Verktækni - 01.09.2005, Blaðsíða 11
VERKTÆKNI / 11
hefur verið fjárfest í. Nýlega var farið að
afgreiða þessi kerfi í jarðýtur og veghefla.
Pessi nýja GCS lína, telst vera mikið
framfaraskref og góð viðbót við BladePro
og SiteVision kerfi frá Trimble, sem hafa
verið vinsæl hérlendis og margir verktakar
nota með góðum árangri.
A þessu ári setti Trimble á markað nýja
Alstöð sem nefnist S6 og hefur vakið mikla
athygli um allan heim vegna tækninýj-
unga. Meðal nýjunga sem má nefna í
þessari stöð, er til dæmis svokallað „sure
lock" sem gerir það að verkum að þótt þrí-
fótur með stöðinni renni til og sígi meðan
á mælingu stendur, þá leiðréttir stöðin sig
þegar í stað fýrir skekkjunni. Stöðin getur
nýtt sér venjulega spegla (prismur) en
einnig fylgir með svokallað „1D unit" sem
sendir frá sér merki sem stöðin nemur. Pað
veldur því að að engin hætta er á að stöðin
læsi sig á rangan spegil jafnvel þótt margir
séu að vinna á sama verksvæði. Margar
fleiri nýstárlegar nýjungar er að finna í S6
Alstöðinni sem hægt er að fá nánari upp-
lýsingar um hjá fsmar.
Ný GPS-tungl
Hvað varðar nýjungar í framþróun GPS
kerfisins, og annarra gervihnattakerfa, ber
hæst ný GPS tungl sem eru send upp í
stað þeirra sem úreldast. Með þar til gerð-
um tækjum er hægt að nýta fullan styrk á
L2 hluta GPS merkisins þannig að tækin
munu halda betur inni GPS merkinu til
dæmis þegar truflanir eru í jónahvolfunum
m.a. vegna sólgosa.
Trimble hefur þegar sett á markað tæki
sem nýta sér þessa tækni og er talsvert af
þeim í notkun hérlendis. Nefnast þessi
tæki R8 eða R7, eftir því hvers konar bún-
aði notandinn óskar eftir. Þessi nýju tæki
líta eins út og hin vinsælu 5800 og 5700
tæki en eru með möguleika á að nýta sér
L2C (þ.e. burðarbylgjuna á L2). í dag selj-
ast 5800/5700 tækin jöfnum höndum með
R8/R7 tækjunum.
Sagan
Pað var um 1990 sem fyrstu nákvæmnis
GPS tækin voru seld hérlendis en þá festi
Norræna Eldfjallastöðin kaup á fullkomn-
asta búnaði sem völ var á á þeim tírna,
4000SST tækjunum frá Trimble. Síðan hef-
ur sala og þjónusta á alls kyns landmæl-
ingatækjum, vélstýringum, lasertækjum og
skyldum búnaði vaxið mjög hjá ísmar og í
dag sérhæfir fyrirtækið sig í sölu og þjón-
ustu á slíkum tækjum og hugbúnaði. Enda
hefur aukist mjög notkun þessarar tækni
hjá íslenskum verktökum, verkfræðistofum
og öðrum framkvæmdaaðilum.
Radiomiðun og ísmar sameinast
Þann 22. nóvember sl. sameinuðust fyrirtækin Radiomiðun ehf. og ísmar ehf. og er
nafn hins nýja fyrirtækis Radiomiðun-ísmar ehf. Bæði fyrirtækin hafa verið í eigu eign-
arhaldsfyrirtækisins Eykis hf. frá árinu 2000, en stærstu hluthafar þar eru Kristján
Gíslason, Olís hf., Eagle Investment Holding S.A., Brú Venture Captial hf. og MP fjár-
festingabanki.
Radiomiðun-ísmar ehf. mun einbeita sér að sölu og þjónustu á landmælingatækjum,
búnaði fyrir verktaka, siglinga- og fiskileitartækjum, gervihnattafjarskiptum og hug-
búnaðarlausnum fyrir skip.
Við sameiningu fyrirtækjanna verður til öflugasta fyrirtæki landsins á sínu sviði þar
sem til staðar er fjárhagslegur styrkur, heimsþekkt umboð og áralöng reynsla og þekk-
ing starfsfólks, sem er forsenda þess að hægt er að byggja upp enn sterkara fyrirtæki.
JónTryggvi Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Offsetþjónusta
Samskipta
Við prentum
a||tfynrþig
Samskipti hefur fest kaup á mjög
fuilkominni offsetprentvél. Þetta þýðir
einfaldlega að nú getum vió boðió
viðskiptavinum okkar heildarlausn í öllu
sem viðkemur prentun. Þetta mun án
vafa leiða til aukins hagræðis og þæginda
fyrir vióskiptavini Samskipta.
S4/HSKIPTI >S<
prentlausnir fyrir skapandi fóll
Síðumúli 4 S: 580 7800 • Hverfisgata 33 S: 580 7860 • Hæðasmári 4 s: 580 7880 • Smiöjuvegur 1 s: 580 787