Prentarinn - 01.10.2001, Page 23
fíill McDaniel, Sólveig Hjaltadóttir og Benedikta Jónsdóttir.
• Samskipti munu ekki einungis
verða á einn veg, heldur gagn-
virk.
• I stað þess að um takmörkuð
landlæg tilboð sé að ræða
munu sýnileg alþjóðleg tilboð
koma. I stað þess að sölumenn
banki á dyr viðskiptavinarins
verður rafrænn viðskiptamáti
mun meira notaður.
• Síðast en ekki síst ber að nefna
að stefna fyrirtækja verður
ekki einungis bundin við nán-
asta nágrenni eða landið, held-
ur alla jörðina.
Erwin vitnaði í Benny Landa,
stofnanda Indigo, og sagði: „Ev-
erything that can become digital,
WILL become digital... and
printing is NO exception".
Hann vitnaði einnig í Charles
Darwin þegar hann sagði „It's
NOT the strongest species that
survive, nor the most intelligent,
but the ones most responsive to
change." Geta fyrirtækis til að
„lifa af ‘ er ekki fólgin í styrk eða
greind, heldur aðlögunarhæfni.
Prentun og rafræn
viðskipti
Síðust á mælendaskrá var Elisa-
betch Bitsch-Christensen hjá CAP
Ventures Inc.
Fyrirlestur hennar bar yfir-
skriftina „Printing and the e-
business".
Sá samskiptaaðili ífamtíðarinn-
ar sem nær mestum árangri er sá
sem ræður gögnunum.
Askorunin felst í að breyta
gögnum í myndrænt form. Hvern-
ig og af hverju þetta er gert var
umtjöllunarefni fyrirlestursins.
Elisabeth benti á eftirfarandi
staðreyndir í „rafræna“ heimin-
um:
• Áætlað er að árið 2005 muni
netnotendur verða orðnir 766
milljónir. Þar af 170 milljónir í
Vestur-Evrópu. Árið 1999
voru 1,5 milljarðar vefsíðna,
meira en 1,9 milljónir vefsíðna
bætast við á degi hverjum.
Árið 2005 er áætlað að fjöldi
vefsíðna fari yfir 12 milljarða.
• Árið 2005 er áætlað að fjöldi
netnotenda innan íyrirtækja
fari í 219 milljónir.
• Einungis 51,3% af netnotend-
um eru enskumælandi.
Rafræni heimurinn líður fyrir
skort á peningum, tíma og at-
hygli.
Leiðir til að bæta það felast í
að einblína á eitt atriði í einu:
• Peningaskort má bæta með
verðlagningu.
• Tímaskort má bæta með raf-
rænum viðskiptum.
• Skort á athygli má bæta með
persónugerðum prentunum.
Elisabeth fór svo í gegnum þær
miklu breytingar sem verða á því
að senda reikninga rafrænt miðað
við í pappírsformi og rafræn sam-
skipti. Einnig talaði hún um hinar
nýju gagnvirku heimasíður (por-
tal) sem munu að einhverju leyti
taka við af prentgögnum sem
samskiptamáti.
Þarfir notenda varðandi skjöl
eru síbreytilegar. Þeir vilja t.d. liti
eftir þörfum, sveigjanleika, fær-
anleika, betra aðgengi, meiri
gæði, lægri kostnað og öryggi.
Notendur geta drukknað í upplýs-
ingum um leið og þeir eru sveltir
að þekkingu.
Markaðsferli -
„The European Way"
Stefna EU stjórnarinnar felst í því
að gögnum sem safnað er með
einn tilgang í huga (t.d. kredit-
kortaviðskipti) má ekki kaupa eða
selja til annarra nota (t.d. mark-
aðsherferðir).
Fyrirtæki skulu greina frá öllu
sem þau gera við upplýsingarnar
og gefa möguleika á að sleppa við
að veita þær. Þau verða að veita
aðgang að gagnaskrám og verða
að veita leyfi til að leiðrétta vill-
ur.
Stjórnin bannar fyrirtækjum að
flytja persónulegar upplýsingar til
annarra landa sem hafa ekki við-
unandi (eða svipaða) persónu-
vernd, eins og t.d. Bandaríkjanna.
Hvert er vandamálið?
í lok ársins 2000 var áætlað að
fyrirtæki myndu hafa 2-20 vef-
svæði með 18000-20000 síðum
hvert. Og hví skyldi okkur ekki
vera sama? Því skortur á efnis-
stýringu veldur ruglingi og
óánægju viðskiptavinarins.
Efnisstýring er vel skilgreint
ferli og tæki, sem styður sam-
vinnu og aðgerðir þeirra sem
leggja til gögn, hannað til þess að
stýra upplýsingum á netinu varð-
andi framleiðslu og dreifingu, til
skilgreinds markhóps, í gegnum
mismunandi miðla og netkerfi.
Varpaði Elisabeth fram spurn-
ingunni um hvort væri betra að
fjárfesta í hugbúnaði eða vélbún-
aði. Væri betra að fjárfesta í hug-
búnaði sem veitir möguleika á að
nýta betur vélbúnaðinn eða væri
betra að fjárfesta beint í vélbún-
aði?
Elisabeth lagði áherslu á að
horfa til framtíðar með skýrri og
öruggri viðskiptastefnu, skil-
greindum möguleikum, skipu-
lagðri samvinnu, rannsóknum og
markmiðum fyrir viðskiptavini og
markaði. Einnig þarf að hafa í
huga að hver viðskiptavinur er
einstakur, og vera þarf viðbúinn
tískustraumum í tækni-, við-
skipta- og markaðsmálum og
keppnisblöndnu andrúmslofti.
„Do what you do best... Use
partners for the rest“.
Að ráðstefnunni lokinni var
einni af hefðum Xplor viðhaldið
með því að gefa gestum og tyrir-
lesurum tækifæri á að hittast, fá
sér hressingu og ræða sín á milli
það sem fram fór á ráðstefnunni.
Næsta ráðstefna Xplor á íslandi
verður 30. nóvember 2001.
200:
Næsta ráðstefna Xplor
á íslandi verður haldin í
veislu/ráðstefnusal Þróttar
Laugardal 30. nóvember nk.
Fyrírlesari er Gilles Biscos
frá Interquest USA sem
hefur 20 ára reynslu af
gagnavinnslu og stafrænni
útgáfu (digital publishing).
Dagskráin hefst kl 15.00
og lýkur kl. 19.00 með
kvöldverði og léttum veigum
Nánari upplýsingar gefur stjórn Xplor á íslandi.
PRENTARINN ■ 23