Dagfari - 01.12.1961, Blaðsíða 24
Fullveldisdagurinn misnotaður
ár eftir ár!
DAGFARI
1. tbl 1. desember 1961 1 . árg
1 dag, fyrsta desember, á afmæli fulivetdisins, er Bjarni Bene-
diktsson, ráðherra, aðalræðumaður dag'sins og talar um „vestræna
samvinnu.“ Þessi tvö nefndu orð hafa svo sem kunnugt er hlotið
nýja merkingu eftir taumlausa misnotkun og tákna nú á máli NATO-
manna: áframhaldandi hernám lslands. Þennan hátíðadag íslenzku
þjóðarinnar á enn einu sinni að misnota með því að þekktur stjórn-
málaforingi heldur áróðursræðu í þágu síns flokks.
DAftFABI hefur leitað álits nokkurra stúdenta á vestrænni
samvinnu, hernámsmálunum og þeim áróðursbrögðum, sem nú eru
viðhöfð.
Haraldur Henrysson:
Við spurðum Harald Henrys-
son, stud. jur., hvernig á því
stæði, að stúdentar hefðu sam-
þykkt slíka ráðstöfun á degin-
um.
- Það er tæplega hægt að
segja, að þetta hafi verið sam-
þykkt af stúdentum. Þessu var
í rauninni laumað í gegn án
þess, að mikill meirihluti stúd-
enta hefði hugmynd um. Þetta
var auðsjáanlega löngu ákveðið
og undirbúið. Fundurinn var
haldinn óvenju snemma, örfáum
dögum eftir að kennsla hófst
og var hann auglýstur á hinn
fyrirferðaminnsta hátt með ?ja
daga fyrirvara. Ég sótti t.d.
kennslu þessa daga, en hafði
ekki hugmynd um fundinn fyrr
en mér var sagt af honum nokkr-
um tímum áður en hann hófst,
og var það vegna smalamennsku
Vöku. Enda var varla mætt
annað á honum en einlitt lið,
sem smalað hafði verið þangað.
Ég tel því hæpið að túlka
ákvörðun þessa fundar sem
vilja meirihluta stúdenta og
leyfi mér reyndar að álita, að
val aðalræðumannsins sé í al-
gerri óþökk meirihluta stúdenta.
Jakob Ármannsson:
— Hvað segirðu um dagskrá
stúdenta við. 1. desember hátíða-
höldin?
— Ég tel það óhæfu, að þekkt-
ir stjórnmálaleiðtogar haldi ræð-
ur 1. desember, sjálíum sér og
flokki sínum til framdráttar. Eft-
ir að pólitískar listakosningar til
stúdentaráðs voru afnumdar er
málefnum stúdenta í raun og
veru stjómað á einkafundum
Vöku. Mér er til dæmis kunnugt
um, að snemma í haust var þegar
búið að ákveða að leyfa Bjama
Ben að halda aðalræðuna 1. des.
— löngu áður en stúdentafundur
var haldinn og dagskrárnefnd
kjörin.
— Hvað segirðu annars um
herstöðvamálið ?
— Ég er ekki sérlega pólitískur
maður, en auðvitað er ég eindreg-
inn andstæðingur hersetunnar.
Jónatan Þórmundsson:
— Að mínu áliti er mikill mun-
ur á því hvort aðalræðan 1.
desember fjallar um stjórnmál
eða er flutt af þekktum stjóm-
málamanni. Það er auðvitað erf-
itt að koma í veg fyrir að rætt
sé um stjórnmál, en ég tel það
mjög óeðlilegt og óheppilegt að
umdeildir stjómmálamenn hafi
framsögu um það efni sem valið
hefur verið.
— Hvað segirðu um herstöðva-
málið?
— Ég var nú lengi þeirrar skoð-
unar, að herliðið ætti að vera
hér, en við tilkomu hinna nýju
vopna, eldflauga og vetnis-
sprengja hafa viðhorfin breytzt.
Ég tel því enga vernd í hemum
eins og nú er komið.
En ég vil gera skýran greinar-
mun á hersetunni og aðild okkar
að NATO. Fyrri samningurinn er
uppsegjanlegur með IV2 árs fyrir-
vara en samningurinn um At-
lantshafsbandalagið er gerður til
1969. Og ég vil taka það fram,
að mín samúð er öll vestan meg-
in. Ég er mjög fylgjandi vest-
rænni samvinnu, enda þótt ég
telji að Islendingum beri að
stefna að því að verða hlutlausir
í hernaðarátökum.
