Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga - 15.10.1960, Síða 13

Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga - 15.10.1960, Síða 13
. f f f aö herinn hveríi a brott og herstöðva.r allar her a landi verði niður lagðar. Þetta mikla verk væri oframkvæmanlegt nema vegna þess, að þusundir áhugamanna í öllum íslandsbyggðum bíða þess óð- fúsar að hefjast handa. Ætlunin er að leysa. ^etta verkefni í áföngum og ljuka þvi fyrir 19. juni 1961, þegar ár er liðið frá því er Keflavíkurgangan var farin. Samþykkt hefur verið að hefja undirskriftasöfnunina jf Austur-Skaftafellssyslu, Borgarfjarðarsyslu og Þingeyjarsyslu, og mun hun um það bil að hefjast á þessum stöðum, þegar landsnefndar- og héraðs- nefndamöiinum berst þetta bréf í hendur. Verður síðan hafizt handa 1 sex syslum og kaupstöðum a mánuði hverjum. Verður héraðsnefndum í við- komandi sýslum gert viðvart í tæka tíð og þeim send gögn til undirskriftasöfnunar, en við teljum ekki ráðlegt að láta uppi löngu fyrirfram i hvaða syslum og kaupstöðum verði byrjað næst. Buast má við, að hernámsmenn reyni að vinna þessu starfi allt það égagn, sem þeir mega, og mundi það sfórum auðvelda þeim andróðurinn, ef þeir vissu jafnan með goðum fyrirvara, hvar við riðum næst a vaðið, Leggjum við því ríkt á við landsnefndar- og héraðs- nefndamenn að vera jafnan viðbúnir kalli. Við teljum höfuðatriði, að hinir beztu menn 1 hverri byggð annist undirskriftasöfnunina sjalfir og lati ekki skeika að sköpuðu 1 neinu efni. Enn fremur; að héraðsnefndirnar sjái svo um, að undirskrifta- söfnun se lokið á sem allra skemmstum tíma í hverri by^gð - 1 famennum sveitum helzt a einum degi, en 1 kauptunum og kaupstöðum eins faum dög- um og auðið er. Framkvæmdanefnd hefur látið fjölrita dreifibréf, sem borin verða í hvert hus í byggðarlögum, þar sem undirskriftasöfnun er nú að hefjast . Er ætlunin að hafa þann hatt a 1 öllum sýslum. Ef þú heíur tillögu að flytja um efni dreifibréfsins í þinni sýslu, ættir þu að koma henni a framfæri við framkvæmda- nefnd samtakanna hið allra bráðasta.

x

Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bréf frá Samtökum hernámsandstæðinga
https://timarit.is/publication/966

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.