Aðventfréttir - 01.05.1995, Síða 15

Aðventfréttir - 01.05.1995, Síða 15
NEIVIÐ VÍGSLU KVENNA Mikill meirihluti fulltrúanna við ráð- stefnu Aðalsamtakanna í Utrecht greiddi atkvæði gegn vígslu kvenna þegar þetta mál var borið undir at- kvæðagreiðslu. Atkvæði féllu þannig að af 2.154 greiddum at- kvæðum voru 673 sem greiddu at- kvæði með umleitan Norður- Ameríkudeildarinnar um að hver Deild fyrir sig gæti afgreitt málið varðandi vígslu presta án tillits til kynferðis innan síns svæðis. 1.481 fulltrúi greiddi atkvæði á móti. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýndi að ekki var algjör samstaða um málið innan Norður-Ameríku, Astralíu og Evrópu. Sögulegur bakgrunnur. Umleitanin frá Norður-Ameríku- deildinni snerist formlega um að hver Deild fyrir sig ætti að öðlast rétt til þess að ákveða hvaða einstaklingar, án tillits til kynferðis, geti hlotið vígslu til prestsþjónustu. Aður en umræður um málið hófust fræddi fundarstjóri fundarins fulltrúana um sögulegan bakgrunn þessa máls innan aðventhreyfingar- innar. Hann tók fram að á ráðstefnu Aðalsamtakanna árið 1881 var gerð eftirfarandi samþykkt: „Samþykkt að það sé fullkomlega verjandi að konur sem uppfylli nauðsynleg skilyrði til þess að gegna prests- embætti, hljóti vígslu til þeirrar þjónustu (A ensku: to the work of the Christian Ministries)." Þessi samþykkt varð aldrei að raunveruleika þar eð í samþykktinni var einnig kveðið á um að þessu máli skyldi vísað til stjórnar Aðal- samtakanna og það lítur út fyrir að rnálið hafi aldrei hlotið afgreiðslu þar. Með og á móti. Aður en umræður fulltrúa hófust höfðu tveir guðfræðingar framsögu um málið. Dr. Gerarld Damsteecht frá prestaskóla Andrews háskólans talaði gegn vígslu kvenna. Hann færði þrjú aðalrök gegn tillögunni. Fyrir það fyrsta að þessi tillaga stríði gegn biblíulegri kenningu um söfnuðinn. I tímanna rás allt frá sköpun heims, á tímum Gamla og á tímum Nýja testamentisins hefur hið prestlega hlutverk verið falið körlum. I öðru lagi sá Damsteecht að þessi tillaga stangaðist á við kenninguna um Biblíulegt kennivald þar eð til þess að viðurkenna vígslu kvenna þurfi að endurtúlka Ritninguna og ekki lengur viðurkenna hið eðlilega inntak orða Biblíunnar. I þriðja lagi taldi Damsteecht að eining safnað- arins myndi bíða alvarlegan hnekki ef að þeir andbiblíulegu stjórnar- hættir yrðu samþykktir sem byggja á því að horfið sé frá því að prests- vígsla sé í gildi um allan heim. Öll röksemdafærsla Damsteechts var dregin saman í punkta og birt á geysistórum sjónvarpsskjá fyrir framan fulltrúana á meðan hann flutti erindi sitt. Dr. Raoul Dederen, líka frá Andrews háskólanum, talaði með tillögunni. - Sannleikurinn er sá, undirstrikaði hann, að Biblían er algjörlega þögul um vígslu kvenna. Biblíuleg röksemdafærsla okkar um þetta mál byggist stöðuglega á ritningarstöðum sem fjalla í raun ekki um vígslu. Dr. Dederen fjallaði einnig um skilning á Ritningunni í framsöguerindi sínu. Hann las í lKor þar sem sagt er að konur skuli þegja í söfnuðinum. „Segið mér", sagði hann, „getið þið fulltrúar sann- fært mig um að engin kona segi neitt í söfnuðum okkar neins staðar í neinum af okkar Deildum? Hvers vegna leggjum við okkur ekki fram um að fylgja þessu versi, en berjumst svo við að halda öðrum versum í heiðri?" Heitar umræður. Þegar fulltrúarnir að lokum fengu tækifæri til að tala um málið upp- hófst kapphlaup að hljóðnemunum. Við báða hljóðnemana, sem voru merktir, annar með og hinn á móti, mynduðust strax 50 - 60 metra langar biðraðir. Allir höfðu eitthvað að segja um þetta mál og margir vildu leggja orð í belg en einungis um 30 einstaklingar fengu tækifæri til þess á þeim tíma sem gefinn var til umræðna. Vonbrigði og von. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar ollu mörgum, ekki síst konum, miklum vonbrigðum. Ein kona sagði: „Eg varð fyrir geysilegum vonbrigðum, ég hefði ekki búist við svo mikilli andstöðu." En á kvöldsamkomunni þennan dag hlýddu fundarmenn á frásögn um starfsemi leikmanns í Kína sem er kona. Hún hefur ekki hlotið guð- fræðimenntun en hún þekkir Biblíuna sína og hún elskar Drottinn sinn. A fáeinum árum hefur hún skírt 800 einstaklinga. Enn er rúm og þörf fyrir þátttöku kvenna sem eru kallaðar af Guði í boðunarstarf safnaðarins og við verðum að vona að vonbrigðin sem niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Utrecht olli, hindri ekki vöxt og framgang Orðs Guðs. Tor Tjeransen, norskt Advent Nytt nr. 9-1995, Eric Guðmundsson þýddi. AðventFréttir 5,1995 15

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.