Herinn burt


Herinn burt - 01.12.1957, Síða 3

Herinn burt - 01.12.1957, Síða 3
HERINN BURT 3 W Eldilaugar og vetnisvopn á Islandi Margir þeir, sem í öndverðu stóðu hvað einarðastir gegn afsölun landsréttinda á íslandi til erlendrar hersetu, ha£a nú fallið í mók sinnuleysis um þetta mál. Þeir reyna að sætta sig við það, sem þeir álíta orðinn hlut. Og með hverju árinu vex fram æ stærri hópur æskufólks, sem man ekki óhersetið ísland og finnur því ekki fyrir þeim bletti, sem fallið hefur á skjöld fullveldisins. Þessu fólki er það enginn bjálki í augum lengur, þótt erlent herveldi van- helgi íslenzkt land með vopnum sínum og valdi. Salt sjálfstæðiskenndarinnar hefur því miður dofnað. En ef það nær að dofna með þjóðinni allri, hver á þá að salta saltið? Nú hafa hins vegar þeir hlutir gerzt, sem hljóta að hrifsa hvern hugsandi íslending úr mókinu. Fyrir skömmu gáfu forsvarsmenn bandarískra hermála þá yfir- lýsingu, að allar bandarískar herstöðvar í Evrópu væru búnar kjarnorkuvopnum og flugvélar reiðubúnar til árása nótt sem dag með nokkurra mínútna fyrirvara. Vegna þessarar yfirlýsingar bar Bevan, formaður þing- flokks brezkra jafnaðarmanna, fram þá fyrirspurn við hermálaráðherra Bretlands, hvort bandarískar herbæki- stöðvar þar í landi væru búnar vetnisvopnum, og hvort flugvélar Bandaríkjamanna færu með vopn þessi í æfinga- flug. Eftir nokkurn undandrátt svaraði hermálaráðherr- ann þessu játandi. í svari þessu felst geigvænleg aðvörun til okkar sjálfra. Séu bandarískar herbækistöðvar í Bretlandi byrgðar kjarnorku- og vetnisvopnum, þá þarf varla um Keflavík- urflugvöll að spyrja. Landfræðilega er hann þýðingar- meiri hernaðarstöð, og þar sem hann er hinn eini herflug- völlur hér á landi, er sennilega talin enn brýnni ástæða til að búa hann sem áhrifamestum vopnum. Þetta þýðir, að mestu tortímingarvopn mannkynssögunnar eru í land- inu, mitt á meðal okkar, tortímingarvopn svo ógnarleg, að ekki þyrfti nema eina sprengju af vangá til þess að þurrka út höfuðborg og fjölbyggðustu héruð landsins og blanda lævi og dauða allt andrúmsloft. Þegar þannig er komið, hvar eru þá varnirnar sem talað var um, varnir ís- lands? Það er lögmál í styrjöld, að þaðan sem skotið er, þangað er skotið. Hér er ekki lengur um að spyrja, hvort samúð manna sé í austur eða vestur, heldur einungis um það, hvort þeir séu reiðubúnir að setja þjóð sína lifandi í það dufl, er fyrst mun springa, ef illa fer. Það er um að spyrja, hvort íslenzk þjóð eigi sjálfviljug að gera sig að fórnarlambi þeirra heimsvelda, sem berast nú á banaspjót, eða lyfta hreinum skildi sínum til sátta og friðar. Eftir örfáa daga mun beðið um eldflaugastöðvar á ís- landi, — ef við erum þá virtir svo mikils lengur. Neitun ein væri eins og svar gálgamanns, sem spurður væri, hvort hann vildi heldur verða skotinn eða hengdur. Hið eina svar, sem við getum gefið með heilli samvizku, er algjör uppsögn hernaðarsamningsins, — framfylgd á samþykkt Alþingis Islendinga. Með því legðum við okkar skerf við einlæga viðleitni margra smárra þjóða um heim allan, að bannfæra múgmorðstæki, því sá sem ljær land sitt undir þau er um leið sekur um tortíminguna, er af þeim getur leitt. Hér er aðeins spurt um það, hvort við íslendingar met- um frið veraldar og framtíð þjóðarinnar ofar hernaðar- hagsmunum erlends veldis! Það er ekki óvingan við neinn, þótt við segjum upp herstöðvarsamningnum. Það er frjálst mat okkar á breyttum aðstæðum, frjáls ákvörð- un. Og við verðum að muna, að ákvörðunarrétturinn er okkar! En hverjir eiga að heyja barátt- una, hverjum er til þess trúandi? Sýnt hefur verið fram á að allur ferill innlendra sem erlendra stjórnmálamanna í þessu máli er varðaður svikum á svik ofan. Við hljótum því að vantreysta þeim til að leiða það til farsælla lykta, nema fólkið i landinu reki þá til þcss. Þjóðin sjálf verður að taka þetta mál i sinar hendur, risa uþp gegn alrœði stjórnmálamann- anna: Listamenn, menntamenn og alþýða verða að sameinast i óvofa fylkingu án tillits til lwað milli ber i hinum smœrri málum og reka herinn af höndum sér. Á lofti eru nú ýmis teikn sem til þess benda að svo mætti fara. Listamenn liafa riðið á vaðið: Rithöfundafélag íslands og Félag íslenzkra myndlistarmanna liafa samþykkt að beita sér fyrir al- mennum borgarafundi til að herða á brottför hersins. Blöð allra vinstri stúdentanna í háskól- anum tóku afstöðu gegn liernám- inu í stúdentaráðskosningunum sem fram fóru í október. Fyrir skömmu var haldinn sameisiin- legur liðsfundur listamanna og háskólastúdenta sem lýsti ein- róma stuðningi við borgarafund- inn og ákvað að liefja útgáfu blaðs til að kalla þjóðina til bar- áttu. Ákveðið hefur verið, að borgarafundurinn verði haldinn næstkomandi sunnudag. Leitað hefur verið eftir liðveizlu alþýðu- samtakanna og fjölmargra ann- arra félaga, og í ráði er að efna til samtaka með hernámsandstæð- ingum, hvar í flokki sem þeir standa, til að halda málinu vak- andi. Sú barátta sem framundan er byggist á óvefengjanlegum rétti íslendinga til einbýlis í þessu landi, sem forfeður okkar tóku ekki frá neinum og þjóðin hefur byggt í hartnær ellefu aldir án þess að hafa nokkru sinni sýnt öðrum þjóðum áreitni. Við hefj- um nýja sókn gegn hersetunni, ekki sem púlshestar þröngra hags- munahópa né flokka, heldur ein- faldlega sem islenzkar manneskj- ur með ókrenkta sjálfsvirðingu. Við erum staðráðin að láta stjóm- rnálamennina skilja það, að þeir eru þjónar fólksins en ekki herr- ar. Við unnum þeim einskis frið- ar, fyrr en þeir hafa efnt lieit sin og aflétt hemáminu. Hér vantar aðeins hið samein- andi afl: öfluga þjóðfrelsishreyf- ingu allra íslendinga sem vilja losna við erlendan her 02: her- stöðvar og vekja með þjóðinni trú á landið og lífsbjargarmöguleika sína við heilbrigð skapandi störf.

x

Herinn burt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Herinn burt
https://timarit.is/publication/963

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.