Verktækni - 01.04.2004, Blaðsíða 11
Verktækni 4.tbi 2004
Þegar árfarvegurinn var styrktur vetur-
inn 2003 var þess gætt að þær aðgerðir
nýttust sem fyrsti áfangi strandvarna ef sá
kostur væri talinn fýsilegur. Teiknuð var
ný veglína sem nýtir núverandi brú en er
samt eins fjarri sjónum og kostur er.
Skilgreind var varnarlína fyrir þá veglínu
en varnarlínan er sú lína þar sem byggðar
verða strandvarnir í framtíðinni ef sá kost-
ur verður valinn. Á meðfylgjandi teikn-
ingu er sýnd veglína eins og hún var
fram til 1992, núverandi vegur, endanleg
veglína fyrir núverandi brú og varnarlína
fyrir þá veglínu. Veturinn 2003 var
byggður varnargarður yfir lægð í landinu
á 240 m löngum kafla í varnarlínunni
austan Jökulsár. Grjótið í aðgerðirnar
sem unnar voru árið 2003 var tekið úr
grjótnáminu við Breiðárlón og var þar um
að ræða samtals 60.000 m3 af lausu grjóti
og síuefni.
Framtíðarlausn
Mannvirki á Breiðamerkursandi munu á
næstu árum smám saman færast í endan-
lega legu miðað við staðsetningu núverandi
brúar. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að þurfa
á þessu ári að færa raflínuna (Prest-
bakkalína) austan Jökulsár í þá legu sem
sýnd er á meðfylgjandi teikningu. Vega-
gerðin ráðgerir að færa veginn austan Jök-
ulsár eins og sýnt er á meðfylgjandi teikn-
ingu þegar fjarlægðin frá fjörubakka í veg
er 50 m. Ef miðað er við að rofhraðinn sé
að meðaltali 5 m/ári þá þarfVegagerðin að
færa veginn eftir u.þ.b. 5 ár. Hvaða fram-
tíðarlausn verður valin til að tiyggja öryggi
Hringvegarins á þessu svæði mun hins
vegar ráðast af niðurstöðum þeirra athug-
ana sem nú eru í gangi á möguleikum á
strandvörnum framan við Jökulsárlón.
Helgi Jóhannesson, verkfræðingur,
deildarstjóri á brúadeild Vegagerðarinnar.
Þjónusta við mannvirkjahönnuði í 25 ár
Prentun tækniteikninga og öll önnur prentun
Sendingaþjónusta á öllu höfuðborgarsvæðinu
S4/HSKIPTI >s<
prentlausnir
fyrir skapandi fólk