Verktækni - 01.09.2005, Blaðsíða 1
Stéttarfélag verkfræðinga Tæknifræðingafélag Islands Verkfræðingafelag Islands
Kynningarfundur um
sameiningu
Hugleiðingar um
framtíðina
Heilsulandið ísland
Sambúð bíla og byggðar
Nýverið var haldin vinnustofa á vegum
Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur-
borgar um sambúð bfla og byggðar. A fundinn
mættu um 70 fagaðilar sem koma á einhvem
hátt að samgönguskipulagi í borginni.
í kjölfar vinnustofunnar varð nokkur um-
ræða í fjölmiðlum um erindi verkfræðinganna
Tryggva Jónssonar og Þorsteins R. Hermanns-
sonar hjá Hönnun sem fjölluðu annars vegar
um umferðina í Reykjavík í alþjóðlegu sam-
hengi og hins vegar um nýtingu samgöngu-
mannvirkja. Kom fram að Reykjavík líkist æ
meira hinum svokölluðu bílaborgum í Banda-
ríkjunum. Árið 1996 vom rúmlega 450 einka-
bílar á hverja þúsund íbúa í Reykjavík, átta
ámm síðar, árið 2004, vom bflamir rúmlega
600 á hverja þúsund íbúa. Ef litið er á ferða-
máta Reykvíkinga þá em 75% allra ferða farn-
ar í einkabflum, 5% með almenningssam-
göngum og 20% gangandi eða hjólandi.
Erindin em hluti af verkefni sem Hönnun
vinnur að fyrir Skipulags- og byggingarsvið
um samgöngur í Reykjavík. Verkefnið snýst
um að greina núverandi stöðu í samgöngum
og skipulagi, meta hver staðan verður í fram-
tíðinni og koma með tillögur að breytingum.
Verkefnið er enn í vinnslu en á vef Hönnunar
(www.honnun.is) em glæmr úr erindum
Tryggva og Þorsteins.
A vinnustofunni voru reifaðar hugmyndir
Islenskra aðalverktaka um að leggja Miklu-
braut í stokk frá Grensásvegi og vestur að
Nýju Hringbraut. Kom fram að fá má vemlega
upp í kostnað við framkvæmdir í skiptum fyrir
byggingarrétt á svæðinu. Komið hefur fram í
fjölmiðlum að málið er á fmmstigi en Reykja-
víkurborg er með það í athugun. Þá verða
einnig skoðaðir möguleikar á því að setja
hluta nýju Hringbrautarinnar í stokk í fyllingu
tímans.
3
Atkvæðagreiðslu
frestað
4
Hreyfið ykkur!
6
Vísindin snerta þig
Morgunumferð færist inn í skammdegið.
Mynd: Morgunblaðið/Ómar