Verktækni - 01.04.2004, Page 3
Aðalfundur RVFI
Aðalfundur RVFÍ verður haldinn 19. maí
næstkomandi kl. 18 íVerkfræðingahúsi.
Dagskrá verður nánar auglýst síðar. Fé-
lagsmönnum verður boðið upp á hefð-
bundnar veitingar.
Tölvupóstföng
Félagsmenn eru hvattir til að senda
upplýsingar um tölvupóstföng sín til
skrifstofa félaganna vfi@vfi.is, tfi@tfi.is
Þeir sem það vilja eru settir á póstlista
og minntir sérstaklega á viðburði á veg-
um félaganna.
Heimasíður SV, TFÍ og VFÍ
Tæknifræðingafélag Islands: www.tfi.is
Stéttarfélag verkfræðinga: www.sv.is
Verkfræðingafélag íslands: www.vfi.is
Samlokufundir
Samlokufundir eru að jafnaði haldnir
fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl.
12:00 íVerkfræðingahúsi, Engjateigi 9.
Félagsmenn fá samlokur og drykki án
endurgjalds en utanfélagsmenn geta
keypt veitingarnar á sanngjörnu verði.
Samlokufundirnir eru auglýstir á heima-
síðumVFÍ ogTFÍ.
Skilafrestur
Stefnt er að því að næsta tölublaðVerk-
tækni komi út um mánaðamótin
maí/júní. Þeir sem vilja koma efni í blað-
ið og/eða skilaboðum til ritstjóra eru
beðnir um að senda tölvupóst á
sigrun@vfi.is eða sigrun@tfi.is.
LEIÐARIN N
Meiri menntun?
í fréttum Ríkisútvarpsins var nýverið sagt
frá því að fjöldi háskólanema hefur rúm-
lega þrefaldast á tveimur áratugum. - Þeir
voru fjögur þúsund fyrir tuttugu árum en
eru nú um fjórtán þúsund. Þá kom einnig
fram að mörg dæmi em um að nýútskrifað
fólk með háskólagráðu fái ekki vinnu við
sitt hæfi. Þróun nemendafjölda er mis-
munandi milli fræðigreina en mest hefur
aukningin orðið í viðskiptafræðinámi. Fyrir
átta árum vom 658 nemar í viðskiptafræði-
námi en árið 2002 vom þeir 2534.
Samkvæmt upplýsingum á vefVinnu-
málastofnunar vom að meðaltali 5097
atvinnulausir í febrúarmánuði síðastliðn-
um, þar af 509 sem lokið höfðu námi í há-
skóla eða sérskóla á háskólastigi.
Athyglisvert er að fara aftur í tímann og
skoða atvinnuleysisþróunina í þessum
hópi. í febrúar 2003 vom 484 án atvinnu,
298 í febrúar 2002 og 160 í febrúar 2001.
Samkvæmt þessu hefur atvinnuleysi
háskólamenntaðra farið stigvaxandi.
Atvinnuleysi meðal verkfræðinga og
tæknifræðinga hefur verið meira und-
anfarin ár en oft áður. Samkvæmt upp-
lýsingum á vefVinnumálastofnunar
vom 19 verkfræðingar og 15 tæknifræð-
ingar án atvinnu í febrúarmánuði síð-
astliðnum. Vert er að minnast þess að
fyrir nokkmm ámm var atvinnuleysi
nánast ekkert hjá þeim sem lokið höfðu
námi í verkfræði eða tæknifræði.
í þessu sambandi er áhugavert að rifja
upp til fróðleiks ályktun Samtaka iðnað-
arins frá því í mars síðastliðnum en þar
segir: „Tilfinnanlegur skortur er á vel
menntuðu fólki á sviði iðn-, verk-, tækni-
og raungreina. Gera verður átak til að
bæta hér úr." Fyrir leikmenn, ekki síst þá
sem em án atvinnu, er erfitt að skilja
hver staðan raunvemlega er. Vonandi
endurspeglar ályktun SI raunvemleikann
en ekki garnla klisju. Ef sú er raunin skil-
ur maður ekki af hverju fyrirtækin í land-
inu em ekki búin að ráða þetta vel
menntaða fólk í vinnu.
Sigrún S. Hafstein, ritstjóri.
VerkTækni golfmótið í
Vestmannaeyjum 2004!
VerkTækni golfmótið verður haldið íVestmanneyjum hjá Golfklúbbi Vestmanneyja.
Mótið fer fram þann 14. ágúst næstkomandi og verður mökum og öðmm áhugasöm-
um félagsmönnum boðið að fara í skoðunarferð um eyjuna á meðan á móti stendur.
Um kvöldið verður boðið upp á fordrykk og glæsilegan kvöld-
verð þar sem verðlaunaafhending fer fram. Nefndin vinn-
ur nú að því að útvega styrktaraðila að ferðinni og er
stefnan að bjóða upp á skemmtilega ferð á sann-
gjömu verði. Nánar upplýsingar um dagskrá
og ferða-og gistimöguleika verða í júní-
blaðiVerktækni.
Golfnefnd VFÍ:
Guðmundur Pálmi Kristinsson - gudmpalmi@reykjavik.is
Þorkell Ágústsson - thorkell@rnf.is
Árni Sæmundsson - arnsae@rarik.is
VERKTÆKNI
Engjateigi 9 • 105 Reykjavík
Simi: 568 8510 • Simbréf: 568 9703 •
Tölvupóstur: sigrun@vfi.is ■ sigrun@tfi.is
Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Tæknifræðingafélagi íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein.
Blaðnefnd: Sveinbjörg Sveinsdóttir (SV), formaður, Árni Þór Árnason (TFÍ) og Ólafur Pétur Pálsson (VFÍ), auk ritstjóra.
Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda.
Prentvinnsla: Gutenberg • Mynd af Perlunni á forsiðu: Rafn Sigurbjörnsson • Aðstoð við útgáfu: Hænir sf. Sími: 55 88 100 • Fax: 55 88 128 utgafa@haenir.is