Verktækni - 01.09.2005, Blaðsíða 9

Verktækni - 01.09.2005, Blaðsíða 9
VERKTÆKNI / 9 Staðan eftir 10 ár Lisbeth sagði kosti sameiningarinnar vera miklu fleiri en gallana. Reyndar lítur hún svo á að gallarnir séu því sem næst engir, þó ekki megi líta framhjá því að samein- ingin hafi vissulega verið erfitt ferli og það hafi tekið tíma að búa til samsemd (identity). Helsti kosturinn er hagræðing og félagsmenn fá betri þjónustu. í lokaorðum sínum sagði Lisbeth að menn yrðu að gera sér grein fyrir því að sameiningarferlið tekur tíma og mikilvægt sé að beina sjónum sínum að því sem hóparnir eigi sameiginlegt, ekki því sem hugsanlega skilji þá að. Auk Lisbetar voru framsögumenn Lára V. Júlíusdóttir sem kynnti drög að stofn- samningi og lögum nýs félags, Kristinn Gestsson endurskoðandi sem kynnti fjár- hagsáætlun fyrir nýtt félag og Eysteinn Einarsson, verkfræðingur sem ræddi markmið og framtíðarsýn nýs félags. Auk þess tóku formenn félaganna til máls og lýstu sínum sjónarmiðum varðandi sam- eininguna og hvöttu félagsmenn til að samþykkja hana. Fundarstjóri var Guð- mundur G. Þórarinsson, verkfræðingur. Rétt er að benda á að í miðopnu 8. tbi. Verktækni, sem kom út í byrjun nóvem- ber, er ítarlegt kynningarefni um hugsan- lega sameiningu félaganna. Áróður? Nokkuð fjörlegar umræður urðu að lokn- um framsöguerindum. Greinilegt var að nokkrir fundarmenn voru ósáttir og töldu fundinn tæplega geta kallast kynningar- fund þar sem einhliða áróður væri með sameiningu. Aðrir bentu á að þetta væri kynningarfundur stjórna félaganna, sem hefðu ákveðið að leggja fram tillögu um sameiningu og væru að koma sjónarmið- um sínum og rökum með sameiningu á framfæri. Of langt mál er að rekja hér í þaula þau sjónarmið sem fram komu í umræðunum. Hér skulu þó nefnd nokkur atriði í máli þeirra sem lýstu skoðunum sínum. Á móti - Engir kostir eru við að sameina félögin. Ekkert bendir til þess að stærra félag verði betra félag. Ekki verið talað um að félagsgjöld muni lækka vegna aukinnar hagræðingar. - Sameining fagfélags og stéttarfélags er tímaskekkja. Mikilvægt er að hafa val- frelsi varðandi aðild að fagfélagi. - Rangt að blanda saman kjaralegum og faglegum hagsmunum. Muni bitna á kjarabaráttunni. - Hætta er á því að kjör verkfræðinga muni rýrna með sameiningu við tækni- fræðinga. Verkfræðingar missi sérstöðu sína. - Ekki verði staðinn vörður um menntun- arlega sérstöðu verkfræðinga hvað varð- ar sterkan grunn í raungreinum. Meö - Verkfræðingar og tæknifræðingar eru á sama vinnumarkaði og hafa sömu hags- muna að gæta. - Kostur að borga félagsgjöld til eins fé- lags verkfræðinga í stað tveggja, samein- ing er gott mál hvort sem tæknifræð- ingar eru með eða ekki. - Faglegir og kjaralegir hagsmunir fara saman. Eitt félag er betur í stakk búið til að taka á málum og koma á framfæri sjónarmiðum stéttarinnar og standa vörð um ímynd hennar. - Rétt að sameina kraftana í einu félagi. Hugleiðingar um framtíðina Einn af stærstu áhrifaþáttum nútímans felst í hinni svokölluðu alþjóðavæðingu, þar sem þróunin er m.a. sú að störf flytjast tii landa þar sem hagkvæmast er að vinna þau. Fram að þessu hefur þetta aðallega átt við um framleiðslugreinar sem krefjast mikils mannafla en einnig þjónustugrein- ar. Þessi þróun er nú einnig hafin í störf- um sem krefjast meiri menntunar og sem dæmi þá hefur hugbúnaðargerð flust að nokkru leyti til landa eins og Indlands og Kína. íslendingar eru þátttakendur í al- þjóðavæðingunni og þurfa að aðlagast þessum nýja raunveruleika. Ekki er til einfalt