Verktækni - 01.09.1995, Side 4
VERKTÆKNI
FYRIRTÆKJAKYNNING
Markaðssetning hugbúnaðar
innan lands og utan
Hugbúnaður hf.
Hugbúnaður hf., var stofnað í júní
1984. Markmiðið var að hanna,
framleiða, þjónusta og selja
hugbúnað. 1 upphafi var fyrirtækið
með margvísleg verkefni fyrir
IBM System 370 og System 36
tölvur, DEC PDP, Vax tölvur og
einkatölvur (PC). Fyrirtækið
einskorðaði sig við innlendan
vettvang, en hóf fljótlega að
kynna sér erlendan markað til að
flytja út þekkingu sína.
Fyrsta varan sem Hugbúnaður
hf., náði að markaðssetja erlendis
að einhverju marki er samskipta-
hugbúnaðurinn HBX-PAD, sem
fór í sölu í nóvember 1990. Um
2000 kerfi hafa verið seld og er
þessi hugbúnaður nú í notkun hjá
smáum sem stórum fyrirtækjum
um allan heim. I dag selur
Hugbúnaður hf. auk HBX-PAD,
verslunarkerfið HB-GPoS og
viðverukerfið Hver er Hvar? undir
nafninu HB-LogBook á erlendum
mörkuðum.
Fyrirtækið var stofnað af sex
tölvusérfræðingum og hefur vaxið
verulega. I dag starfa 24 starfs-
menn hjá Hugbúnaði hf., með
víðtæka sérþekkingu. Til viðbótar
við eigin framleiðslu, þá er
Hugbúnaður hf., innflytjandi á
hugbúnaði frá þekktum
hugbúnaðarframleiðendum, svo
sem Autodesk, Software
Publishing Corp., Delrina Corp.,
Corel System Corp. og fleirum.
Sýningin AutoCAD EXPO
Reykjavík ‘95
Hugbúnaður hf. ásamt
Autodesk og þeim aðilum sem
viðurkenndir eru af Autodesk sem
AutoCAD söluaðilar, stóðu að
stórri AutoCAD sýningu á
Scandic Hótel Loftleiðum 31.
ágúst og 1. september 1995.
AutoCAD EXPO ‘95 var sýningin
kölluð og var hún með sama sniði
og nafni og þekktrar sýningar í
Skandinavíu.
Markmiðið með AutoCAD
EXPO var að færa núverandi og
verðandi AutoCAD notendum,
góða og vandaða sýningu, með
möguleikum á kennslu og kynna
jafnframt öflug stoðkerfi fyrir sem
fiest fagsvið. Það er mat okkar að
vel hafi tekist til og mættu 310
gestir á AutoCAD EXPO.
Kynningar voru haldnar af
tveimur íslenskum fyrirtækjum og
sex erlendum:
• Tölvuvæðing í Keflavík, sem í
samvinnu við Hitaveitu Suður-
nesja er að þróa öflugt viðhalds-
og eignaskráningarkerfi fyrir
orkuver. Kerfið frá þeim
nefnist DMM og byggir á KKS
kóðunarstaðli, sem er alþjóð-
legur staðall fyrir orkuver.
• Samsýn umboðs- og þjónustu
aðili ESRI landupplýsingar-
kerfanna á Islandi, kynnti kerfin
ArcCAD og ArcView, sem gera
AutoCAD notendum kleift að
vinna með ARC/INFO og
AutoCAD gögn samtímis.
Þessi kerfi eru í notkun í mörg-
um sveitarfélögum landsins og
er Reykjavíkurborg þar á
meðal.
• Genius sem er leiðandi á heims-
markaðnum á sviði véla- og
vélhlutahönnunar, kynnti nýj-
ustu útgáfu sína. Mörg íslensk
fyrirtæki nota kerfin frá Genius.
• Cadett sem framleiðir rafmagns-
hönnunarkerfið ELSA í sam-
vinnu við MG-Data GmbH í
Þýskalandi, kynnti þetta öfluga
kerfi í fyrsta sinn hérlendis.
Kerfið fékk mjög góðar mót-
tökur og eru þekkt fyrirtæki á
rafmagnssviðinu búin að festa
kaup á því.
