Verktækni - 01.09.1995, Qupperneq 8

Verktækni - 01.09.1995, Qupperneq 8
VERKTÆKNI VERKTÆKNI Utgefandi: Tæknifræðingafélag Islands Verkfræðingafélag Islands Stéttarfélag verkfræðinga Ritstj. og ábm.: Sigrún S. Hafstein Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. VERKTÆKNI kemur út hálfsmánaðarlega í í 2200 eintökum og er dreift án endurgjalds til allra félagsmanna TFÍ, VFÍ og SV. \ G B Ó K I N Jarðskjálfti á Suðvesturhorninu? Fyrsti samlokufundur vetrarins verður haldinn fimmtudaginn 5. október nk. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur mun fjalla um líkur á og hugsanleg áhrif stórs jarðskjálfta á Suðvesturhorni landsins. Félagar VFÍ ogTFÍ fjölmennið á fundinn sem hefst kl. 12:00. Kynningarnefnd. Skoðunarferð í flutninga- miðstöð Eimskips í Sundahöfn Föstudaginn 13. október býður Eimskipafélag íslands tæknifræðingum og verkfræðingum í skoðunarferð. í fylgd starfsmanna Eimskips verður keyrt um athafnasvæði fyrirtækisins og verður m.a. skoðuð ný þjónustumiðstöð frystivöru: Sundafrost. Að lokinni kynningunni verður gestum boðið upp á hressingu. Rúta fer frá Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 16:45. Þátttakendur athugi að ekki er leyfilegt að keyra um athafnasvæðið á eigin bílum. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til skrifstofu félagsins fyrir I I. október í síma: 568851 1/5688503. Símbréf: 5689703 Stjórn TFÍ Áminning til VFÍ félaga Þeir félagar sem ekki hafa skilað inn æviskrá ásamt mynd í nýjaVerkfræðingatalið eru vinsamlega áminntir um að gera strax skil. Æviskrár sendist til: Þjóðsaga hf. Dvergshöfða 27 I 12 Reykjavík Með félagskveðju, Ritnefnd Verkfræðingatals Síldarkvöld Árlegt síldarkvöld Tæknifræðingafélags Islands verður föstudaginn 10. nóvember n.k. á Hótel Loftleiðum Stjórn TFÍ Ritrýning greina í Arbók f r Frá útgáfunefndVFI ogTFI Athygli er vakin á því að nú stendur þeini til boða er senda inn greinar í Árbók VFÍ og TFÍ að láta ritrýna greinamar. Sett hefur verið á stofn ritnefnd sem mun annast ritrýninguna. Nefndina skipa prófessoramir Jónas Elíasson (talsmaður), Björn Kristinsson og Þorbjörn Karlsson. I reglum ritnefndar segir: • Grein sem birta á skal lesin yfir af tveimur sérfróðum ritrýnend- um sem ritnefnd hefur samþykkt. • Ritstjóri sendir ritrýnendum greinar til yfirlesturs og þeir senda ritstjóra athugasemdir sínar. • Athugasemdimar eru sendar höfundum í bréfi þar seni kemur fram eitt af þrennu, þ.e. greininni er hafnað, beðið um lagfæringu, eða greinin samþykkt. • Greinum er hafnað ef báðir ritrýnendur mæla nteð því. • Beðið er unt lagfæringu ef báðir ritrýnendur mæla með því. Ef annar mælir rneð höfnun kemur til greina að leita til þriðja ritrýnanda. • Greinar sem eru samþykktar og birtast í blaðinu skulu merkjast með stöfunum RG - [ártalj - [raðnúmer]. Höfundi tilkynnist bréflega að grein hans muni birtast í Árbókinni. Þeir sem hafa hug á að nýta sér þennan möguleika og vilja korna inn grein í Árbókina fyrir 94/95 verða að skila inn greinum sem allra fyrst. Atvinnuauglýsingar VERKTÆKNI