Prentarinn - 01.12.2000, Side 17

Prentarinn - 01.12.2000, Side 17
Þann 8. desember sl. urðu þau merku tímamót að heitu vatni var hleypt á í Miðdal, réttum 48 árum eftir að prentarar keyptu landið. Hér á eftir verður rakinn í stuttu máli aðdragandi þessa merka at- burðar. 1942 festi HÍP kaup á jörðinni Miðdal í Laugarvatnshreppi og á næstu árum voru þar byggðir fyrstu 14 bústaðirnir. Nýbygging- ar lágu síðan niðri næstu árin en rétt fyrir 1960 bættust við nokkur hús og fyrsta orlofshúsið er reist í Miðdal 1962. Um 1970 var neðra hverfið fullbyggt eins og við þekkjum það í dag og 1974 er efra hverfið skipulagt. Félag bókagerðarmanna eignast Miðdal 1980 við stofnun félagsins. Fljót- lega er hafist handa við að fjölga orlofshúsum og næstu tvo áratugi eru miklar framkvæmdir í Mið- dal, gerð tjaldstæði og byggð 4 ný orlofshús ásamt tjaldmiðstöð. I dag er félagið nreð 6 orlofshús í Miðdal ásamt einu glæsilegasta tjaldstæði í eigu verkalýðsfélags, svo og tjaldmiðstöð. Þá hefur fé- lagið átt þátt í að leggja glæsileg- an golfvöll á túnunum í Miðdal. Alltaf hafa með reglulegu millibili orðið miklar umræður um það hvers vegna ekki væri hitaveita í Miðdal og hvaða möguleikar væru á þvf að fá hita- veitu. Stjórnir félagsins á hverjum tíma hafa skoðað þennan mögu- leika en alltaf strandað á því hve kostnaður væri mikill og ekki talið ráðlegt að binda félagið á klafa of mikilla fjárskuldbindinga. En á árinu 1987 voru tveir möguleikar kannaðir mjög vel. Annars vegar að virkja Ljósárnar og hvort hægt væri að fá nægilegt rafmagn til einkanota. Aætlaður kostnaður var þá 2,4 milljónir miðað við 250 kw virkjun, en segja má að náttúruvemdarsjónar- mið haft komið í veg fyrir þá ráðagerð, menn vildu ekki setja Ljósárnar í rör og í dag held ég að allir séu sammála um að Ljósárnar séu ein mesta prýði Miðdals og komið hefur til tals að setja þær á náttúruminjaskrá. Sama ár var haft samband við Orkustofnun með fyrirspurn um jarðhitalíkur í Miðdal. Var það reyndar í annað sinn. Svar við þeirri fyrirspurn var að mjög litlar Sljórn Hitaveitu Laugan’atns. F.v. Theodór Vilnutndarson, Kjartan Lárusson og Guðmundur Rafliar Valtýsson. f HITAVEITAIMIDDAL líkur væru á jarðhita í landi Mið- dals vegna legu jarðhita í sprungukerfinu Laugarvatn - Haukadalur, en talið væri reyn- andi að bora á Hjálmstarengjum eða niðri við Laugarvatn. Þá var kostnaður við eina 500 metra bor- holu áætlaður 3,5 milljónir, án nokkurrar fullvissu um að það skilaði árangri. Ef hægt væri að reikna með jarðhita við Miðdal væri hann á mjög miklu dýpi og sprungustefna væri neikvæð og mikilla rannsókna þyrfti við, sem allar kostuðu peninga. Stjórn FBM taldi á þessum tíma of marga óvissuþætti i' borun eftir heitu vatni og ófyrirséð um kostnað sem gæti auðveldlega farið úr böndum. Þessari hug- mynd var því hafnað. 1988 var félaginu boðið að fá hitaveitu frá Efri-Reykjum að Miðdal. Áætlaður stofnkostnaður var kr. 28.100.000. Þessi kostur var mjög vel athugaður af þáver- andi stjórn FBM sem samþykkti að ef meirihluti sumarhúsaeig- enda í Miðdal tæki þátt í kostnaði ásamt FBM myndi félagið taka hitaveitu að Miðdal. Vorið 1989 hélt stjórn FBM fund með bústaðaeigendum í Miðdal þar sem fram fór at- kvæðagreiðsla og var ákveðið að ef meirihluti segði já yrði ráðist í hitaveitu frá Efri-Reykjum. Á þennan fund mættu 26 bústaða- eigendur eða um 50% félags- manna í Miðdalsfélaginu. Já sögðu 9, nei sögðu 10 og 7 greiddu ekki atkvæði. Eftir þessa niðurstöðu var hitaveitu frá Reykjum hafnað. Á síðustu 10 árum hafa alltaf reglulega komið upp miklar um- Vaskir verkamenn sem lögðu hitaveitulögnina að Miðdal. Aftari röðf.v. Guðmundur Birkisson, Sölvi Arnarsson, Óli Ingi Ólason, Axel Sigurðsson, Guðmundur Böðvarsson verktaki, Kristján Rúnarsson og Benjamin Halldórsson. Fremri röðf.v. Oskar Atli Rúnarsson og Bjarni Daníel Daníelsson staðarhaldari í Miðdal. ræður innan félagsins um spurn- inguna: Af hverju eru ekki hita- veita og heitir pottar á orlofs- svæðinu? Stjórn félagsins hefur legið undir miklu ámæli frá fé- lagsmönnum um hálfgerðan aum- ingjaskap og linkind í að vera ekki með heita potta í orlofshús- unum og hefur undirritaður ekki farið varhluta af þeirri gagnrýni. Frá árinu 1994 hefur stjórn FBM ítrekað haft samband við hitaveitu Laugarvatnshrepps unr möguleika á því að fá hitaveitu og fyrir rúm- um tveim árum stóð okkur til boða að leggja veituna á eigin kostnað en því var hafnað. 1 fram- haldi af því gerði stjórn hitaveit- unnar könnun um það meðal sumarhúsaeigenda í hreppnum hve margir væru til í að taka hita- veitu. Eftir þá könnun var talið að grundvöllur væri fyrir því að leggja heitavatnslögn inn dalinn. Nú er komið heitt vatn í Mið- dal (íbúðarhús) og fær félagið það fyrir kr. 150.000 og á næsta ári í orlofshús fyrir 7x150.000 kr. Einnig þarf forhitara og viðbótar- kostnaður verður þar um 100.000 kr. og árgjald vegna notkunar er kr. 50.000 á hús. Nauðsynlegt er vegna öryggisþátta að húsin séu með rafmagni og lokuðu hita- kerfi. Þvr sjáum við að það hefur borgað sig að bíða og óánægju- og gagnrýnisraddir sem hafa oft á tíðum verið háværar og óvægnar ættu nú að reikna dæmið til enda, því segja má að sá kostur er okk- ur bauðst 1987 upp á 28 milljónir hefði örugglega orðið okkur of- viða. Með hitaveitu í Miðdal ætti raf- magnskostnaður að Iækka en dýrt hefur verið að kynda húsin með rafmagni. Einnig ættu að rætast óskir margra félagsmanna um að orlofshúsin verði með heitum pottum en vonir standa til þess að heitt vatn verði lagt að orlofshús- um fyrir sumarið. Hitaveitan gerði einnig könnun meðal sumarhúsaeigenda í Mið- dal og samkvæmt henni eru það 16 sumarhús sem hafa óskað eftir tengingu við hitaveitu, fyrir utan orlofshúsin sem eru sjö. En alls eru 73 einkabústaðir í orlofslandi félagsins í Miðdal. Sœmundur Arnason PRENTARI NN ■ 17

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.