Dagfari - 01.12.1961, Blaðsíða 13

Dagfari - 01.12.1961, Blaðsíða 13
STEFNA HLUTLAUSU RÍKJANNA Markmið lilutlausra þjóða er ckki að berjast fyrir einhverri sérstekri þjóðfélagsstefnu. Þær eru yfirleitt ósammála um flest það, er kalla má innanlandsmál hverrar þjóðar. í fylkingu hlut- lausra standa lilið við hlið kommúnistísk ríki eins og Júgó- slavía, hálf-sósialistisk riki eins og Svíþjóð, kapítalísk ríki eins og Sviss og jafnvel •afturhaldssöm einræðisríki, þar sem lénsskipu- lag og þrælaliald er enn við lýði, cins og Saudi-Arabia. Það sem tengir þessar ólíku þjóðir saman er andúð þeirra allra á herbandalögum austurs og vestur. Þær vilja miðla mál- um og koma á sáttum, vilja frið og afvopnun með öllum þjóðum. Þær neita að láta tortíma sér í trylltri baráttu stórveldanna um framtíðarskipan þjóðlífsins .á jörðinni. Þær vita sem er að slík- ar krossferðir „til frelsunar mannkyninu“ geta aðeins leitt af sér útrýmingu alls lífs. VOPNAÐ Því er oft haldið fram af Nato-mönnum, að lilutleysi sé því aðeins raunhæft nú á tímum, að viðkomandi þjóð geri sjálf ráðstafanir til að verja hlutleysi sitt. Er þá talað um VOPNAÐ HLUTLEYSI og bent á frænd- Ur okkar Svía þvi til sönnunar. Það er rétt, að Svíar liafa lengi verið búnir góðum vopnum og átt sterkan lier, jafnvel öflugri en flestar aðrar smáþjóðir. En tímarnir eru breyttir. STÓR- kostlegar framfarih I vígbCnaði hafa koli- VARPAÐ ÖLLUM FYRRI VI»- HORFUM. Sænskir hershöfð- ingjar játa sjálfir, að Svíar geta alls ekki varizt árás stórveldis. Þetta liefur m. a. komið fram í umræðum um atomvopn. Her- stjórn Svía hefur krafizt þess, að luifin verði framleiðsla á kjarnasprengjum og bendir á, að ella sé varnarkerfi þeirra lamað I <jg einskis megnugt. Andstæð- .'.ígar atomvopna vísa hins vegar þessari kröfu á bug á þeirri fors- endu. að Svíar verði hvort. eð er alltaf á eftir í vígbúnaðar- kapplilaupinu, og við það situr. Báðir aðilar eru þó sammála um, að Svíar geti ekki varizt eins og á stendur. Hvers vegna leggja þeir þá ekki her sinn niður? spyr ef til vill einhver. Já, livers vegna ekki? spyrja einnig margir Svíar, því að slíkar raddir heyr- ast oft þar í landi. En þetta er róttæk luigsun, og Svíar eru varkárir. Hin nýju viðliorf hafa skapazt á fáum árum, en þeir hafa liervæðzt um aldir. HVERS VIRÐI VAR HLUTLEYSI I SIDASTA STRÍÐI? Fyrir tuttugu árum var unnt að verjast árásum í stríði. Nú á tímum eru alls engar varnir til. Af þessari ástæðu ei1 fráleitt að spyrja um reynslu smáþjóða í seinustu styrjöld. Sú reynsla er einskis virði. Það er að vísu rétt, sem Nató- vinir halda fram, að hlutleysi þjóða var oft lítils virt í styrj- öldinni. Hlutleysi reyndist ekki nein trygging fyrir því, að stór- veldi réðist ekki á smáþjóð. Og þannig er ástatt enn í dag. Hlut- leysi er ekki vörn. — En lilutleysi cr þó betri kosturinn, það er varúðarráðstöfun smáþjóða, og hyggilcgasta stefnan, þegar allt annað þrýtur. Við þau tímamót i mannkyns- sögunni, er eldflaugar og vetnis- sprengjur gerðu tendvarnir til- gangslausar, fékk hlutleysis- stefnan nýja merkingu. Stór- þjóðir geta nú aðeins hótað gagnárás, ef á þau verði ráðizt; hötað að hefna sin grimmilega í andarslitrunum. Smáþjóðir eiga um tvo kosti að velja: að hlaupa í fang annars hvors aðiljans .og gangast undir þá vernd, sem fólgin er í lögmálinu: Ef þeir drepa okkur, þá drepum við þá! eða að taka upp hlutleysisstefnu og freista þess að standa utan við hernaðarátök. Sjálfsbjargarviðleitnin hefur kennt smáþjóðunum, hvor kost- urinn sé hyggilegri. Flestar þjóð- ir, sem gengu i hernaðarbandalög fyrir áratug sitja að vísu enn þá fastar þar. En engin hefur bætzt i hópinn. Og sérhver þjóð,_ sem lilotið hefur frelsi og sjálfstæði undanfarinn áratug, hefur iiosið sér hlutleysi. Stefnir þá þróunin i rétta átt? Svarið við þeirri spurningu getur hver sem vill fengið með þvi að spyrja á annan veg: Hvort myndi æskilegra fyrir mannkyn, -að þjóðir lieims skiptu sér upp i tvær andstæðar fylkingar, ógn- andi hvor annarri með vetnis- sprengjum og eldflaugum, eða í þess stað, að hlutlausum rikjum fjölgaði, þriðja aflið i heiminum styrktist í viðleitni sinni að miðla málum og bera sáttarorð milli stórveldanna? Hvor er frið- vænlegri, stefna hlutleysis og sátte eða aukins vígbúnaðar? HLUTLEYSI Aðrar hlutlausar þjóðir hal'a l'lestar nokkurn lierafla, fyrst og' fremst til öryg'gis innanlands, og nokkrar þjóðir telja sig þurfa her til að verjast ágenguni ná- búum. En þær geta ekki varizt sirás stórveldis. Nú eru nábúar íslenilinga flestir í Atlantsliafs- bandalaginii og geta kúgað okk- ur, ef þeir vilja, hvort heldur innan bandalag'sins eða utan, en siðrir nágrannar okkar svo sem Irar oa: Sviar erú taldir friðsam- ir. Af þessu má draga þá rök- réttu ályktun, að ENGU MÁLI SKIPTIR, HVORT HLUTIEYSI OKKAR ER VOPNAÐ EÐA Ó VOPNAÐ. — ÍSLAND HLUTLAUST? Framhald af 12. síðu. gagni mætti koma eða útbúa kafbátalægi. Styrjöldinni yrði lokið löngu áður en mannvirkin væru fullsmíðuð. Meðan herstöð er staðsett á íslandi er landið mikilvægt í stríði. En ísland er hernaðarlega lítils eða einskis virði í nútíma- stríði án herstöðva. Herstöð kall- ar tortímingu yfir þjóðina án herstöðva gæti verið að við slyppum við árás. Er þá unnt að halda því fram, að okkur sé bet- ur borgið með herstöð í landinu? Ef nokkur munur er á, þá erum við að sjálfsögðu verr settir. tbúahlutföll austurs, vesturs og hlutlausra (sjá Valdahlutföll s. 12.) DAGFARI 13

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.