býður fyrirtækjum, atvinnu- miðlunum og félagsmönnum SV, VFÍ og TFÍ að birta atvinnuauglýsingar í blaðinu án endurgjalds. Þetta er mikilvæg þjónusta við félagsmenn og hvetjum við fyrrgreinda aðila til að nota þennan vettvang. Jafnframt mun Verktækni fiytja fréttir af manna- ráðningum, námslokum, skipulagsbreytingum og nýjum fyrirtækjum. Þeir sem vilja koma slíkum upplýsingum á framfæri geta sent þær til blaðsins. Utanáskriftin er: VERKTÆKNI, Engjateigi 9, 105 Reykjavík. Símbréf: 568 9703 og tölvupóstur: sv.@centrum.is. Einnig má hafa samband við ritstjóra í sírna: 568 8510 og fá nánari upplýsingar. Óskað eftir verkfræðingi á raforkusviði. Ráðgjafafyrirtæki á raforkusviði leitar eftir verkfræðingi með menntun á því sviði og með minnst þriggja ára starfsreynslu. Æskilegt er að viðkomandi hafi hlotið menntun/framhaldsmenntun í Englandi og/- eða Þýskalandi og geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Jónas G. Jónasson hjá Stéttarfélagi verkfræðinga í síma: 568 9986 eða tölvupósti: sv@centrum.is. Brautskráning fráTækniskólanum I maímánuði s.l. voru brautskráðir frá Tækniskóla íslands 48 nemendur. Útskrifaðir voru níu byggingatæknifræðingar með B.S. próf, fimm byggingaiðnfræðingar, níu iðnaðartæknifræðingar með B.S. próf og sjö iðnrekstrar- fræðingar. Fimmtán nentendur luku raungreinadeildarprófi sem er fjögurra anna nám og veitir rétt til náms á háskólastigi. Einn lauk prófi í rafiðnfræði og tveir nemendur luku fyrsta ári af þremur í rafmagnstæknifræði sem þeir ljúka síðar í Danmörku. Þær breytingar hafa orðið á námsframboði í Tækniskólanum að nú er í fyrsta sinn boðið upp á nám í vél- og orkutæknifræði til B.S. prófs. Einnig er það nýmæli að í B.S. námi í byggingatækni- fræði geta nemendur valið umhverfissvið, þar sem áhersla er m.a. lögð á neysluvatn, fráveitu- vatn, umhverfisfræði og Við brautskráninguna afhenti Páll Jónsson, formaður Tækni- fræðingafélags íslands, Tækni- skólanum peningagjöf og veitti viðurkenningar fyrir tvö loka- verkefni. Annars vegar hlaut Leó Sigurðsson byggingatæknifræð- ingur viðurkenningu fyrir verkefni sitt um framkvæmd jarðgangna undir Hvalfjörð og hins vegar hlutu jteir Egill Egilsson, Hörður Einarsson og Sigurður Magnússon iðnaðartæknifræðingar viðurkenningu fyrir lokaverkefni sitt um vélvæðingu við vinnslu ígulkera. Nýúlskrífaðir iðnaðaríœknifrœðingar. Efri röð frá vinslri: Steingrímur Steingrímsson deildarstjóri rekstrardeildar, Sigurður Magnússon, IvarAtlason, Halldór V. Magnússon, Þröstur Sigurðsson, Ágúst Ágústsson, Hörður Einarsson. Fremri röðfrá vinstri: Hjörleifur Gunnarsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Egill Egilsson. Nýútskrifaðir byggingatceknifrceðingar. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Hjálmarsson deildarstjórí byggingadeildar, Jóhann Kr. Hjálmarsson, Magnús Hjartarson, Torft Gunnarsson, Trausti Hafsteinsson, Magnús Guðjónsson. Neðri röð frá vinstri: Aron Bjamason, Leó Sigurðsson, Þór Sigurþórsson, Guðni Þór Gunnarsson. 8

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.