Dagfari - 15.04.2005, Page 4

Dagfari - 15.04.2005, Page 4
undirskriitarlista „Moskvuvíxilinn“, og varaði menn við dag eftir dag að láta glepjast til að skrifa upp á Moskvuvíxilinn. Og þetta dugði. Að vísu söfnuðust nokkur þúsund undirskrifta hér, en erfiðleikarnir voru það miklir, að menn lögðu árar í bát, áður en verkið var unnið til fulls. Samtökin störfuðu þó af nokkrum krafti enn um skeið.“ I’ótt stofnað hafi verið til Samtaka hernámsandstæðinga til að sameina ólík öfl, var þess skammt að bíða að flokkspólitísk átök settu mark sitt á þau. I viðtalinu rekur Einar Bragi hvernig flokkaværingar tóku að gera vart við sig eftir sveitarstjórnarkosningar 1962, þar sem forystumenn á borð við Kjartan Ólafsson, Ragnar Arnalds og Jónas Arnason fóru allir í framboð fyrir Alþýðubandalagið. „Bæði mér og fleirum fannst þarna ekki vel að farið, og sér í lagi urðti reiðir, sem voru framámenn í öðrum flokkum, s.s. Þjóðvarnarflokk og Framsóknarflokk yfir því, að þessi menn, sem taldir liöfðu verið hin hlutlausu og sættandi öfl innan samtakanna, væru nú komnir inn i ákveðnar flokksraðir. Ut af þessu urðu allmiklar ýfingar, og ég held að segja megi, að aldrei liafi gróið lyllilega um heilt með framámönnum í Samtökum hernámsandstæðinga eftir það. Þeirra áhrif fara síðan að dofna. Annars hlýtur svona barátta, sem stendur í ár og áratugi Undirbúningur Þingvallafundarins lól í sér ferðir um allt land

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.