Dagfari - 15.04.2005, Blaðsíða 3
„Við verðum að halda hreingerningunni áfram"
í blaði sem 1. desember nefnd stúdenta
gaf út árið 1972 tóku þeir Gestur
Guðmundsson og Óskar Guðmundsson
langt og greinargott viðtal við Einar
Braga, þar sem komið var víða við í sögu
friðarbaráttunnar. Þar rakti Einar Bragi
sögu herstöðvabaráttunnar aftur til ársins
1946, vék að inngöngunni í NATO 1949
og þróun mála fram að því þegar vinstri
stjórn Hermanns Jónassonar 1956-59
sveik gefin loforð um að herinn skyldi
fara:
„Rithöfundafélag Islands reið á vaðið
með skipulega baráttu fyrir að staðið
yrði við loforð stjórnarsáttmálans. Ásamt
öðrum samtökum listamanna boðuðum
við til geysiíjölmenns fundar í Gamla
Bíói í desember 1957. Síðan þróaðist
þetta smátt og smátt upp í samtök, sem
nefndust Friðlýst land. Að þeim stóðu
fyrst og fremst lista- og menntamenn,
og varð þetta aldrei sérlega fjölmennur
félagsskapur, en hann aðhafðist þó
ýmislegt. Efnt var til funda víða um land
sumarið 1958, og gefinn var út bæklingur,
Friðlýst land, og nokkur blöð með sama
nafni. Þessi hópur hélt reglulega fundi,
sem voru fámennir þegar á leið, og voru
þeir þá haldnir á heimili þeirra Skúla
'llioroddsen og Drífu Viðar.
Það mun hafa verið á einum slíkum
fundi í maí 1960, að sú hugmynd
kom upp að fara í mótmælagöngu frá
Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Sumum
þótti þetta uppátæki of dirfskufullt, en í
ljós kom að hugmyndin átti hljómgrunn
meðal alþýðu. Gangan var fjölmenn, og
útifundurinn í lok göngunnar var einn sá
fjölmennasti fundur, sem hér hafði sézt.“
Þessi fyrsta Keflavíkurganga hleypti nýju
blóði í andstæðinga hersetunnar. Boðað
var til Þingvallafundar um haustið og
voru fulltrúar á hann valdir á fundum
um land allt þá um sumarið eða skipaðir
af sérstökum héraðsnefndum sem komið
var á fót. Með fundum þessum var lagður
grunnurinn að formlegum samtökum
íslenskra friðarsinna.
„Eg var stanzlaust á ferðalagi í sex vikut
og fór um Austurland allt, frá Suðursveit
norður að Tjörnesi ásamt Jónasi
Arnasyni og Ragnari Arnalds. Aðrir
fóru um hina landshlutana á sama hátt.
Á Þingvallafundinum um haustið voru
Samtök hernámsandstæðinga formlega
stofnuð, kosin ntiðnefnd og úr hópi
hennar sérstök framkvæmdanefnd. Síðan
settu þau sér það höfuðverkefni að safna
undirskriftum um allt land undir kröfuna
um brottför hersins og úrsögn úr NATO.
... Uti um land var víða mjög vel unnið,
og gríðarlegur árangur náðist. Til dæmis
náðist rúmur meirihluti atkvæðisbærra
manna á Norðaustur- og Austurlandi.
Þegar hafin var undirskriftasöfnun
í Reykjavík, ærðist Morgunblaðið
gjörsamlega og fann upp slagorð, sem
því reyndist anzkoti vel, og kallaði þessa