Dagfari - 01.12.1961, Blaðsíða 6
Auður íslands
AÐ MORGNI
HINS ÍSLENZKA
FULLVELDIS
Sambandslaganofndin 1918 á fundi
Hinn 13. júlí 1918 var uppi
fótur og fit í Reykjavík. Níu
bifreiðar — álitlegur hluti af
bílakosti höfuðstaðarins — höfðu
verið teknar í notkun handa
sambandslaganefnd Dana og ís-
lendinga, ráðherrum og öðru
stórmenni, og var ferðinni heit-
ið austur yfir fjall. Það var sið-
ur íslenzkra ferðalanga að stanza
á Kambabrún og horfa yfir
suðurlandsundirlendið, og svo
var einnig gert í þetta skipti.
Skyggni var að vísu ekki gott,
þoka yfir austurfjöllunum, það
rétt mótaði fyrir Vestmanna-
eyjum upp úr mökkvanum til
hafs að sjá, en fyrir fótum á-
horfanda lá ölvusið marflatt í
þýfi og blautmýrum, stakir
sveitabæir lyftu bustum upp úr
flatneskjunni. Bjarni Jónsson frá
Vogi stóð á Kambabrún við hlið-
ina á C. Hage, verzlunarmála-
ráðherra Dana og fulltrúa
dönsku ríkisstjórnarinnar, reykti
ilmandi vindil og benti með
staf sínum á kennileiti sveitar-
innar. Hage ráðherra starði stór-
um augum á þetta mikla lítt-
ræktaða land og sagði svo:
„Ja, men jeg anede jo ikke at
Island var saa rigt!“
1 nálega sex aldir höfðu
Danir stjórnað þessu landi, sem
samkvæmt lögmálinu var „óað-
skiljanlegur hluti Danaveldis",
en það var ekki fyrr en danskur
ráðherra stóð á Kambabrún 13.
júlí 1918, að þeim var ljóst, að
í þessu landi leyndist ærinn
, auður. Deginum áður höfðu
dönsku samningamennirnir fall-
izt á, að Island yrði talið sjálf-
stætt ríki í konungssambandi
við Danmörku. Það var ekki
seinna að vænna, að Danir gerðu
sér grein fyrir kostum þessarar
fyrrverandi „hjálendu" danska
ríkisins. 1)
Plágur íslands árið 1918
Fyrr á öldum, er Islendingar
skráðu annála, hefði árið 1918
verið talið í röð verstu harð-
ærisára landsins. Hinar klassísku
plágur íslenzkrar sögu lögðust
þá allar að lándinu í einu: hafís,
eldgos, drepsótt og dýrtíð. í
byrjun ársins lagði ís að Vestur-
landi og Norðurlandi og að
1) Sögu þessa sagði mér Vil-
hjálmur Finsen fyrir nokkrum
árum úti í Kaupmannahöfn.
Hann var um þetta leyti eigandi
og ritstjóri Morgunblaðsins og
var með í förinni og heyrði
sjálfur ummæli danska ráðherr-
ans.
Austfjörðum til Gerpis. Hér
gengu menn á ís út í Viðey og
Engey og við borð lá, að Reykja-
víkurhöfn yrði ekki fær skipum.
Hvítabirnir gengu á land fyrir
norðan og voru sjö skotnir.
Þegar haustaði tók Katla að
gjósa. Gosið hófst 12. október og
stóð nálega linnulaust til 4.
nóvember. Jökulhlaupið rann
fram yfir Mýrdalssand til sjávar
með eldgangi, vatnsflóði og
jakaburði, sópaði burtu Hólms-
árbrú og eyddi fjóra bæi í Með-
allandi og munaði minnstu að
manntjón yrði. Askan barst víða
um landið, en eyddi tún og haga
í nærsveitum.
Um það bil er Kötlugosinu
linnti lagði spánska veikin sína
dauðu köldu hönd á Reykjavík.
Hinn 5. nóvember var skólum
lokað og næsta dag var talið, að
5000 manns væru rúmfastir í
bænum. Frá 6. til 17. nóvember
komu engin blöð út. Flestar búð-
ir lokaðar, landsíminn hættur
að afgreiða símtöl. Barnaskól-
anum var breytt í sjúkrahús og
barnaheimili, enda höfðu mörg
börn misst foreldra sína. Göt-
urnar auðar, nema þegar gaml-
ar konur skutust milli húsa eða
lögreglan ók framliðnum í lík-
húsið á hestvögnum. Mestöll
vinna lagðist niður, en líkkistu-
smiðir unnu dag og nótt og
Slippurinn varð að taka að sér
kistusmíði til að anna eftirspurn-
inni. Bærinn var að verða mat-
ar- og bjargarlaus og einn
Kveldúlfstogarinn var fenginn til
að veiða í soðið handa bæjar-
búum. Thor Jensen lét koma á
fót almenningseldhúsi í Slátur-
félagi Suðurlands á eigin kostn-
að og gaf 7000 máltíðir, sem
sendar voru út um bæinn, en
9.500 máltíðir voru framreiddar
ókeypis í matskálanum. 1 barna-
skólanum var veitt ókeypis
hafraseyði, en mjólkurvellingur
hjá Tómasi Jónssyni kaupmanni
á Laugavegi 2. Hinn 12. nóvem-
ber þegar allur heimurinn fagn-
aði friði voru fánar dregnir í
hálfa stöng í Reykjavík, borg
dauðans. Um 260 manns létust
úr sóttinni í Reykjavík einni
saman, en margir dóu úr henni
í Árnessýslu og Vestmannaeyj-
um. Það tókst að stöðva veikina
við Jökulsá á Sólheimasandi, og
ekki komst hún yfir Holtavörðu-
heiði.
Undir lok ársins 1918 hafði
vöruverð almennt hækkað í
landinu um 260%, kolatonnið
var komið í 325 kr. og hveitið
á 80 kr. tunnan. Kaupgjaldið í
landinu hafði dregist langan
veg aftur úr verðlaginu.
Slík voru kjör íslands á því
ári er það varð fullvalda ríki.
6
DAGFARI