• IDOK sérhæfir sig í hönnun og
utanumhaldi gagna fyrir hvers
kyns verksmiðjur. Kerfin frá
þeim eru sjálfstæðar einingar og
því bjóða þeir bæði stórar og
smáar lausnir. Kerfin til notkun-
ar við hönnun lagna hafa þegar
vakið mikla athygli hér.
• Cadpoint, sem er orðið vel
þekkt hérlendis, er einn stærsti
framleiðandi stoðkerfa fyrir
byggingariðnaðinn í Evrópu.
Kerfin frá þeim spanna allt frá
arkitektahönnun til veghönnunar.
• GTX framleiðir ein öflugustu
kerfi sem í boði eru til vinnslu
með skannaðar teikningar, bæði
á rasta- og vektorformi.
• Autodesk kynnti þrívíddarkerfin
AutoCAD Designer, AutoSurf
og það allra nýjasta Mechanical
Desktop. Þetta kerfi er hannað í
samvinnu við stærstu og öflug-
ustu samstarfsaðila þeirra á
vélasviðinu (t.d. Genius). Auto-
desk útvegar þeim mjög öflugt
þrívítt kerfi sem þeir geta síðan
byggt á.
Verum lögleg
Á AutoCAD EXPO talaði fulltrúi
Autodesk einnig um notkun
ólöglegs hugbúnaðar og þau
vandamál sem fylgja slíkri
notkun. Hann kynnti lítilega
samtök hugbúnaðarframleiðenda:
Buisness Software Alliance
(BSA) og hlutverk þeirra sem er
að uppræta notkun ólöglegs
hugbúnaðar í heiminum. Hann
tilkynnti einnig að Autodesk vildi
koma til móts við ólöglega
notendur á íslandi með tveggja
mánaða tilboði á AutoCAD og
3Dstudio frá 1. september til 31.
október 1995.
Hugbúnaði hf., var falið
tilboðið undir nafninu VERUM
LÖGLEG - ÞAÐ VITA EKKI
ALLIR HVORT ÞEIR ERU
LÖGLEGIR. Með þessum orðum
er átt við það að ólöglegur
hugbúnaður berst oft inn í
fyrirtæki, án vitundar yfirmanna.
Þekkt dæmi um þetta er fyrir-
tæki sem kaupir eina útgáfu af
hugbúnaði til notkunar hjá sér,
þessi hugbúnaður verður vinsæll
meðal starfsmanna og allt í einu
eru margir þeirra famir að nota
hann samtímis. Þetta er alveg jafn
ólöglegt og þegar starfsmaður
mætir einn daginn til vinnu með
hugbúnað sem hann fékk
“lánaðan” hjá félaga sínum.
Viðtökur kynningarinnar hafa
verið mjög jákvæðar og farið
langt fram úr okkar björtustu
vonum. Fjölmargir hafa haft
samband við okkur til að ræða
málin og mörg fyrirtæki hafa
þegar komið sínum málum á
hreint, gagnvart okkar birgjum.
Ottar Hallsteinsson
Hugbúnaði hf.
Breytt starfsemi Iðnþróunarsjóðs
Áhersla lögð á veitingu áhættulána
Á fyrri hluta þessa árs var hlut-
verki Iðnþróunarsjóðs breytt með
setningu nýrra laga um hann.
Leggur sjóðurinn nú mesta
áherslu á áhættulánastarfsemi.
Með þátttöku Iðnþróunarsjóðs í
áhættufjármagni hefur bæst við
nýr kostur á þennan markað sem
hvorki er bundinn einstökum
atvinnugreinum eða lands-
svæðum eins og flestir þeirra
sjóða sem nú starfa á markað-
inum. Af þessu tilefni fékk
Utflutningsnefnd VFI Þorvarð
Alfonsson, framkvæmdastjóra
Iðnþróunarsjóðs, á fund til sín til
að greina frá hinu nýja hlutverki
sjóðsins og hvernig hann getur
nýst verkfræðingum til dæmis í
verkefnaútflutningi.
I mars 1995 varð Iðnþróunar-
sjóður alfarið eign íslenska
ríkisins með eigið fé að upphæð
2.300 milljónir króna. Var þá
lokið endurgreiðslum stofnfram-
laga hinna Norðurlandanna, sem
þau lögðu fram samkvæmt
samningi landanna frá árinu
1970, þegar Island gerðist aðili
að EFTA. Með breytingu á
lögum sjóðsins, sem nauðsyn bar
til á þessum tímamótum, var
ákveðið að breyta um áherslur í
starfseminni og skipa sjóðnum
nýja stjórn. Hlutverk Iðnþró-
unarsjóðs nú er að stuðla að
uppbyggingu alhliða samkeppnis-
hæfs atvinnulífs, einkum með því
að taka þátt í fjármögnun verk-
efna, sem fela í sér nýmæli í
íslensku atvinnulífi. Tekur
sjóðurinn þátt í verkefnum í
öllum atvinnugreinum.
