Aðventfréttir - 01.05.1995, Qupperneq 3

Aðventfréttir - 01.05.1995, Qupperneq 3
Það var einnig pláss fyrir ræningjann. Þrátt fyrir nístandi sárs- aukann talaði Jesús huggunarorð til samþjáningarmanns síns: „Sannlega segi ég þér í dag, þú skalt vera með mér í Paradís" (Sjá 43. vers). Þarna var einnig pláss fyrir ofsækjendur Jesú og múginn. „Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra" (34. vers). Jesús for- dæmdi þá ekki. I hjarta hans var rúm. Hann þráði að frelsa þá alla. Og einnig var rúm fyrir konurnar og lærisveinana. Fólk úr söfnuði Guðs var þarna statt. Þarna undir krossinum sannfærðust þau um að fórn hans rnundi verða þeim öllum til frelsunar. Við getum einnig í dag horft til sama kross í trú og fullri sannfæringu að: „Hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf" (Jh 3.16). Já, sá sem var hafnað gerði rúm fyrir okkur öll. Hann segir: „Allt sem að Faðirinn gefur mér mun koma til mín, og þann sem kemur til mín, RÉTTUM HAFNARFJARÐARSÖFNUÐI JÓLAGJÖF! Miklu grettistaki hefur verið lyft i Hafnarfirði undanfarna mánuði þar eð tekist hefur fyrir söfnuðinn undir vasklegri stjórn Steinþórs Þórðar- sonar, að nær full-innrétta frábært safnaðarheimili við Hólshraun 3 (Sjá grein Steinþórs Þórðarsonar um framgang málsins). Ástæða þess að ég hef máls á þessu hér einnig er að söfnuðurinn sér sig knúinn til þess að byrja að nýta nýja heimilið þann 23. desember n.k. og er þeim ekkert að vanbúnaði nema hvað söfnuðurinn á enga stóla til að sitja á! Einnig verður Steinþóri hugsað til nýja ársins þegar Opinberunarbókarnámskeið eru áformuð en til þess þarf borð. Ef við gætum fundið það hjá okkur að rétta Hafnarfjarðarsöfnuði gjöf í til- efni áfangans þannig að þau megi eignast nauðsynlega húsgögn myndum við stuðla að gleðilegum jólum í Hafnarfirði! Til hamingju Hafnfirðingar með goðan árangur. Megi Guð áfram blessa árangur af starfi ykkar. Ííuínvunc/Mo n mun ég alls ekki á brott reka" (Jh 6.37). Þegar þér er hafnað Einhver erfiðasta reynsla lífsins er að finna fyrir höfnun — að það sé ekkert pláss fyrir okkur í samfélagi annarra. Fólk fær þessa tilfinningu þegar það missir vinnuna, fellur á prófi, fer í gegn um skilnað, þjáist af sjúkdómi eða verður fyrir ástvina- missi. Fólk sem hefur misst réttindi sín, sem lifir sem flóttamenn eða sem verður fyrir höfnun vegna kyn- þáttar eða litarháttar kennir sömu tilfinningar. Heimur okkar er fullur af einstaklingum sem finnst þeim hafnað og þeir óvelkomnir. Ef þú finnur fyrir þannig til- finningu í dag hlýddu þá á orð Jesú á ný: „Eg mun aldrei reka ykkur á brott." Jesús hefur búið okkur stað í hjarta sínu, í áformum sínum, í fram- tíð sinni. Já, í hinu himneska ríki hefur hann undirbúið okkur stað. „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi Föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, myndi ég þá hafa sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er." (Jh 14.1-3). Það er pláss! Nóg af plássi. Því að hann sem fann engan stað þar sem hann gæti dvalið á meðal okkar hefur búið stað handa okkur öllum. O, hve dásamlegt er að bera þennan boðskap öðrum! Ættum við ekki að gera pláss til reiðu fyrir hann í hjörtum okkar í dag? Og ættum við ekki að hafa þar pláss fyrir aðra? Þessi heimur er fullur af lokuðum dyrum. En sérhvert okkar getur opnað dyr hjartans og boðið Jesú inn. Og þegar hann gengur í garð fyllir hann líf okkar kærleik og anda sínum. Sven H. Jensen er formaður Mið- Austurlandasambandsins Nicosíu, Kýpur. Þýðandi: Eric Guðmundsson GLÆSILEGT KYNNINGARBLAÐ UM SÖFNUÐINN Út er komið vandað kynningarrit um söfnuðinn undir heitinu: „Aðventistar, gefandi kærleiksrík heimskirkja" sem framleitt var í samstarfi við fjölmörg lönd í okkar deild. I blaðinu er einkennum og tilgangi safnaðarins lýst á skýran og afar áhugavekjandi hátt í máli og fjölmörgum myndum. Sér opna fjallar um starf safnaðarins hér á Islandi. Upplag ritsins á íslensku er 25.000 og stendur söfnuðum okkar til boða gegn kostnaðarverði. Stjórn Samtakanna óskar að hvetja hina ýmsu safnaðarstjórnir til að nýta sér þetta rit á hvern þann máta sem þær telja fýsilegastan. Einhverjum söfnuði kynni að þykja tímabært í tengslum við opinberar samkomur að dreifa ritinu til allra heimila í viðkomandi bæjarfélagi. Annar kynni að vilja dreifa ritinu á allar biðstofur lækna og annarra á sínu svæði. Enn annar kann að vilja gefa Biblíubréfaskólanemum þessi rit í tengslum við heimsóknir eða sem gjöf til vina og kunningja utan safnaðarins. Hér með er vakið máls á tilvist þessa kynningarrits og hvatt til nýtingar á því til að kynna söfnuðinn AðventFréttir 5,1995 3

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.