Verktækni - 01.09.2005, Blaðsíða 6

Verktækni - 01.09.2005, Blaðsíða 6
6 / VERKTÆKNI Vísindin snerta þig Vísindin snerta þig er samstarfs- verkefni RANNÍS og fjölmargra stofnana og fyrirtækja er láta sig vísindi varða. Markmiðið er að vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi rannsókna og vís- inda í nútímasamfélagi og hvetja ungt fólk til að leggja fyrir sig starfsframa í vísindum. A meðal atburða sem verkefnið stendur fyrir er að kynna „Hetjur í vísindum" fyrir ungu fólki. Mið- vikudaginn 26. október sl. stóðu RANNÍS, Hagsmunafélag um efl- ingu verk-og tæknimenntunar, Samtök iðnaðarins og Háskólinn í Reykjavík fyrir námskeiði fyrir 10- 12 ára nemendur úr Hlíðaskóla í Reykjavík og Salaskóla í Kópavogi. Leiðbeinandi var Sir Harry Kroto, nóbels- verðlaunahafi í efnafræði en hann hefur sérhæft sig í að kynna vísindin fyrir ungu fólki og hlotið heimsathygli fyrir árangur sinn í að vekja áhuga þess á raunvísindum. Sir Harry Kroto var staddur í Bandaríkjun- um en leiddi börnin inn í undraheim vís- indanna og leiðbeindi þeim við lausn verkefna á lifandi og skemmtilegan hátt. Vísíndakaffi Verkefnið hefur einnig staðið fyrir svoköll- uðu Vísindakaffi vikulega á þriðjudags- kvöldum á Kaffi Sólon. Vísindafólk á ýms- um sviðum kynnir þar rannsóknir sínar, sem allar eiga það sameiginlegt að vera á- hugaverðar og viðfangsefnin tengjast dag- lega lífinu á einn eða annan hátt. Gestir frá tækifæri til að spyrja og taka þátt í um- ræðum og komast þannig að því hvað vís- indamennirnir eru í raun að sýsla í vinnu- tímanum og hvemig störf þeirra hafa áhrif á daglegt líf okkar allra. Tilgangur Vísinda- kaffis er að færa vísindin nær almenningi og sýna fram á gagnsemi þeirra og áhrif á líf nútímafólks á auðskiljanlegan hátt. Vísindi - Minn vettvangur Heilsíðuauglýsingar í blöðum undir yfirskriftinni „Vísindi - Minn vettvangur" hafa vakið nokkra athygli en þar em kynntir vísindamenn, ferill þeirra og við- fangsefni. Þá má einnig geta þess að grunnskólum býðst að fá starf- andi vísindamenn í heimsókn í skólastofuna til að örva áhuga nemenda á náttúrufræðigreinum og gefa þeim kost á að kynnast áhugaverðum viðfangsefnum vís- indanna. Þess má geta aðVerkfræðinga- félag íslands ogTæknifræðingafé- lag Islands hafa frá upphafi átt aðild að Hagmunafélagi um verk- og tæknifræðimenntun. Félagið var stofnað árið 2000. Markmið þess er að efla verk- og tæknimenntun á háskólastigi. Félagið hefur haldið kynningarfundi um verk- og tæknifræði, hvatt ungt fólk til að gefa raungreinum gaum og veitt viður- kenningar fyrir raungreinakennslu. Nánari upplýsingar um verkefnið Visindi snerta þig er að finna á slóðinni: http://wzvw.visindi2005.is/ Heimasíða Sir Harry Kroto er á slóðinni: http://nobelprize.org/chemistry/laureates/ Danfoss tengigrindur fyrir hitakerfi Sérhönnuð tengigrind fyrir íslenskar aðstæður Vönduð vara úr ryðfríu efni Áratuga reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Auðveld • Örugg • Fyrirferðalítil Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.