Verktækni - 01.09.1995, Side 3

Verktækni - 01.09.1995, Side 3
VERKTÆKNI FRA STAÐLARAÐI gerir STRÍ? Hvað Mikilvægi staðla er ótvírætt í daglegu starfi verkfræðinga og tæknifræðinga. í notkun þeirra felst bæði hagræðing vegna samræmingar og ákveðin „neyt- endavernd". Þá er ekki vafi á því að staðlar verða æ mikilvægari fyrir okkur Islendinga vegna alþjóðlegra viðskiptasamninga sem við höfum gerst aðilar að. Því hefur VERKTÆKNI farið þess á leit við Staðlaráð Islands að það verði með fasta pistla í blaðinu. Markmiðið er að kynna starfsemi ráðsins og það sem efst er á baugi hverju sinni. VERKTÆKNI kann Staðlaráði bestu þakkir fyrir jákvæðar undirtektir. Staðlaráð íslands (STRÍ) er vettvangur hagsmunaaðila til að vinna að stöðlun og beitingu staðla á Islandi, það starfar á grundvelli laga um stöðlun. Ráðið var stofnað í núverandi mynd í apríl 1993 en frá 1987 starfaði forveri STRÍ á vegum stjómar Iðntæknistofnunar Islands. STRI hefur sjálfstæðan fjárhag. Tekjur þess eru meðal annars framlög og greiðslur hagsmunaaðila fyrir stöðlunarstörf sem þeir óska eftir, tekjur af sölu staðla og annarri þjónustu, árleg aðildargjöld og framlag á fjárlögum. Aðild að Staðlaráði geta þeir átt sem áhuga hafa á og telja sig eiga hagsmuna að gæta af starfi þess. Um þessar mundir eru aðildar- félagar STRI um tuttugu talsins. Stjóm STRÍ er skipuð fimm mönnum sem em kosnir úr hópi fulltrúa á aðalfundi annað hvert ár. Formaður Staðlaráðs er Páll Valdimarsson verkfræðingur. STRÍ hefur aðsetur á Iðntæknistofnun á Keldnaholti og starfsmenn em níu. Helstu verkefni Staðlaráðs em eftirfarandi: • Að hafa umsjón með staðlagerð á íslandi. • Að aðhæfa og staðfesta þá staðla sem skylt er vegna aðildar STRÍ að erlendum staðlastofnunum. • Að greiða fyrir því að íslensk- um stöðlum verði beitt í opinberri stjómsýslu og hjá einkaaðilum. • Að starfrækja miðstöð stöðlunarstarfs hérlendis þar sem þjónusta er veitt stofnunum, fyrirtækjum, einstaklingum og samtökum sem vilja nýta sér staðla í starfi sínu. STRÍ er fulltrúi íslands í alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO, evrópsku staðlasam- tökunum CEN og CENELEC og þátttakandi í stöðlunarsam- starfi INSTA. Með aðild að CEN og CENELEC er STRÍ skuldbundið til þess að gera evrópska staðla að íslenskum stöðlum. Mikið af daglegu starfi STRÍ snýst um Evrópustaðlana. Þá þarf að skrá í gagnasafn og auglýsa til umsagnar á fram- varpsstigi svo mönnum gefist kostur á að gera við þá athuga- semdir. Þegar frumvörpin era orðin að stöðlum era þau stað- fest hér á landi og fá forskeytið ÍST. Tilkynningar um framvörp og staðla birtast í Staðlatíðindum sem STRÍ gefur út u.þ.b. tíu sinnum á ári. Einnig er gefin út skrá árlega yfir alla gildandi staðla á Islandi. Á vegum Staðlaráðs starfa þrjú fagráð: Byggingastaðlaráð, BSTR. Fagráð í upplýsingatækni, FUT. Rafstaðlaráð, RST. Hlutverk fagráðs er að samræma og hafa framkvæði að stöðlunarstarfi á sínu sviði. Á vegum STRÍ starfa einnig þrjár fagstjómir: Fagstjóm um gæðamál. • Fagstjóm í véltækni. • Fagstjón í flutningatækni. Hlutverk fagstjóma er að vinna að því að stofna fagráð á- viðkomandi sviði og hafa umsjón með vinnu á fagsviðinu. í næsta tölublaði er ráðgert að fjalla nánar um stöðlunarstarf evrópsku staðlastofnananna og hvernig íslenskir hagsmunaaðilar geta tekið þátt í því. 3 HNOTSKÓGUR

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.