svar við því hvemig ís- land er í stakk búið til að taka þátt í þessu breytta umhverfi og hvemig við getum öðlast forskot í þeirri samkeppni sem framundan er. Þó er líklegt að nýsköpun muni spila stórt hlutverk í því að aðgreina okkur frá láglaunasvæðum. Samkeppnis- hæfni íslenskra fyrirtækja mun í auknum mæli byggjast á menntun þar sem mannauður, sköpun og tækni verða í aðal- hlutverkum. Hugmyndir og nýsköpun munu mynda öxulinn sem hugsanlegt for- skot mun snúast um. Það skiptir öllu máli hvernig til tekst að nýta, viðhalda og auka þekkingarauð samfélagsins. Árangurinn mun hafa áhrif á samkeppnishæfni fyrir- tækja og lífsgæði í samfélaginu í heild. Fyr- ir einstaklingana sjálfa er þetta einnig lykil- atriði. Staða þeirra ræðst af vemlegu leyti á hvaða ábyrgð þeir taka á eigin þekkingu. Fyrir verkfræðinga hlýtur að vera mikil- vægt að skoða hvort þeir séu tilbúnir að mæta þessum síbreytilega vemleika. Áður fyrr fóm flestir verkfræðingar beint út á vinnumarkaðinn eftir að hafa aflað sér réttinda. Þekking eða þarfir samfélagsins tóku síðan ekki miklum breytingum yfir langan tíma. Hefðbundin menntun verk- fræðinga er 5 ára háskólanám og má að jafnaði gera ráð fyrir um 40 ára starfsævi að námi loknu. Ef þetta er skoðað í sam- hengi við stöðuga tækniþróun, þar sem „líftími" tækninýjunga er oft og tíðum mjög stuttur og jafnvel niður í nokkra mánuði, er ljóst að þörf er á stöðugri þró- un og endurnýjun bæði hjá einstakling- urn, fyrirtækjum og menntastofnunum. Ef litið er til mikilvægi nýsköpunar í framtíð- inni, er óhætt að segja að verkfræðingar búi yfir margs konar þekkingu sem nýtist vel. Má þar helst nefna tækniþekkingu, sem spilar oftast stórt hlutverk í nýsköp- un. Þó má alltaf gera betur í að aðlaga og þróa menntun verkfræðinga að breyttum þörfum. Fyrirtæki framtíðarinnar munu verða sífellt háðari samvinnuhæfileikum starfsfólks, þar sem verkefnishópar verða ráðandi vinnulag. Hæfni í þverfaglegum vinnubrögðum og aðlögunarhæfni ein- staklinga verður því afar mikilvæg. Verk- fræðingar þurfa að nýta þekkingu sína í auknum mæli til skapandi verka í sam- vinnu við aðra faghópa og þurfa því að fá þjálfun til góðrar samvinnu.Til að styrkja undirstöðurnar og koma í veg fyrir að verkfræðingar einangrist þarf menntun og símenntun að taka á þessum lykilþáttum, samhliða faglegri undirstöðumenntun. Menntunar- og símenntunarmál er einn mikilvægasti hlekkurinn í því hvernig verkfræðingum reiðir af í síbreytilegu starfsumhverfi framtíðarinnar. Ekki verður heldur framhjá því litið að fagleg og persónuleg gildi fólks hafa breyst mjög á undanförnum árum.Yngri kynslóðin hefur að öllu jöfnu minni áhuga á að klifra metorðastigann innan einstakra fyrirtækja eða eyða allri starfsævinni á einum vinnustað. Sú hollusta sem fyrir- tæki voru vön af hálfu starfsfólks í skipt- um fyrir tiltölulega mikið starfsöryggi er að hverfa. Fólk sækist nú í auknum mæli eftir því að prófa sig áfram og þróast fag- lega og persónulega í mismunandi störf- um. Fyrirtæki, ekki síst tæknifyrirtæki, þurfa að vera meðvituð um þessa þróun og bregðast við henni. Lykillinn að auknum sveigjanleika og aðlögunarhæfni, er að spá í hið ókomna og velta framtíðinni fyrir sér. Að takast á við það flókna, áhugaverða og mikilvæga verkefni er spennandi áskorun fyrir sam- félagið í heild sinni og fyrir verkfræðinga. Vilja verkfræðingar sitja hjá og taka því sem að höndum ber eða hafa áhrif á þró- un mála? Ásdís Elva Guómundsdóttir, verkfræðingur.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.