Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga - 15.10.1960, Qupperneq 7

Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga - 15.10.1960, Qupperneq 7
Nefndin hefur haldið nokkra fundi og nefnda- menn farið eina för á Snæfellsnes til að stofna héraðs nefndir. Er fyrirhugað að réyna að ljuka stofnun héraðsnefnda í sambandi við undirskriftasöfnunina 1 vetur. Endurskoðendur Samtaka hernámsandstæðinga hafa verið kjörnir: Bergur Sigurbjörnsson, viðskiptafræðingur Sigurvin Einarsson, alþingismaður ÞÓroddur Guðmundsson, rithöfundur Hafa þeir kynnt ser bókhald hernámsandstæðinga, tekjuöflun og utgjöld vegna starfsemi okkar allt frá þvi er undirbuningur Keflavikurgöngunnar hofst, fram til 1. okt. og munu birta yfirlysingu þar að lutandi í tíðindum Þingvallafundar. 1 nefnd til að vinna samfellda dagskrá ur segulbands- spolum fra Þingvallafundinum voru kjörnir: Baldur Pálmason, fulltrúi Páll Bergþórsson, veðurfræðingur Stefán Jonsson, fréttamaður Ætlunin er að vinna svo sem klukkustundar dagskrá ur þessu efni, og láta héraðsnefndunum í té til notkunar a samkomum eða útbreiðslufundum, sem þær kynnu að gangast fyrir heima í héraði. Verður þeim nanar fra þessu skyrt, þegar synt er hversu til tekst. Miðnefnd heldur reglulega fundi fyrsta miðvikudag hvers manaðar, en aukafundi er þurfa þykir. Landsnefndarmenn allir eiga rett til setu á fundum miðnefndar. Eru landsnefndarmenn, sem staddir kunna að vera í bænum, þegar miðnefndarfundir eru haldnir, eindregið hvattir til að mæta á fundum.

x

Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga
https://timarit.is/publication/966

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.