Prentarinn - 01.10.2001, Síða 5
væru. „Rifbein," svaraði undirrit-
aður vongóður. „Ekki ijölgar stig-
um KR-inga við þetta,“ sagði
Skúli. „Þetta eru nefnilega kjálka-
bein.“
Við komum í sennilega elstu
steyptu steinkirkju í heiminum, en
bráðum eru 100 ár síðan hún var
vígð. Þar eru minjar um Eggert
Olafsson sem ólst upp á Ingjalds-
hóli þar sem kirkja hefur verið frá
árinu 1200. Það var Eggert sem
„ofan i bráðan Breiðaljörð í
brúðarörmum sökk“. Ekið var
framhjá Loranstöðinni á Gufu-
skálum sem er næst hæsta bygg-
ing í Evrópu, 412 metrar að hæð
og hún kemur hvergi við jörðu,
heldur stendur á glerkúlu. Nú eru
þarna æfingabúðir og skóli slysa-
varnafélaga. Ekið var framhjá
fornum fiskibyrgjum, mjög sér-
stökum, sem sumir segja að gætu
hafa verið bústaðir papa, en um
írskt fólk eru þarna mörg örnefni.
A Snæfellsnesi er mikið um
Purk þetta og Purk hitt. Purkey,
Purkhólar. Astæða þessarar nafn-
giffar er sú að þegar Jón Arason
var veginn 1550 og lúterskur sið-
ur komst á mátti ekki nefna svín
og þá fundu hinir snjöllu Snæfell-
ingar uppá því að breyta orðinu
svín í enska orðið „pork“ og síðan
breyttu þeir því með sunnlenskum
framburði í purk. Þannig eru
komin nöfnin Purkhólar, Purkeyj-
ar o.fl.
Þegar Dagverðará blasti við
sagði Skúli okkur frá Þórði á
Dagverðará, sem var annálaður
kvennamaður, veiðikló, ævintýra-
maður og náttúruunnandi. Fór um
konumar við ítarlegar og
skemmtilegar lýsingar Skúla á
kostum náttúrubarnsins. A Lauga-
brekku fæddist Guðríður Þor-
bjarnardóttir, sem fæddi fyrsta
hvíta bamið í Ameríku og gekk
alla leið til Rómar. Þarna er kom-
ið minnismerki um þetta og
skammt frá er Þinghamar en þar
var Axlar-Björn dæmdur og líflát-
inn. Axlar-Bjöm var fyrstur til að
taka gjald fyrir gistingu. Fyrst
rændi hann öllu fémætu af lúnum
ferðamönnum, þegar þeir voru
fallnir i svefn og síðan drap hann
þá og faldi í landareigninni. Upp
komst um ódæði hans og þá var
talið að hann hefði verið búinn að
myrða 18 manns, en hann játaði
Bókagerðarmenn hlusta hugfangnir á erindi um Axlar-Björn. Frá hœgri: Baldvin Ársœlsson, Ingimundur
Jónsson, Asbjörn Pétursson. Snœfellsjökull í baksýn.
víst aldrei nema 9 morð. Hann
var lokaður inni þar til þing hæf-
ist, en vegna illvirkja hans tók
Drottinn af honum sólarsýnina.
Þegar hann kom undir bert loft í
Formaðurinn með hálfdrætting á
lofti við Sjóminjagarðinn. Aðrir
reyndu ekki.
glaða-sólskini, sagði hann þessi
fleygu orð: „Nú eru sólarlitlir
dagar, piltar." Hann var síðan
dæmdur til að klípast, bein hans
brotin og hann síðan líflátinn.
Þegar þeir vom að brjóta hendur
hans var holt undir og þá sagði
hann: „Sjaldan brotna bein á
huldu.“ Þeir afgreiddu hann svo
og til öryggis var hann brytjaður í
3 hluta og þeir síðan hver í sínu
lagi til að tryggja að partarnir
skriðu ekki saman og hann gengi
aftur.
