Aðventfréttir - 01.01.1988, Side 1
AÐVENT----
1.1988 FRÉTTIR
ÆSKULÝÐSMÓT í DANMÖRKU
26.-31. JÚLÍ 1988
Fimmta hvert ár, eða sem næst því, er alþjóðlegt æskulýðsmót haldið
í Norður-Evrópu. Deildin okkar, við köllum hana oftast Norður-
Evrópudeildina, skipuleggur þetta mót að venju.
í þetta sinn verður þetta stór-
mót haldið í Árósum (Arhus) í
Danmörku. Árósar eru önnur
stærsta borg Danmerkur. Búast
má við fjölda ungmenna frá
öllum Norðurlöndunum, Eng-
landi, Hollandi, Póllandi,
Júgóslavíu, Ungverjalandi,
jafnvel Grikklandi, ísrael og
Pakistan. Sjálfsagt koma svo
einhverjir gestir frá öðrum
Evrópulöndum þó þau séu ekki í
okkar deild.
Ráðgert er að efna til hópferðar
á þetta mót héðan frá íslandi.
Nánar upp þetta mót í næstu
blöðum, en þeir sem áhuga hafa
á að fara á þetta mót hafi sam-
band við: Þröst B. Steinþórsson,
í síma 92-1-42-22 (Keflavík). •
AKUREYRI
Hvíldardaginn 23. janúar s.l.
voru timamót hjá safnaðar-
systkinum okkar á Akureyri. Þá
var formlega tekinn í notkun
salur til samkomu- og nám-
skeiðahalds. Salurinn er I eigu
Skúla Torfasonar, tannlæknis á
Akureyri og í tengslum við
tannlæknastofu hans. Salurinn er
glæsilegur og vel búinn. Þarna
eru orgel og píanó, og sæti fyrir
um 70 manns. Djásn þessa
samkomusalar er hins vegar
listaverk sem við segjum ekki
frá í AÐVENTFRÉTTUM fyrr
en myndir, sem teknar voru í
ferðinni, eru komnar úr fram-
köllun. Það verður væntanlega í
næsta blaði. Við bíðum líka með
ferðasöguna þangað til þá.
En núna segjum við: Skúli og
Ella, Gyða, Ómar, Hreiðar og
Soffía, Hreiðar og Elsa og allt
smáfólkið, - innilegar þakkir
fyrir ógleymanlega helgi. Guð
blessi ykkur.
Erling B. Snorrason •
AÐALFUNDURINN
13. - 15. apríl n.k. verður
haldinn 30. aðalfundur Sjöunda
dags aðventista á íslandi. Full-
trúar Norður-Evrópudeildarinn-
ar (Trans-European Division)
verða Dr. Jan Paulsen, formaður
deildarinnar og K.C. van Oossan-
en, ritari deildarinnar.
Nánar I næstu blöðum. •
Stórt norrænt mót S.D. Aðventista í Ósló, Noregi, 12.-14. maí, 1988.
Aðalræðumaðun Neal Wilson, formaður Aðaisamtakanna. Reiknað er
með 2-3000 þátttakendum. Ætlar þú? þið? Hringdu þá i 91-1-38-99.