Aðventfréttir - 01.05.1995, Qupperneq 11
þannig við stjórnunarstöðu Deildar
sem samanstendur af meira en 30
löndum. Eitt af þeim erfiðu verk-
efnum sem liggja framundan innan
þessarar Deildar er að ná árangri í
múhameðs-trúarlöndum fyrir botni
Miðjarðarhafs en þau lönd heyra nú
til okkar Deildar.
Reindar Bruinsma nýr ritari
Deildarinnar
Einnig var kosinn nýr ritari Stór-
Evrópudeildarinnar þar eð Dr.
Reindar Bruinsma sem hefur verið
almannatengslaritari Deildarinnar
tók við því starfi.
Bruinsma er frá Hollandi og hefur
starfað bæði þar og í Afríku. Áður en
hann tók við störfum á Deildarskrif-
stofunum í London starfaði hann við
Institute of World Missions við An-
drews háskólann í Michigan.
Tölfræðilegar upplýsingar frá
ráðstefnunni
* 300 tonn varnings var fluttur til
Utrecht til að mæta hinum ýmsu
þörfum ráðstefnunnar.
* Á hverju kvöldi voru sendir út
fréttaþættir af ráðstefnunni um
gervihnött til um 1.000 endur-
varpsstöðva um víða veröld.
* AWR (Heimsútvarp aðventista)
stóð fyrir gerð útvarpsþátta um
ráðstefnuna, í allt um 35 klst.
* Þátttakendur komu frá 205 löndum
* Talað efni ráðstefnunnar var þýtt á
18 mismunandi tungumál.
* Stór bókamarkaður ráðstefnunnar
bauð upp á 65 tonn bóka og
myndbandaefnis.
Unga fólkið tók þátt í
lífsstílsráðstefnu
Á meðan fulltrúarnir
voru uppteknir af
kosningum og skýrslum í
sjálfri ráðstefnuhöllinni
tóku margir unglingar þátt
í námskeiðinu „Youth to
youth“ (Ungir til ungra)
þar sem 26 ungir náms-
menn hvöttu aðra
unglinga til að snúa baki
við notkun eiturlyfja,
áfengis og tóbaks. Þau
sögðu líka frá því hvernig
eignast má nýja vini um
heim allan.
Einnig var boðið upp á nám-
skeiðið „Impact" (Áhrif). í vikunni
áður en ráðstefnan hófst hafði verið
kennt í þessu námskeiði um æsku-
lýðsboðun. Kennsluefnið var svo
reynt í verki á torgum og göngu-
götum um alla Utrecht.
Mannlífið á ráðstefnunni
Litríkir þjóðbúningar, geislandi
bros, áköf börn, hlý faðmlög, undar-
legar mállýskur, bænastundir... Allt
þetta og mikið meira vegna þess að
þessi heimsráðstefna mótaðist af
iðandi mannlífi.
Fólkið fór ekki strax heim að
loknum fundahöldum á kvöldin.
Fram að miðnætti stóð fólk og talaði
saman eða söng og lék á hljóðfæri
bæði fyrir utan og innan dyra í ráð-
stefnuhöllinni. Maður gat staðið kyrr
og heyrt talað á rússnesku,
hollensku, ensku, spönsku og rúm-
ensku og allt blandaðist þetta í eina
lofgjörðarhljómkviðu.
Um alla Utrecht hitti maður fólk frá
ráðstefnunni. í búðum eða á síkja-
bátunum eða á kvöldin í lestum á
leið heim. Andlitin báru merki vonar.
Hér voru persónur sem áttu svo
margt sameiginlegt.
Seint mun gleymast þegar hin 90
ára Meropi frá Albaníu kom fram á
sviðið eða Davahú sem er fyrsti
aðventistinn í mörg ár sem hefur
skírst í Mongólíu. Hve dásamlegt
það var líka að hitta gamla vini og
skólafélaga frá mörgum heims-
hornum.
Sameinuð - en ekki eins
Ráðstefna Aðalsamtakanna
einkenndist af miklum fundahöldum.
Hér var kjörorðið: Eining í Kristi:
Sameinuð, já, en ekki eins. - Margar
skoðanir, styttur ræðutími, ósk um
áhrif.
Niðurstaðan varð: Skipulags-
breyting fyrir nokkrar deildir Aðal-
samtakanna, stækkun stjórnarinnar
upp í 260 meðlimi, breytingar á
safnaðarhandbókinni, höfnun á
vígslu kvenna til prestsþjónustu.
(Sjá grein: Vígslu kvenna hafnað).
Ráðstefnan einkenndist af opnum
umræðum þar sem mörg ólík
sjónarmið voru sett fram og tekist
var á um þau á málefnalegan hátt.
En einingarandi var samt hin sterka
undiralda ráðstefnunnar. Eining í
kærleika okkar til Drottins okkar og
frelsara Jesú Krists og þess sann-
leika sem þessi söfnuður hefur verið
kallaðurtil þess að boða heiminum á
okkar tímum. Og heim héldu menn
sannfærðir um handleiðslu Guðs yfir
þessum söfnuði sem hefur mikið og
brýnt verk að vinna í samtímanum.
Eric Guðmundsson (Stuðst var við
HEIMILDIR ÚR ADVENT NyT NR. 9 1995).
11