Dagfari - 15.04.2005, Qupperneq 7

Dagfari - 15.04.2005, Qupperneq 7
komið að góðu haldi eins og mungát skal höfð í nærveru þyrstra.11 Lítt var hirt um trúmál á heimilinu, en um móður sína skrifar Einar Bragi: „En hún sagðist hafa farið að hugsa alvarlega um pólitík þegar bandarískur dómstóll dæmdi Sacco og Vanzetti, mannvini af verkastétt til dauða fyrir ekkert'. Henni gat ekki dulist fremur en öðrum sem opin hafa augun að þjónar kirkjunnar voru með fáum undantekningum á bandi höfðingjanna sem hirða arðinn af striti hinna snauðu.“ Ymislegt skondið má sjá þegar hann skoðar kristni landans og hvernig hún birtist, þetta á trúlega enn betur við nú en þá. „...aldrei hafa uppi verið á Islandi aðrir eins stórþjófar og nú á dögum. Djarftækastir eru þeir sem lengt hafa alþekkt boðorð um tvö orð: Þú skalt ekki stela nema löglega. Þeir hafa ekkert að óttast, því þeir stjórna löggjöfinni og framkvæmd hennar, eru gulltryggðir í bak og fyrir: refsivöndur laganna nær ekki til þeirra hér á jörð og hinumegin eru syndagjöld þeirra goldin fyrirfram með blóði lausnarans.“ „Hin eina religion sem ég get og hef játað í ýmsum ljóða minna er tilfinning fyrir eilífu samhengi alls sem er og lifað hefur, trú á eilífð jarðargróðans, trú á lífið og fegurstu blómstur þess listina og ástina öllum guðunr æðri.“ Elvar Astráðsson tók saman

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.