Aðventfréttir - 01.01.1988, Page 3

Aðventfréttir - 01.01.1988, Page 3
3 ÞAKKIR FYRIR TRUMENNSKU ÁÁRINU 1987 Á fundi stjórnar Samtakanna sem haldinn var 10. janúar 1988 var meðal annars samþykkt að "þakka trúsystkinum safnaða aðventista á íslandi fyrir trúmennsku í tíund og gjöfum á árinu 1987. Megi Guð blessa systkinin um ókomin ár." Ástæðan fyrir þessari sérstöku samþykkt var sú að talsverð aukning varð á tíund á árinu 1987 umfram eðlilega hækkun á verðlagi í landinu. Það er ánægjulegt að sjá hve trúföst safnaðarsystkinin eru í tíundar- greiðslum sínum og hvernig þau á þann hátt reyna blessanir Guðs. Það er samt ekki úr vegi svona í upphafi árs að rifja upp nokkrar meginreglur ritningarinnar fyrir tíundargreiðslum. Einnig kunna að vera einhverjir sem ekki hafa skilið til fulls hvers vegna skuli skila tíund af launum sínum og hvernig tíund er reiknuð út. Það sem hér fer á eftir er að hluta til fengið úr danska safnaðar- blaðinu okkar Adventnyt. TÍUNDARMEGINREGLAN OG BIBLÍAN "Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans." Kól. 1,16.17. Við tilheyrum Guði. Við erum synir hans og dætur. Við erum sköpuð af honum. Við erum verði keypt fyrir blóð sonar hans. Allt gott sem við tökum við og njótum, bæði efnislegt og and- legt, er frá Guði. Ef til vill hugsum við ekki svo mikið um þetta í okkar nútíma- lega, efnishyggjulega þjóðfélagi, heldur meira um hverju við höf- um rétt til eða kröfu á. Til- hneigingin að gera sjálfan sig auðugan - jafnvel á kostnað annarra - virðist færast í aukana. Besta vörn okkar til að smitast ekki af þessari tilheig- ingu er að meðhöndla lífið á þessari jörð með öllum verald- legum gæðum sem eign Guðs, okkur til ráðstöfunar. MAÐURINN ER RÁÐSMAÐUR EIGNA GUÐS "Þú lést hann (manninn) ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans." Sálm. 8,7. Trúfastur ráðsmaður vinnur eins og herra hans vill að hann vinni. Hann tekur á sig þá ábyrgð sem honum hefur verið falin, og reynir að vinna starf sitt eins og hann telur að herra hans hefði gert það. Áhugamál herra hans verða ráðsmannsins. Jesús er fullkomin fyrirmynd sem fulltrúi föður síns. Hann segir í Jóh. 6,38: "Ég er stiginn niður af himni, ekki til að gjöra vilja minn, heldur vilja þess, er sendi mig." Guð hefur gefið okkur gáf- ur og fjármuni til að vinna verk Guðs hér á jörðinni. Aðventfréttir 1. 1988 5 MILLJARÐAR Um miðjan júlí s.L varð mannfjöldinn á jörðu hér 5 milljarðar. Það fjölgar um kvartmilljón á dag, eða tæplega íslandsbyggð. En níu börn af hverjum tíu fæðast í þriðja heiminum, þar sem þurrkar, hungur, atvinnuleysi, örbirgð og sjúkdómar bíða flestra þeirra. Fólksfjölgun er minnst þar sem tæknivæðingin og nýsköpunin er mest. Þar þarf næstum að múta fólki til þess að viðhalda þjóð sinni. Þessi geysilega fólksfjölgun í fátækustu löndunum verður vítahringur. Skógar eyðileggjast, því að orku vantar til eldunar og upphitunar, og trén eru því ótæpilega höggvin, reyndar er helmingur allra trjáa höggvin til þess. Þegar trén hverfa, hverfur allt dýralíf og uppblástur eykst. Offjölgun, fátækt, ómannlegt líf sem af því skapast er vandamál allrar heimsbyggðar. Það kemur okkur við - þér og mér. Víðförli 5. tbl. 1987

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.