Verktækni - 01.04.2004, Síða 12

Verktækni - 01.04.2004, Síða 12
AC sfjórnarb°r4i fcT?í Aðalfundur K'ITÍ (Kjarafélags Tæknifræð- ingafélags íslands) var haldinn 14. apnl s.l. að Engjateigi 9. Gústaf Adólf Hjaltason rakti skýrslu stjómar þar sem farið var yfir starf- semi félagsins á árinu. Meðal verkefna sem unnið var að má nefna gerð kjarakönnunar og útgáfu kjarabókar auk annarrar þjónustu er varðar kjaramál félagsmanna. Haraldur Sigursteinsson kynnti og gerði grein fyrir ársreikningum KTFÍ og kom þar fram að staða félagsins er góð. Haraldur gerði einnig grein fyrir stöðu sjóða félags- ins sem eru: Vísinda- og endurmenntun- arsjóður, Orlofssjóður og Sjúkrasjóður auk Fjölskyldu- og styrktarsjóðs. Fram kom að talsverð aukning er í eignum Vísinda- og starfsmenntunarsjóðs. Hvað varðar Orlofs- sjóðinn þá var nýverið gert samkomulag við Orlofssjóð BHM um aukið samstarf og með því fengu tæknifræðingar sem starfa hjá öðrum en ríki og Reykjavíkurborg tækifæri til aðildar að orlofssjóði. Eignir Sjúkrasjóðsins em enn sem komið er litlar. Óli Jón Hertervig gerði grein fyrir reikn- ingum Fjölskyldu og styrktarsjóðs KTFI. Fram kom að eignir sjóðsins em það mikl- ar að nú verður hægt að úthluta meira úr sjóðnum. Reikningar sjóða félagsins og ársreikningur þess vom samþykktir sam- hljóða. Haraldur Sigursteinsson gerði grein fyrir rekstraráætlun KTFÍ fyrir árið 2004.Tillaga var lögð fram um að félagsgjald verði ó- breytt. Spurt var um háan lögfræðikostnað og kom fram í svari formanns að talsvert fleiri fyrirspurnir berast nú en áður til lög- fræðings félagsins. Nýr formaður KTFÍ Gústaf Adólf Hjaltason, sem verið hefur formaður félagsins í rúmlega fimm ár, lét maður KTFÍ er Bjarni Bentsson. Aðrir í stjórn em: Jón ísaksson Guðmann, vara- formaður, Haraldur Sigursteinsson, Samúel Smári Hreggviðsson, Árni Þór Ámason, Kristjón Jónsson, Þór Sigurþórsson og Óli Jón Hertervig. i F.v. Gústaf A. Hjaltason, fráfarandi formaður KTFÍ, Jóhannes Benediktsson, fundarstjóri og Haraldur Sig- ursteinsson, gjaldkeri KTFÍ. Efni í Árbók VFÍ/TFÍ Ráðgert er að gefa út Árbók VFÍ/TFÍ 2004 í nóvember næstkomandi. Efni í hana þarf því að berast tímanlega. Menn em vinsamlega beðnir um að hafa eftir- farandi í huga: Vísindagreinar VFÍ og TFÍ er mikið kappsmál að á ís- landi sé gróska í tækniframförum og áhugi félagsmanna á vísindum sé sem mestur. Árbókin er réttur vettvangur fyrir tækni- og vísindagreinar félags- manna. Menn em hvattir til að senda og jafnframt hvetja aðra til að senda greinar í árbókina. Vísindamönnum er gefinn kostur á að fá birtar eftir sig ritrýndar greinar. Slíkar greinar em ritrýndar af tveimur sérfræð- ingum á því sviði sem vísindagreinin nær til og fást ekki birtar nema þeir telji þær birtingarhæfar sem ritrýndar grein- ar. Þessar greinar jafngilda vísindagrein- um sem fást birtar í virðulegum erlend- um tímaritum. Þættir úr sögu félaganna Fróðlegt væri að fá frásagnir af mönnum og málefnum frá fyrri tíð er varða tækni eða sögu félaganna. Kynning fyrirtækja og stofnana í árbókinni er kafli þar sem fyrirtæki og stofnanir fá tækifæri til að gefa yfirlit um starfsemi sína og segja frá markverðum atburðum með tilliti til verkfræði og tæknifræði í víðum skilningi. Auglýsingar Hvergi er hægt að nálgast tæknimenn á einfaldari hátt en í ÁrbókVFÍ/TFÍ. Markhópurinn er skýr og afmarkaður og skilaboð til hans em auðsend. Vörumerki („lógó") Þeir sem aðeins vilja láta vita af sér nota vömmerki til birtingar. Styrktarlinur Styrktarlínur em vel þegnar. Vinsamlegast gangið frá tækni- eða vísindagreinum sem allra fyrst og alls ekki síðar en í lok júní næstkom- andi. Sömuleiðis er æskilegt að kynn- ingargreinar eða auglýsingar berist sem fyrst. Blaðsíðufjölda árbókarinnar er haldið innan vissra marka og er því takmarkað rými fyrir greinar. Því má segja: Fyrstir koma, fyrstir fá. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Ragnarsson, ritstjóri árbókarinnar. Heimasími/fax: 581 2687 - GSM: 847 2374 - Tölvupóstfang: rara@simnet.is Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofuVFÍ ogTFÍ og skilaboðum verðum komið til ritstjóra.

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.