Aðventfréttir - 01.05.1995, Side 10

Aðventfréttir - 01.05.1995, Side 10
RAÐSTEFNA AÐALSAMTAKANNA f UTERECHT f SUMAR UTRECHI '95 Dagana 29. júní - 8. júlí s.l. var haldin ráðstefna Aðalsam- taka Sjöunda dags aðventista í Utrecht í Hollandi. Hér fer á eftir umfjöllun um ráðstefnuna og verður stiklað á stóru hvað snertir helstu ákvarðanir fundarins. Fjöldi þátttakenda við 56. heims- ráðstefnu Aðalsamtakanna í Utrecht í Hollandi fór fram úr björtustu vonum. Strax á fyrsta degi mættu til innritunar um 18.000 þátttakendur, þeirra á meðal um 2.600 fulltrúar. Fyrsta hvíldardag ráðstefnunnar, 1. júlí tóku 33.000, manns í sam- komunum og talið er að milli 45- 50.000 manns hafi tekið þátt seinni hvíldardag ráðstefnunnar. Þannig hafa hátt í 60.000 aðventistar heimsótt Holland í tengslum við ráðstefnuna. Margir þátttakendanna frá Austur- Evrópu höfðu ferðast í hópferða- bílum í 48 klukkustundir áður en þeir komust á leiðarenda í Jarbeurs í Utrecht. Flestir þessara bjuggu í klefum sem sérstaklega voru settir upp í þeim tilgangi í tveimur stórum sýningarhöllum. Robert Folkenberg var endurkjörinn formaður Robert S. Folkenberg (54 ára) var endurkjörinn sem formaður Aðal- samtakanna. í stjórnarnefndinni sátu um 200 fulltrúar frá öllum heimshlutum. Ekki tók það nefndina langan tíma að koma með tillögu um endurkjör Roberts sem hefur verið leiðtogi aðventhreyfingarinnar frá árinu 1990og nú horfir fram til þess að gegna þeirri stöðu fram til næstu ráðstefnu Aðalsamtakanna í To- ronto í Kanada árið 2000. Fulltrúar og aðrir gestir í salnum brugðust við með lófataki þegar tillagan um endurkjör var borin fram. Folkenberg sagðist taka endurkjöri með mikilli auðmýkt. „Enginn er nægilega snjall til að vera leiðtogi þessarar hreyfingar", sagði Folkenberg og minnti á að eini leiðtoginn sem við fyllilega getum treyst er Jesús Kristur sjálfur. Jan Paulsen kosinn vara- formaður Jan Paulsen (60 ára) sem í meira en 10 ár hefur verið leiðtogi starfsins í okkar deild var kosinn einn sjö varaformanna Aðalsamtakanna. Til starfsins í aðalstöðvum Aðalsam- takanna tekur hann með sér bæði frábæra hæfileika og mikla reynslu sem mun verða söfnuðinum til mikillar blessunar þar eð hann þegar á seinni árum hefur oft verið sendur til að leysa úr Jan og Kari Paulsen erfiðum málum á ýmsum stöðum í heiminum. Bertil Wiklander, nýr formaður Stór- Evrópu- deildarinnar Bertil wiklander Fyrrverandi formaður sænska Sambandsins Bertil Wiklander (48 ára) var kosinn til að gegn stöðu formanns Stór- Evrópudeildarinnar. Wiklander hefur gegnt stöðu formanns sænska Sambandsins í tvö ár en hann var áður ritari þess Sam- bands frá árinu 1989 - 1993. í 9 ár þar áður var hann skólastjóri Ekebyholm skólans. Hann hefur doktors- gráðu í guðfræði frá Háskólanum í Uppsala. Bertil Wiklander tók 10

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.