Aðventfréttir - 01.05.1995, Qupperneq 19
MINNINGAR
Charlotta Ólöf
Gissurardóttir
/. 16. janúar 1916
d. 7. september 1995
Charlotta Ólöf Gissurardóttir, lést 7.
september s.l. í Landsspítalanum
eftir skamma sjúkralegu. Hún
fæddist þann 16. janúar 1916 í
Reykjavík, og var því mjög nálægt
því að vera áttræð þegar hún lést.
Foreldrar Ólafar voru þau Gissur
Filipusson frá Kálfafellskoti í
Fljótshverfi, V. Skaftafellssýslu og
Helga Jensdóttir, ættuð úr Önundar-
firði.
Ólöf átti engin alsystkini, en
hálfsystkini voru 5. Ólöf ólst upp hjá
föðursystur sinni, Regínu Filipus-
dóttur sem var búsett í Reykjavík en
æska Ólafar einkenndist af mikilli
vinnu og ekki urðu mikil tök á því
leiða til að þoka þessum málum
áfram sem mest er kostur þannig að
hægt sé að leggja fram greinargóða
skýrslu fyrir fjármálafund Sam-
takanna sem fram fer 7. janúar n.k.
Kæru safnaðarmeðlimir. Eins og
við öll gerum okkur grein fyrir erum
við að fást við afar mikilvægt mál-
efni sem varðar áframhaldandi vöxt
og árangur safnaðarstarfsins hér á
landi. Hlíðardalsskóli var safnaðar-
starfinu gríðarlega mikil lyftistöng
allt frá byrjun þjónustu sinnar.
Mætti hann á ný vera sá merkisberi
starfsins sem áður var. Leggjum
þetta málefni fyrir Drottinn í bæn og
treystum því að hann muni sýna
okkur þá leið sem ber að fara varð-
andi þessi mál eins og við höfum
notið leiðsagnar hans í fortíðinni.
Eric Guðmundsson
fyrir hana að afla sér menntunar eins
oft varð raunin á þeim árum.
Tiltölulega ung kynntist hún Gísla
Gunnarssyni, ættuðum frá
Hjaltastaðarþingá á Héraði og
giftust þau 1. október 1936. Þau Gísli
og Ólöf eignuðust þrjú börn. Elstur
er Franz, þá Þórunn, en hún lést
kornung, en yngstur er Agúst. Síðar
á æfinni lágu leiðir þeirra Ólafar og
Gísla í aðskildar áttir og slitu þau
sambúð upp úr 1950. Árið 1955
kynntist Ólöf svo eftirlifandi
eiginmanni sínum, Ragnari Eiríki
Björnssyni, frá Grófarseli í
Jökulsárhlíð. Þau giftust sama ár. í
Eiríki átti Ólöf traustan félaga og vin
en þau voru afar samrýmd. Þau Ólöf
og Eiríkur eignuðust einn son,
Gissur Björn, sem fæddist 1956.
Eins og svo oft var tilfellið hjá
láglauna alþýðufólki á Islandi
framan af öldinni, voru kjör Ólafar
oft hörð, jafnvel miskunnarlaus,
fyrri hluta ævi hennar. En þetta
megnaði ekki að slökkva neistann
hið innra sem þráði hið fagra, hlýja
og góða. Ólöf var sjálf einkar hlý og
elskuleg persóna og hún naut þess
fagra og að fegra umhverfi sitt.
Einstakt yndi hafði hún af fallegri
tónlist, einkum söng.
Einlægni Ólafar og hreinleiki kom
einnig fram í trúariðkun hennar en
hún var alltaf mjög trúhneigð kona.
Synir hennar minnast þess að hún
hafi sótt samkomur hjá ýmsum
söfnuðum sem ber þess vott að hún
hafi verið leitandi hvað andleg efni
varðar. Þessi trúaráhugi leiddi Ólöfu
á samkomur Davids Lawson í
Fríkirkjunni árið 1980. Hún
sannfærðist um boðskapinn og
ákvað að fylgja frelsara sínum. Hún
tók skírn þá um vorið og var hún
dyggur og trúr safnaðarmaður
Aðventsafnaðarins upp frá því. Hún
bar því vitni í dagfari sínu að hún
átti persónulegt samfélag við
Drottin sinn og meistara Jesú Krist.
Hún var biblíufróð, glögg og
skilningsrík og það var þeim
dýrmæt reynsla sem kynntust
þessari konu, þessu einlæga Guðs
barni.
Um nokkurt skeið hafði Ólöf
fundið fyrir hjartaeinkennum og
hún hafði legið á sjúkrahúsi um
tveggja vikna skeið þegar hún fékk
hægt andlát aðfaranótt
fimmtudagsins 7. september s.l.
Nú bíður hún upprisunnar þegar
áskær frelasari hennar kallar hana
fram úr gröfinni og býður henni, svo
og öllum sem vænta kómu hans, inn
til dýrðar sinnar. Trúsystkini hennar
og söfnuðurinn kveður og vottar
ástvinum samúð. Utförin fór fram
frá Aðventkirkjunni í Reykjavík
þann 15. september s.l. Undirritaður
annaðist útförina.
Blessuð sé minning hinnar látnu.
Eric Guðmundsson
SÖFNUN TIL HJÁLPAR
FLATEYRINGUM
Vegna þeirra hörmunga sem dundu
yfir Flateyringa 26. október s.l. hefur
söfnuðurinn leitast við að sýna Flat-
eyringum hluttekningu og taka þátt í
uppbyggingarstarfinu á Flateyri. Þátt-
takan fólst fyrst af öllu í því að bæna-
stund var haldin í Aðventkirkjunni að
kvöldi dags þann 26. október. Einnig
tóku u.þ.b. 20 manns af hálfu safnað-
arins þátt í símavörslu söfnunarinnar
„Samhugur í verki“ í húsnæði Stöðvar
2 með líkum hætti og fyrr á árinu
þegar safnað var handa Súðvíkingum.
Þar að auki hefur söfnuðurinn staðið
fyrir fjársöfnun á sama hátt og eftir
Súðavíkurslysið. Það er að segja að
Systrafélögin Alfa stóð að fjársöfnun
innanlands meðal safnaðarmeðlima
þar sem söfnuðust um 150.000 kr.
Hjálparstarf aðventista leitaði eftir
aðstoð frá nágrannalöndum okkar og
frá Stór-Evrópudeildinni. Sem við-
brögð við þessu bárust framlög frá
starfinu í Noregi, 50.000 norskar
krónur, frá Finnlandi, 10.000 finnsk
mörk, frá Alþjóða Líknarsjóði Stór-
Evrópudeildarinnar, 2.500 dollarar og
frá Alþjóðadeild ADRA 2.500 dollarar
eða f allt um kr. 1.150 þúsund. Þettafé
mun í fullu samráði við forsvarsmenn
á Flateyri renna til byggingar nýs leik-
skóla í þorpinu en sem kunnugt er
varð gamla leikskólahúsnæðið snjó-
flóðinu að bráð. Nýtt hús fyrir leik-
skólann mun kosta um 20 milljónir og
munu byggingarframkvæmdir hefjast
fljótlega á nýja árinu.
Aðventsöfnuðurinn á íslandi vill
votta öllum Flateyringum dýpstu
samúð vegna hörmunganna.
□
AðventFréttir 5,1995
19