. Leitin bar yfirleitt engan sérstakan árangur enda var blaðið önnum kafið við að veitast að forseta lýðveldisins, biskupi og lögreglustjóra í harðorðum leiðurum og pistlum. Einhverjir þingmenn kvörtuðu hástöfum undan þessu og einnig því að blaðið væri greinilega málgagn Jóns Baldvins og Össurar og að aðrir stjómmálamenn flokksins fengju nánast enga umfjöllun. Þetta var rétt athugað. Ritstjórn- inni fannst Jón og Össur einfald- lega flottir gæjar og við vissum 6 ■ PRENTARINN vel að þetta væri okkar blað en ekki flokksins og fylltum því blaðið af viðtölum við vini okkar. Það tók áhrifamenn í flokknum nokkurn tíma að átta sig á þessum áherslum en þegar þeim varð þetta ljóst ákváðu þeir að leggja blaðið niður. Þá fór ég á Dag sem eftir lát Alþýðublaðsins erfði titil- inn minnsta blað landsins. Skyndilega var ég komin á blað þar sem ætlast var til að ég mætti á fundi klukkan hálfníu á morgn- ana og notaði stimpilklukku. Eg harðneitaði að stimpla mig inn og út og gaf þá skýringu að slíkar stimplanir myndu ræna mig sköp- unargáfunni. A Degi skildi enginn af hverju ég taldi mig þarfnast sköpunargáfu til að starfa sem blaðamaður, en menn nenntu ekki að þræta og ég kom því og fór án afskipta maskínu á veggnum. Mér var hins vegar gert skylt að mæta á fundi tvisvar á dag. Sá fyrri var klukkan átta og á þeim tíma er ég meðvitundarlaus, þótt ég sýnist vaka. Hrafn, vinur minn, hafði reyndar látið mig mæta á morg- unfundi á Alþýðublaðinu en vís- aði mér yfirleitt af þeim vegna geðvonsku minnar sem hann sagði ekki leggjandi á nokkurn mann að vera vitni að. Hinn nýi ritstjóri minn Stefán Jón Hafstein komst fljótlega á sömu skoðun. Ég held að honum hafi verið meinilla við að veita mér þau for- réttindi að losna við morgun- fundi, en þótt það skárri kostur en að hlusta á nöldrið í mér. Ekki löngu síðar kom ég mér undan síðdegisfundum með þeim rökum að ég væri á þessum tíma á kafi í vinnu minni og gæti ekki snúið mér aftur að henni eftir fundi sem rændu mig andagiftinni. Stefán Jón skildi ekki þau rök en hann hafði heldur aldrei unnið á Alþýðublaðinu þar sem starfs- menn litu á sig sem viðkvæmar sálir með nokkum skammt af skáldgáfu sem þeim bæri að koma til skila á prenti. Við sem unnum á Alþýðublaðinu skrifuð- um blaðið eins og við værum önnum kafin við að leysa lífsgát- una. A Degi litu menn á sig sem ósköp venjulega starfsmenn í vinnu sem fólst aðallega í til- hlökkun eftir því að stimpla sig út og hverfa til fábrotins fjöl- skyldulífs. A litlu blaði skiptir meginmáli að manni lyndi við samstarfs- rnenn. Ég hafði ekki verið lengi á

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.