Verktækni - 01.09.2005, Blaðsíða 8

Verktækni - 01.09.2005, Blaðsíða 8
8 / FUNDIR Kynningarfundur um sameiningu Þann 9. nóvember sl. var haldinn sameiginlegur kynningarfundur VFÍ, TFÍ og SV um hugsanlega sameiningu félaganna. Fundurinn var ágætlega sóttur en fundar- menn voru á bilinu 120-130. Rétt er að ítreka hér það sem kemur fram á blað- síðu þrjú að atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VFÍ um sameiningu félaganna hefur verið frestað fram yfir áramót. Lisbeth Kaas Andersen. Langur aðdragandi í Danmörku Lisbet Kaas Andersen verkefnisstjóri hjá IDA, danska verkfræðinga- og tæknifræð- ingafélaginu sagði frá sameiningu félag- anna þar í landi. Hún rakti aðdraganda sameiningarinnar sem spannaði 30 ár.Var áhugavert að heyra hversu margt virðist líkt með framvindu þessara mála þar í landi og hér. Dönsku félögin voru sameinuð árið 1996 í þriðju atkvæðagreiðslunni um málið. Þá höfðu ýmsar breytingar orðið sem stuðl- uðu að því að sameiningin náði fram, eins og til dæmis breytingar á danska mennta- kerfinu og skipulagi félaganna. Einnig hafði samstarf félaganna aukist eftir því sem árin liðu. í raun voru þrjár „gerðir" tæknimanna í Danmörku með mismunandi menntun. „Civilingeniörar", þ.e. þeir sem höfðu lok- ið M.Sc. gráðu í verkfræði, sérstaklega eldri félagar, höfðu minnstan áhuga á samein- ingu. Meðal annars af þeirri ástæðu að þeir töldu hana leiða til þess að þeir myndu lækka í launum og að menntunarleg sér- staða þeirra og jafnvel virðing í þjóðfélag- inu myndi þverra. I Danmörku var nokkuð meiri áhugi fyr- ir sameiningu hjá tæknifræðingum en verkfræðingum. Þess má geta að kannanir hafa sýnt að sama er upp á teningnum hér á landi. Yngri félagsmenn voru hvatamenn að þriðju atkvæðagreiðslunni sem leiddi loks til sameiningar félaganna. Um ástæður þess að sameiningin tókst þá sagði Lisbet að þar bæri helst að nefna breytingar á menntun tæknimanna, m.a. hefði „teknik- um ingeniörar" náð því að fá nám sitt við- urkennt sem háskólanám á launaskala hins opinbera, í tímans rás hefði vinnu- markaður hópanna orðið svipaður, sam- vinna hafi aukist milli félaganna og strúktúr þeirra orðið svipaður og síðast en ekki síst þá megi fullyrða að félagsmenn hafi vanist tilhugsuninni um eitt félag. - Hugmynd sem í fyrstu virtist fjarstæð.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.