Jón Jakobsson:
Jón Jakobsson, stud. med.,
dvaldist siðastliSinn vetur í
Þýzkalandi við nám. Við spurð-
um hánn frétta af gangi mála þar
í landi og urðum margs vísari.
Hann sagði okkur frá umræðum
í þýzkuin blöðum um Markaðs-
bandalagið og frá þjóðflutningum
ítalskra atvinnuleysingja norður
á bóginn.
Jón fórdæmdi eindregið þá til-
högun að láta forsætisráðherra
flytja áróðursræðu um herstöðva-
málin 1. desember, j-afnvel þótt
dulbúið vifcri í fínu orðalagi, eins
og „vestræn samvinna“.
— Hvað segirðu annars um her-
námsmálin?
— Ég segi eins og heimspeking.
urinn frægi, Berti'and Russel:
„Rather red than dead“. Ekki svo
að skilja, að ég sé áfjáður i komm-
únisma fremur en Russel. En ég
álít, að lifinu sé ekki fórnandi
fyrir baráttu gegn kommúnism-
anum. Hvernig sem allt veltur,
munu timarnir breytast. Lífið er
fyrir öllu.
Og fátt er lráleitara fyrir ís-
lendinga en að blanda sér í
þennan ægilega leik. Allir vita,
að þessi hernefna getur aldrei
varið okkur. Enda eru menn
liættir að beita þeim rökum. Nú
hugsa menn um efnahagshliðina,
um gróðann af hernum. Það er
það háskalegasta. Ef ég má aft-
ur vitna i inerkan mann, þá segi
ég eins og biskupinn okkar, séra
Sigurbjörn: „Sá sem selur sjálfan
sig, selur alltaf með tapi.“
Starf samtakanna
Nú er lokið fyrsta áfanga í
undirskrifasöfnuninni gegn
hernámi, en söfnun undir-
skriftanna var stærst þeirra
verkefna, er Samtök hernáms-
andstæðinga settu sér að vinna
og ákveðin voru við stofnun
samtakanna á Þingvallafundi
1960.
Þetta ár hefur höfuðáhcrzl-
an verið Iögð á söfnun undir-
skriftanna úti um land í sveit-
um og þorpum og er árangur-
inn víðast mjög góður. I f jölda
sýslna hefur mcirihluti fólks
þegar undirritað kröfur her-
námsandstæðinga um brott-
vísun hernámsliðsins og hlut-
leysi fslands.
Framkvæmd undirskrifta-
söfnunar sem þessarar er hins
vegar mjög mikið verk, sem
scint verður fullunnið og er
enn býsna ógert sérstaklega í
þéttbýli.
Reynsla þeirra, sem mikið
hafa unnið að söfnun undir-
skriftanna er sú, að eftir því
sem fleiri skrifa verði þeim
mun auðveldara að fá með,
sem hikandi voru í fyrstu.
Meö því að sýna styrk sam-
takanna, ciningu þeirra og
öflugt starf munum við vinna
nýja sigra.
Síðar verður skýrt nánar
frá undirskrifasöfnuninni.
Kjarnorkusprengingar
Eins og alþjóð er kunnugt,
tilkynntu Sovétríkin um mán-
aðamót ágúst—september s. 1.,
að þau myndu rjúfa það hlé,
sem verið hafði á tilraunum
þeirra með kjarnorkuvopn frá
því á árinu 1958, er þau áttu
frumkvæði að því, að slíkum
tilraunum var hætt.
Fram að þeim tíma höfðu
Fundur í miðnefnd
Samtaka hernámsandstæðinga verður haldinn miðviku-
daginn 6. desember í Aðalstræti 12 og hefst kl. 20.30.
Áríðandi mál á dagskrá.
Framkvœmdanefnd.
Samtök hernámsandstæðinga
ekki látið alþjóðleg deilumál
til sín taka, enda verksvið
þeirra þröngt markað í grund-
vallarreglum þeim, sem sam-
tökunum voru settar á Þing-
vallafundi: „Hlutverk samtak-
anna er að berjast fyrir afnámi
herstöðva á íslenzkri grund og
hlutleysi íslands í hernaðar-
átökum og standa gegn hvers-
konar erlendri ásælni (2. gr.)
Samtökin taka ekki afstöðu til
annarra mála en þeirra, sem
um getur i 2. gr. (4. gr.)“
En hér var um svo stórfellt
alvörumál að ræða, að strax á
fyrsta fundi miðnefndar eftir
að tilraunir Sovétríkjanna hóf-
Framhald á bls. 9.