Áherslusvið í starfsemi sjóðsins
eru einkum eftirfarandi:
* Þátttaka í fjármögnun verkefna
á sviði vöruþróunar og
nýsköpunar í samstarfi við
fyrirtæki, einstaklinga og
stofnanir.
* Þátttaka í fjármögnun verkefna
sem miða að útflutningi á
íslenskri tækniþekkingu,
aukinni alþjóðavæðingu og
fjárfestingum íslenskra
fyrirtækja erlendis.
* Stuðningur við verkefni, sem
hafa að markmiði að örva
fjárfestingar erlendra aðila á
íslandi.
Þátttaka Iðnþróunarsjóðs er í
formi lána, en hlutafjárþátttaka
kemur einnig til greina. Lánin
geta að jafnaði ekki numið
hærri upphæð en 50% af heild-
arkostnaði. Ekki er krafist
hefðbundinna veðtrygginga og
tryggingar fyrir endurgreiðslu,
ekki aðrar en hugmyndirnar
sjálfar og þær viðskiptaáætlanir
sem liggja þeim að baki.
Iðnþróunarsjóður veitir ekki
beina styrki til einstakra fyrir-
tækja eða einstaklinga en lil
greina kemur að hann taki þátt í
vel skilgreindum samstarfs-
verkefnum í samræmi við
hlutverk sjóðsins.
Almenn skilyrði fyrir
fjárstuðningi Iðnþróunarsjóðs
er að verkefni uppfylli eitt eða
fleiri eftirtalinna atriða:
* Verkefnið feli í sér nýmæli í
íslensku atvinnulífi, s.s. nýja
vöru, framleiðsluaðferð eða
þjónustu, endurbætur á vöru
eða þjónustu eða yfirfærslu á
tækni milli landa eða
atvinnugreina.
* Verkefnið stuðli að nýmæli í
útflutningi vöru eða þjónustu,
minni innflutningi eða auknum
umsvifum íslenskra fyrirtækja í
alþjóðaviðskiptum.
* Verkefnið stuðli að aukinni
hagræðingu í atvinnulífinu, til
dæmis með markvissu samstarfi
eða samruna fyrirtækja.
Á þeim stutta tíma, sem sjóður-
inn hefur starfað samkvæmt
breyttum lögum, hefur verið
unnið að stefnumótun. Til
ráðuneytis í þeim efnum hefur
stjórn sjóðsins kvatt til sérstaka
ráðgjafanefnd, þar sem sæti eiga
fulltrúar atvinnurekenda, laun-
þega, iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytis og starfsmanna sjóðs-
ins. Þá hefur verið gerður sér-
stakur samstarfssamningur við
Iðntæknistofnun um ráðgjafa-
þjónustu og sérstök verkefni
varðandi vöruþróun og nýsköpun.
Þá situr fulltrúi sjóðsins í
Verkefnisstjórn Fjárfestingaskrif-
stofu Iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytisins og Utflutningsráðs.
Sjóðnum hefur borist fjöldi um-
sókna frá fyrirtækjum, einstakl-
ingum og stofnunum.
Ráðstöfunarfé til verkefna á sviði
vöruþróunar og nýsköpunar er
230 milljónir króna til 1. maí árið
1996. Ráðstafað hefur verið 55
milljónum króna til margvíslegra
verkefna á sviði vöruþróunar og
nýsköpunar, til stofnunar
fyrirtækja í eign íslenskra aðila
erlendis og til átaksverkefna til að
örva áhuga erlendra fyrirtæka til
fjárfestinga á Islandi.
Nokkrar umsóknir hafa borist
frá verkfræðingum sem stefna að
því að efla útflutning á tækni-
þekkingu og hafa sumar þeirra
fengið jákvæðar undirtektir. Því
ber að fanga.
Frá Utflutningsnefnd VFÍ.
Andrés Svanbjörnsson
formaður
4