Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 22
Starfsmannafélag Prentsmiðjunn-
ar Odda og Sveinabókbandsins er
komið til ára sinna en er þó alltaf
ungt í anda. Félagsmenn eru á
bilinu 250 til 270, þ.e.a.s næstum
allir starfsmennirnir eru í félaginu
en aðild er frjáls.
Starfsemi félagsins er með
hefðbundnu sniði frá ári til árs.
Farið er í sumarútilegu um
Jónsmessuleytið og undanfarin
tvö ár fórum við í Miðdalinn.
Þátttakan er alltaf ókeypis og
mjög góð í þessum útilegum.
Fjölskyldufólkið flykkist á stað-
inn og nýtur þess að borða grillað
lambakjöt og skemmta sér fram á
kvöld með vinnufélögunum. En
það eru ekki allir sem slá upp
tjaldi, bara þeir allra hörðustu.
Arshátíðin er alltaf haldin í
október. En þar sem hópurinn er
orðinn svo stór eigum við alltaf í
meiri og meiri erfiðleikum með
að finna hentugt húsnæði undir
skemmtunina. Þetta sannaðist svo
um munar nú á haustdögum þeg-
ar við fjölmenntum á Seltjarnar-
nesið. Metþátttaka var og lá við
að húsnæðið myndi springa utan
af okkur! Haft var á orði að fólk
þyrfti að skiptast á olnbogarými
við að skera steikina st'na, svo
þröngt var við borðin. En þröngt
mega sáttir sitja og allt það. Boð-
ið var upp á skemmtiatriði frá
Eyjafirði. Dúettinn Hundur í
óskilum skemmti gestum eins og
honum er einum lagið og hljóm-
sveitin Skítamórall spilaði fyrir
dansi.
Síðan 1993, þegar prentsmiðjan
varð 50 ára, hefur forstjórinn veitt
starfsaldursviðurkenningar og
varð engin breyting á því nú. Það
er alltaf stór hópur fólks sem tek-
ur við viðurkenningum ár hvert
og sumir eru jafnvel búnir að fá
viðurkenningu tvisvar, enda er
starfsaldur manna í prentsmiðj-
unni yfirleitt mjög langur og segir
það sitt um andann á Höfðabakk-
anum. Næsta ár er svo stefnan að
halda árshátíðina í útlöndum.
Ekki er enn búið að ákveða hvert
skal halda og eru ýmsar hug-
myndir á lofti, allt frá Færeyjum
til Búdapest. Síðast fórum við út
1996 og var þá farið til Glasgow.
Jólaballið okkar er líklega fjöl-
mennasta uppákoman sem starfs-
mannafélagið stendur fyrir ár
hvert. Þá er öllum boðið með
börnin sín að koma og dansa í
kringum jólatré við undirleik
Stekkjarstaurs og bræðra. Síðustu
ár höfum við notið gestrisni
IOGT á Ártúnsholtinu en það
22 ■ PRENTARINN
Stekkjarstaur og bróðir
hans skemmtu á jólaballi
Odda.