Dagfari - 01.12.1961, Blaðsíða 10

Dagfari - 01.12.1961, Blaðsíða 10
NÚ að undanförnu hafa skyn- samir menn í Bandaríkjum Norður-Ameríku rætt mikið og ritað um brýna þörf rót- tækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að meirihluti banda- rísku þjóðarinnar verði orðinn að sljóum idjótum eftir nokkur ár. Og hver er ástæðan til þess að svo víðtækur og fullkominn fávitaháttur vofir yfir bessu á- gæta fólki? Hvernig stendur á því að í þessu höfuðvígi frels- isins og lýðræðisins og alls- nægtanna skuli vitsmunalífið í þvílíkum voða statt? Það stend ur þannig á því, að Bandaríkja- menn hafa verið gripnir sjón- varpsdellu, sem er magnaðri en nokkur önnur della er upp hef- ur komið £ því landi, og er þá vissulega mikið sagt. Ymsa þeirra er ómögulegt að hemja við vinnu nema leyfa þeim um leið að glápa á sjónvarp. marg- ir þeirra glápa á siónvarp með an þeir eru að éta, allir nota þeir tómstundir sínar nær ein- göngu til að glápa á sjónvarp. Þess eru iafnvel mörg dæmi að menn hafi fengið taugaáfall af því að glápa á sjónvarp heilu næturnar í stað þess að fara að sofa í hausinn á sér. Nú, en af hverju getur bless- að fólk.ið ek.ki haldið vitsmun- um sínum óskertum, þó að það horfi svona mikið á sjónvarp? Islendingar eiga siálfsagt erf- itt með að skilja hað. Fæstir þeirra þekkja nokkuð til sjón- varps, og yfirleitt hafa þeir enga reynslu í þessum efnum nema af sínu eigin ríkisútvarpi, er ekki mun sakað um að hafa valdið ncinum teljandi fávita- hætti með þjóðinni, þvert á móti munu flestir sammála um að það hafi frekar en ekki hresst upp á vitsmunalífið und ir styrkri stjórn Vilhj. Þ. og annarra slíkra. En útvarp eins og íslendingar þekkja það á ekkert skylt við sjónvarp, að minnsta kosti ekki amerískt sjónvarp, það sem vinsælast er. Þar er sko aldeilis ekki verið að þreyta fólk með gáfumanna tali um daginn og veginn eða athugun „merkilegra rannsókn- arefna“. Þar er yfirleitt ekkert sem heitir að afgreiða hlutina „i Guðs friði“. ★ Sérstök nefnd hefur kynnt sér málið og komizt að þeirri niðurstöðu að amerískt sjón- varp sé fyrst og fremst til þess fallið að venja fólk af að hugsa. En jafnframt eru áhrif þess einkum í því fólgin að æsa upp í fólki vondar tilfinningar. A- samt ýmsum trúðum sem hafa í frammi aumustu fíflalæti und ir yfirskini gamansemi eru vin sælustu persónur sjónvarpsins þrennskonar: ) Kúrekabandittar sem drepa fólk með skammbyssum. 2) Stórborgagangsterar sem drepa fólk með vélbyssum. 3) Ófreskjur ýmiskonar sem bíta fólk á barkann og sjúga úr því hlóðið (Frankenstein. Dra- cula & Co.). Þetta er sem sé það sam- kvæmi sem skcmmtir Amerí- könum, meðan þeir eru við vinnu sína, meðan heir eru að éta, og meðan þeir hvílast á heimilum sínum. Og mundi víst margur þakka fyrir ef það ætti ekki eftir að gera úr þeim neitt verra en idjóta. En Ameríkanar iðka sjón- varnssendingar víðar en heima hjá sér. Þeir flytja delluna með sér í önnur lönd. Meðal annars hafa þeir flutt hana hingað til Islands. Og nú nýlega hafa þcir fengið leyfi til að senda hana út með auknum krafti sem á að nægia til að koma henni skýrt og skilmerkilega inn á hvert heimili við Faxaflóa. Helmingi íslenzku þjóðarinnar hefur sem sé verið boðin þátt- taka í þeim galskap sem er á góðri leið með að venja fólk alaiörlega af að hugsa í ..Guðs eigin Iandi“. Þetta er að vísu ekki fyrsta tilraun sem gerð er til að efla fávitahátt með fs- lendingum. Morgunhlaðið hef- ur lengi verið fast