Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga - 15.10.1960, Page 8
Enn fremur er þess fastlega vænzt, aö þeir og
héraðsnefndarmenn allir, sem erindi eiga til höfuð-
staðarins, hafi samband við skrifstofu samtakanna
í Mjóstræti 3. Framkvæmdanefnd heldur fundi,
þegar þörf er á. Urðu þeir 8 fyrsta manuðinn,
eða að meðaltali tveir a viku hverri.
Á Þin^vallafundi var samþykkt ályktun^, þar
sem lyst var fyllsta stuðningi við einroma sam-
þykkt Alþingis um ótvíræðan rótt Íslendinga til
12 mílna landhelgi umhverfis allt land. Enn
fremur let fundurinn í ljós það álit, að engin ís—
Jenzkríkisstjórn hefði heimild til að semja við
Breta ne neina aðra þjoð um ívilnanir innan 12
mílna landhelginnar, og hót a þjoðina að fylgjast
sem bezt með gangi landhélgismalsins.
Eins og alþjóð er kunnugt, hófust hinn 1, okt.
s.l, viðræður 1 Reykjavik milli íslenzkra
embættismanná og sendimanna brezku. rikisstjorn-
arinnar um íslenzku landhelgina. Var öllu haldið
vandlega leyndu um grundvöll viðræðnanna og
ekkert latið uppi um gang þeirra, hvorki við utan-
rikismalanefnd ne aðra utan þrengsta hrings
stjornarliðsins.
Mikinn ugg setti að mörgum við þessa atburði.
Urðu margir til að spyrja, hvort Samtök hernáms-
andstæðinga - sem stofnuð höfðu verið til að "standa
gegn hvers konar erlendri ásælni" - ætluðu að
horfa aðgerðarlaus a, að setið væri að viðræðum
við brezka sendimenn um landhelgi Íslendinga og ef
til vill samið við Breta um ívilnanir innan 12
mílna markanna.
Málið kom til umræðu á fimm fundum framkvæmda-
nefndar og á fundi í miðnefnd 25. sept. og 5. okt.
A siðarnefnda fundinum var samþykkt mótmæla-
alyktun vegna viðræðnanna og ákveði ð að efna til
motmælagöngu frá Arnarhóli að ráðherrabústaðnum
við Tjarnargötu, þar sem viðræðurnar fóru fram,
og afhenda forsætisráðherra Ólafi Thors og formanni