Aðventfréttir - 01.05.1995, Page 2
ÞAÐ ER RUM FYRIR
ÞIG
- Dásamleg orð þegar þú ert þreytt(ur), aðþrengd(ur), einmana
EFTIR SVEN H. JENSEN
Fyrir nokkrum árum þegar við
bjuggum í Nígeríu fór ég með
fjölskyldu mína í ferðalag um
suðurhluta landsins. Við fórum frá
einum stað til annars, heimsóttum
vini, kirkjur og stofnanir.
Þar eð við ferðuðumst um óþekkt
landssvæði höfðum við að
sjálfsögðu kort með okkur. En allar
upplýsingar er ekki að finna á korti,
sérstaklega ekki um hve hægfara
umferðin er! Það var ástæðan fyrir
því að dag einn vorum við enn langt
í burtu frá ákvörðunarstað okkar þó
langt væri komið fram á kvöld. Og
ekki sagði kortið okkur hvar hægt
væri að finna næsta hótel.
Eftir nokkuð langan tíma fundum
við hótel.
„Mér þykir það leitt", sagði af-
greiðslumaðurinn, „það er allt fullt
hjá okkur!"
Eftir nokkuð langan tíma fundum
við annað hótel. En sama sagan
endurtók sig. „Við höfum ekkert
pláss!"
Við vorum orðin mjög þreytt
núna. Þar að auki kunnum við alls
ekki við að keyra svo seint um kvöld,
sérstaklega ekki í þessum hluta
landsins.
I næsta bæ fundum við enn eitt
hótel. En sama sagan endurtók sig á
ný: „Því miður, ekkert pláss!"
En í þetta sinn tók eigandinn eftir
hvernig vonbrigðin lýstu úr
augunum á okkur. „Þið getið sofið á
barnum ef að þið sættið ykkur við
það", sagði hann vingjarnlega.
Það var orðið mjög seint og barinn
var tómur. Svo að þessa nótt sváfum
við, fjölskylda mín og ég, á gólfinu á
bar í ókunnu hóteli.
AÐVENTFRÉTTIR
58. árgangur - 5. tbl. 1995
ÚTGEFANDI: S. d. aðventistar á íslandi
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eric Guðmundsson
Setning og umbrot: Skrifstofa aðventista
Filmuvinna og prentun: Geirsprent
Þegar ekkert pláss er á lausu
Fyrir 2000 árum urðu
örvæntingarfull hjón fyrir sömu
reynslu og við:
„Þá fór og Jósef úr Galíleu frá
borginni Nasaret upp til Júdeu, til
borgar Davíðs, sem heitir Betlehem,
en hann var af ætt og kyni Davíðs,
að láta skrásetja sig ásamt Maríu
heitkonu sinni, sem var þunguð. En
á meðan þau voru þar, kom sá tími,
er hún skyldi verða léttari. Fæddi
hún þá son sinn frumgetinn, vafði
hann reifum og lagði hann í jötu, af
því að eigi var rúm handa þeim í
gistihúsi" Lk 2. 4-7.
Hugsið út í það - ekkert pláss fyrir
frelsara heimsins!
Þegar Jesús óx úr grasi og hóf starf
sitt í Galíleu kom hann til heima-
bæjar síns Nasaret og fór í
samkunduhúsið á hvíldardegi eins
og var vani hans. Hann stóð upp
fyrir framan söfnuðinn og las frá
Ritningunum og lagði síðan út af
ritningargreininni. Viðbrögðin urðu
snögg og ofsafengin. „Allir í
samkunduhúsinu fylltust reiði, er
þeir heyrðu þetta, spruttu upp,
hröktu hann út úr borginni og fóru
með hann fram á brún fjalls þess,
sem borg þeirra var reist á, til þess að
hrinda honum þar ofan" Lk 4. 28,29.
Það var ekkert pláss handa
frelsaranum í heimabæ hans! Bæjar-
búar ráku hann á flótta. Ekkert pláss.
Enginn staður sem hann gat litið á
sem heimili sitt. „Refar eiga greni,"
sagði hann, „og fuglar himins
hreiður, en Mannssonurinn á hvergi
höfði sínu að halla" Lk 9. 58.
Beðin um að fara
Annar viðburður. Hinu megin
Galíleuvatns í byggð Gerasena. Þar
læknaði Jesú manninn sem haldinn
var illum anda og sendi hina
óhreinu anda sem höfðu dvalið í
honum í svínahjörð og undir
áhrifum andans steyptist hjörðin í
vatnið og fórst. Þegar íbúarnir sáu
þetta „tóku þeir að biðja Jesú að fara
burt úr héruðum þeirra" (Mk 5.17).
Ekkert pláss fyrir lækninn! Ekkert
rúm fyrir huggarann!
Og í Samaríu endurtók sama
sagan sig. Ritningin segir að „hann
lét sendiboða fara á undan sér. Þeir
fóru og komu í Samverjaþorp
nokkurt til að búa honum gistingu.
En þeir tóku ekki við honum" (Lk 9.
52,53).
Og ekki nóg með það. Við lesum í
Jh 5. 39 og 40: „Þér rannsakið
Ritningarnar, því að í þeim hyggist
þér eiga eilíft líf. Og það eru þær,
sem vitna um mig, en þér viljið ekki
koma til mín og öðlast lífið." Það var
enginn staður í hjarta þeirra fyrir
Jesú. Ekkert pláss!
Harðneskja hjartna þeirra snerist í
opið hatur í dómshöll Pílatusar. „Þá
var aðfangadagur páska, um hádegi.
Hann sagði við Gyðinga: ,Sjáið þar
konung yðar!' Þá æptu þeir: ,Burt
með hann! Burt með hann! Kross-
festu hann!'" (Jh 19.14,15).
Burt með hann! Krossfestu hann!
Frá fæðingu að lokum starfstíma-
bils hans fékk Jesús stöðuglega þessi
sömu skilaboð: Við viljum þig ekki.
Við eigum ekkert pláss fyrir þig.
„Vér vitum, að Guð talaði við Móse,
en um þennan vitum við ekki
hvaðan hann er", (Jh 9.28).
En hann bjó stað fyrir okkur
Það var ekkert pláss fyrir Jesú en
hann undirbjó stað fyrir okkur! „Og
þegar ég verð hrifinn upp frá jörðu,
mun ég draga alla til mín" (Jh 12.32).
Og einmitt það átti sér stað við
krossinn. Krossinn hefur aðdráttar-
afl. Undir krossinum er pláss fyrir
okkur öll. Þar er enginn undan-
skilinn.
Þegar við lesum Biblíusöguna þá
tökum við eftir hermönnum þar sem
höfðu laðast að manninum á
krossinum. Hundraðshöfðinginn
getur ekki haldið aftur af sér. Lúkas
segir: „Þegar hundraðshöfðinginn sá
það, er við bar, vegsamaði hann Guð
og sagði: ,Sannarlega var þessi
maður réttlátur'" (Lk 23.47).
Það var einnig pláss fyrir Farísea
og hina ríku undir krossinum því að
Nikódemus var þar. Og Jósef frá
Arímaþeu. Þegar þeir komu voru
þeir hikandi fylgjendur Jesú; þegar
þeir fóru voru þeir fullkomlega
sannfærðir um að hann væri
Messías.
2
AðventFréttir 5,1995