lesefni á öðru hverju íslenzku heimili, og Alþýðublaðið hefur verið að auka útbreiðslu sína jafnt og þétt undir ritstjórn Benedikts Gröndal og G. J. Á. En þetta er fyrsta, eða að minnsta kosti al- varlegasta tilraunin til að gera íslendinga að amerískum fávit- um. ★ Fregnin hefur líka vakið mik inn fögnuð í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu. Bitstjórar þeirra skrifa um sjónvarpið dag eftir dag og húrra hátt. Sömulciðis hefur fregnin orðið til mikillar gleði fyrir Janus hjón á Borginni. Hernámsblöðin segja að andúð manna á Keflavíkursjónvarp- inu sé sprottin af skrælingja- hætti og sérvizku og miði að því að einangra íslcndinga og hægja frá þeim ' erlendum menningaráhrifum sem geti orðið þeim til gagns og þroska. Janus þjónn segir líka í viðtali við Vísi að það sé hlægilegt að íslenzkri menningu muni stafa hætta af Keflavíkursjónvarp- inu, en fyrir hann persónulega virðist það skipta mestu máli að sjónvarpið hjálpar honum til að hvílast og „slappa af“„ þegar hann kemur heim til sín þreyttur og taugatrckktur frá því að servera sjússinn á Borg- inni. Hér skal ekkert um það sagt, hvort Janus gæti talizt fær um að ábyrgjast íslenzka menn- ingu, svona yfirleitt, jafnveí þó honum kynni að virðast hún í lítilli hættu stödd á Borginni. Enda munu ummæli Janusar varla ráða úrslitum í þessu máli. En hitt er verra. þegar stærstu blöð landsins taka að sér að froða hví samkvæmi, sem er á góðri Icið með að stöðva allt vitsmunalíf fyrir vestan haf, upp á Islendinga. ★ Fullyrðingar um að íslenzk menning sé nógu sterk til að þola hverskyns erlend áhrif, eru auðvitað ekki annað en full- yrðingar. Til dæmis munu rit- stjórar hernámsblaðanna yfir- leitt hafa alizt upp við ramm- íslenzkar menningarerfðir í föð urhúsum; og þó eru þeir sem sagt þegar svo hart leiknir af áhrifum hinnar aðfluttu menn- ingar, að það örlar varla leng- ur á Islendingnum í þeim. Þmr eru þegar orðnir amerískir í hugsun. Og þá má geta nærri hvernig komið er fyrir því fólki sem lagt hefur út í hríð- ina í litlum sem engum skjól- flíkum þjóðlegrar menningar. Enda munu flestir hugsandi mcnn á einu máli um að ástand- ið sé þegar orðið ískyggilegt, að minnsta kosti hér í nágrenni Keflavíkurflugvallar, þar sem hermannaútvarp og aðrar slík- ar uppeldisstofnanir hafa haft aðstöðu til að útbreiða amerísk an menningarsora meðal heill- ar kynslóðar íslendinga og not- ið til þess ötullar aðstoðar ís- lenzkra blaða. Og það þarf heldur ekki að velta vöngum yfir því hver verða muni þró- un þessa ástands þegar öflugt amerískt sjónvarp verður kom- ið til viðbótar þeirri amcríkaní- seringu sem fyrir er. ★ Qui bono? Hverjir hafa hag af allri þcssari taumlausu ameríkaníseringu? Því er fljót- svarað. Hag af henni hafa þeir erlendir aðilar sem ætla sér að gjörnýta ísland til hernaðar- þarfa sinna og fjárhagslegs stórgróða, en hafa hingað til orðið að fara tiltölulega hægt í sakirnar vegna þess að þjóð- ernismetnaður íslcndinga, sómatilfinning þeirra og sjálfs- virðing, hefur hvað eftir ann- að bannað þeim það sem þeir vildu. Og hag af þessu hafa einnig þcir innlendir glæfra- menn sem binda miklar gróða- vonir við áform hinna erlendu stéttarbræðra sinna, og eiga því sín lilutabréf í amerík- aníseringunni. Það er í þágu þessara aðila sem hernáms- blöðin reka sinn áróður. Ritstjórar hernámsblaðanna eru arftakar þeirra manna sem SJÖNVARP OG SÉRVIZKA

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.