Aðventfréttir - 01.05.1995, Page 4
FRÁ STARFINU
PRESTASKIPTI í REYKJAVÍK
Hvíldardaginn 21. október s.l.
kvöddum við David West og
Ragnhildi konu hans eftir fjögurra
ára dvöl þeirra hér í Reykjavík.
David var ráðinn hingað í ágúst
1991 til að sinna preststarfi hjá
Reykjavíkursöfnuði og hefur hann
sinnt því starfi með prýði og ber þar
sennilega hæst hve duglegur hann
var að sinna heimsóknum til
safnaðarmeðlima og einkum þegar
erfiðleikar steðjuðu að. David
gegndi einnig starfi æskulýðs-
leiðtoga og var þá duglegur að fylgja
unga fólkinu og reyna að hvetja það
til að gegna veiga meira hlutverki
innan kirkjunnar. í þeirra stað koma
Björgvin Snorrason og Ásta Guð-
jónsdóttir til starfa í Reykjavík, en
þau koma frá Árnessöfnuði þar sem
Björgvin hefur þjónað sem prestur.
Björgvin hefur einnig starfað sem
æskulýðsleiðtogi síðasta árið og
mun halda því starfi áfram. Ásta
lætur nú af störfum sem skólastjóri
Hlíðardalsskóla og hefur verið ráðin
til starfa við iðjuþjálfun á Lands-
sþítalanum.
Fjölmennt var við síðustu guðs-
þjónustu David og Göggu og meðal
annars söng Garðar Cortes lag sem
David samdi við frægan enskan
sálm „There is a green hill far away“,
en David lék sjálfur undir á píanó.
Þessi sálmur hefur verið í miklu
uppáhaldi hjá David og fékk hann
Jón Hjörleif Jónsson til að íslenska
texta sálmsins. David notaði þetta
tækifæri og afhenti Björgvin Snorra-
syni lykla kirkjunnar sem opinbera
staðfestingu á prestaskiptunum. Þá
var þeim hjónum færðar gjafir frá
söfnuðinum og einnig frá Sam-
tökunum sem þakklætisvott fyrir
framlag þeirra síðustu árin. Eftir
guðsþjónustuna var efnt til
sameiginlegrar máltíðar í Suður-
hlíðarskóla.
Við kunnum David mikla þökk fyrir
samstarfið og allar samverustundir
síðustu árin og óskum þeim hjónum
velfarnaðar í nýju starfi við söfnuð
okkar í Edinborg í Skotlandi. Einnig
viljum við bjóða Björgvin og Ástu
hjartanlega velkomin til starfa í
Reykjavíkursöfnuði og biðjum Guð
að blessa þau í starfi.
Heba Magnúsdóttir, safnaðarritari
FRÁ HAFNARFJARÐARSÚFNUÐI
Nú fer að líða að því að söfnuðurinn
í Hafnarfirði geti flutt inn í nýja
safnaðarheimilið að Hólshrauni 3.
Þar hefur verið unnið við
framkvæmdir að meira eða minna
leyti frá því í desember s.l. Áformað
er að flytja inn í safnaðarheimilið
fyrir jólin og verðurfyrsta samkoman
þar á Þorláksmessu, 23. desember.
Munu þá hafa liðið um 12 mánuðir
frá því að hafist var handa um
framkvæmdir á s.l. ári.
Að sjálfsögðu verður ýmsu ólokið
þegar safnaðarheimilið verður tekið
í notkun, en áfram verður unnið við
að koma öllu í rétt horf sem allra
fyrst. Allt er þetta háð fjármagni, en
Guð hefur sýnt það svo áþreifanlega
að hann hefur velþóknun á þessu
verkefni. Trúsystkinin í Hafnarfirði
hafa því ærna ástæðu til að treysta
því, að hann hjálpi þeim til að Ijúka
verkefninu.
Eftirfarandi má nefna sem dæmi
um handleiðslu Guðs í þessum
efnum á síðastliðnum vikum. Þegar
byggingasjóður safnaðarins var upp
urinn, ákvað trúbróðir okkar að
athuga hvað hægt væri að gera til
að fjármagna kaupin á loftefni fyrir
ganginn. Hann fékk tvo aðra
einstaklinga í lið með sér og
sameiginlega gáfu þau kr. 50.000 til
kaupa á loftklæðningu fyrir ganginn.
annar maður úti á landi spurði hvað
efnið í ræðupallinn mundi kosta.
Þegar honum var sagt að það gæti
kostað um kr. 50.000, gaf hann
þessa upphæð með þeim orðum, að
presturinn yrði nú að hafa eitthvað
undir fótum sér þegar hann
prédikaði Guðs Orð. Tveimur
dögum síðar hækkaði hann upp-
hæðina í 100.000 kr. til að einnig
væri hægt að kaupa hurðarhúna og
skrár fyrir safnaðarheimilið. Hjón,
sem ekki eru einu sinni í söfnuði
aðventista, buðust til þess að fjár-
magna vinnu tveggja trésmiða við
að setja upp loftklæðninguna í sam-
komusalnum, en það er um það bil
4-5 vikna verk sem þeir eru vel á
veg komnir með að Ijúka þegar þetta
er ritað.
Á meðal þess sem enn vantar í
safnaðarheimilið eru stólar, borð og
annar húsbúnaður, tæki og áhöld í
eldhúsið, svo og hljómburðartæki,
svo eitthvað sé nefnt. Nýlega barst
góð sending frá hjónum í Banda-
ríkjunum, en þau gáfu safnaðar-
heimilinu nýtt píanó. Kona á Suður-
nesjum hefur gefið Hafnarfjarðar-
söfnuði vandað kvöldmáltíðarsett
ásamt handklæðum og vaskafötum
fyrir 80 manns. Allt er þetta í viðbót
við margar aðrar höfðinglegar gjafir
sem safnaðarheimilinu hafa verið
færðar, ýmist í peningum, efni eða
fórnfúsri vinnu. Fyrir allt þetta er
fólkið í Hafnarfjarðarsöfnuði afar
þakklátt.
Steinþór Þórðarson.
4
AðventFréttir 5,1995