Komið var við í Hólahólum,
ekið framhjá Dritvík, Djúpalóns-
sandi, Malarrifi, Lóndröngum og
Svalþúfu, en tveir síðastnefndu
staðirnir eru ákaflega heillandi og
vert að skoða nánar í næstu ferð.
Það var á Þúfubjargi við Svalþúfu
sem Kolbeinn sat á klettasnös og
kvaðst á við þann í neðra og mán-
inn óð í skýjum. Þeir reyndu lengi
nætur að kveða hvor annan í kút-
inn. Að lokum kom Kolbeinn
með fyrripart. Hann rak flugbeitt-
an hníf íyrir framan glyrnumar á
kölska svo eggina bar við tunglið
og sagði:
Horfðu í þessa egg, egg
undir þetta tungl, tungl.
Kölska varð orðfall því hann
fann ekkert rím á móti tungl og
segir: „Þetta er ekki kveðskapur,
Kolbeinn.“ Þá botnaði Kolbeinn:
Eg steypi þér þá með legg, legg
lið sem hrærir ungl, ungl.
Ungl er sama og úln eða úlnlið-
ur. Kölski beið ekki boðanna og
steypti sér í eina brimölduna og
hefur ekki sést þar síðan.
Við rétt litum við á Hellnum
þar sem margir hafa komið sér
fyrir til að njóta návistar við
orkustöðina Snæfellsjökull, m.a.
Guðlaugur og Guðrún Bergmann
sem áður gerðu garðinn frægan í
versluninni Karnabæ. Þau hafa
byggt þarna glæsilega aðstöðu
sem margir njóta góðs af. Síðan
var ekið að Amarstapa og þar var
boðið upp á girnilegt hlaðborð í
veitingahúsinu Snæfelli, sem
minnti margar konurnar á ís-
lenska fermingarveislu, þar sem
ekkert var til sparað og borð
svignuðu undir ríkulegum
PRENTARINN ■ 5
brauðtertum og hnallþórum, lík-
um þeim sem sáust í kvikmynd-
inni „Undir jökli,“ en surnir segja
að hnaliþórurnar séu einmitt upp-
runnar þar.
Snæfellsjökull blasti við mest-
an hluta dagsins í allri sinni dýrð,
stundum hulinn skýjaslæðum,
sem gerðu hann enn tilkomu-
meiri. „Þar sem jökulinn ber við
himinn, hættir jörðin að vera til
og fegurðin ríkir ein ofar öllu
öðm,“ sagði skáldið. Brjóst jök-
ulsins og geirvörtur telja margir
heilaga sýn um móður jörð og
ijallkonuna og frá þeim stafi ólýs-
anlegur kraftur og orka, sem auki
mönnum vit og þor og geri þá að
betri mönnum.
Við höfum oft haft góða leið-
sögumenn en Skúli slær þeim
flestum við, sannkallaður lands-
liðsmaður ferðaþjónustunnar.
Svona dýrðardagar eru hreinn
bónus í lífi manna á efri ámm,
þarna hitta menn kunningja, sam-
starfsfólk og samferðarfólk í
þessu jarðlífi og geta deilt reynslu
og fróðleik um gönguna miklu
sem við öll verðum að þreyja til
að eilífðin stöðvist ekki.
Nú var komið að leiðarlokum á
þessum fagra Drottins degi. Leið-
sögumennirnir Sæmundur og
Skúli skildu við okkar við veginn
yfir Fróðárheiði og síðan var ekið
beina leið til Reykjavíkur og
komið til borgarinnar við sundin
blá og eyjarnar sjö kl. 20,30.
Ánægjulegri og fróðlegri ferð var
lokið. Við þökkum Félagi bóka-
gerðarmanna með Sæmund for-
mann í broddi fylkingar og að-
stoðarmönnum hans kærlega fyrir
okkur.