Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 19
lausnin? engan veginn eru í takt við nýja tíma og virka afar fráhrindandi á ungt fólk, sem sér hreyfinguna eins og steinrunnið bákn aftan úr forneskju, sem það hefur enga möguleika til að hafa áhrif á. Tilraun í Svíþjób f Svíþjóð er nú gerð alvarleg tilraun til að breyta mynd fólks af Grafiska Fackförbundet. A síð- asta þingi sambandsins var nafn- inu breytt í Grafiska Fackför- bundet - Mediafacket og var það gert til þess að höfða betur til þeirra sem starfa á „öðru“ plani við upplýsingamiðlun, „it- branschen" eins og Svíar kalla þessar starfsgreinar. Mediafacket er með sérstaka vefsíðu sem heitir www.mum- mel.com og hefur hún vakið verðskuldaða athygli og dregið til sín fólk úr þessum starfsgreinum og nú hefur verið opnað sérstakt húsnæði fyrir Mediafacket sem litið er á sem einskonar „torg“ og verður þar bæði starfsaðstaða, fundaraðstaða og kaffi/krá en fyrst og fremst verður um að ræða rekstur í umhverfi sem höfðar til ungs fólks og er galop- ið fyrir alla þá sem áhuga hafa. Húsnæðið kallast Hubben og er rekið í samstarfi við Blaðamanna- félagið og vonast er til að fá fleiri verkalýðsfélög inn í reksturinn. Síðan þessi tilraun Svía hófst er talað um að ca. þús- und nýir félagsmenn úr „it- branschcn" hafi bæst í hópinn og verður því að telja að þessi til- raun Svía sé af því góða. Opnari samningar Upp á síðkastið hefur verið mikill órói innan „it-branschen“ og mikið verið um uppsagnir. Þetta hefur að sjálfsögðu haft sín áhrif og opnað augu fólks fyrir nauðsyn þess að búa við þau rétt- indi sem verkalýðshreyfingin get- ur boðið upp á í gegnum sína samninga. Grafiska Fackför- bundet hefur gert sérstakan samn- ing við atvinnurekendur, sem sér- staklega er ætlaður til nota í þess- um nýju starfsgreinum. Samning- urinn gengur undir nafninu „Vis- by-avtalet“ og er mun opnari en hefðbundnu samningarnir. Meira í samræmi við nýja tíma og nýjar hugmyndir um aukna möguleika einstaklinga og vinnustaðahópa til að hafa áhrif á lífskjör sín. Skipulagsmálin í brennipunkti Samhliða þessari tilraun Svía til að gera samtök bókagerðar- manna meira í takt við tímann eru samtökin í viðræðum við önnur verkalýðsfélög um samstarf og jafnvel sameiningu. Skipulags- málin virðast vera á dagskrá hjá öllum verkalýðs- félögum í flestum löndum Evrópu. Danskir bókagerðar- menn hafa þegar gert stórtækar breytingar hjá sér og margt bendir til að Svíar taki af- drifaríkar ákvarðanir um breyt- ingar hjá sér á næsta þingi sam- bandsins árið 2003, þó enn sé of snemmt að sjá í hverju þær verða fólgnar. Hitt er þó næsta ljóst að það eitt að sameinast öðrum fé- lögum er ekki nóg, vissulega get- ur það styrkt efnahagslega stöðu samtakanna til skamms tíma litið, en meira þarf til ef tryggja á til- vist verkalýðshreyfingarinnar til framtíðar. Breyttir starfshættir er það sem til þarf. Opna verður hreyfinguna og gera hana lýðræðislegri, tryggja verður möguleika hvers einasta félagsmanns til að segja meiningu sína og að hafa áhrif. Hver og einn vinnustaður verður að fá aukna möguleika til að hafa áhrif á sínum stað og til að gera það mögulegt er m.a. áður nefnt „Visby-avtal“ verkfæri til aukinna áhrifa hvers og eins félagsmanns á lífskjör sín. Til að þetta megi takast er mikilvægt að efla sam- stöðuna á hverjum vinnustað og stofna vinnustaðafélög þar sem þess er kostur. Hlutur verkalýðs- félagsins í þessu uppbyggingar- starfi eru reglubundnar heimsókn- ir forystumanna á vinnustaðina - ekki til að predika, heldur fyrst og fremst til að hlusta á félagana og taka mið af sjónarmiðum þeirra í heildarstarfinu. Des. 2000 PRENTARINN ■ 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.